Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 52
208 hinir vitrustu; til þess þarf hvorki vit né þekkingu, heldur aðeins slægð og liðugan talanda. I flestum löndum veljast því í þennan flokk misjafnir málafærslumenn og blaðamenn. Par sem svo er háttað, verður aðaltakmark einstaklinganna og flokkanna, að ná sem mestu úr ríkissjóði, til þess að veita sér og flokksmönnum, eða atkvæðafénaði þeirra, sem mest hlunnindi. En til þess að ná atkvæðum fjöldans, og þar með völdunum, verður eðlilega að bregða upp ljómandi hugsjónum, sem geta haft áhrif á ímynd- unarafl þjóðarinnar. Almenningur á alstaðar við örðug kjör að búa, allir vilja bæta hag sinn; þorri manna fylgir því eðlilega þeim, sem bezt býður og lofar mestum hagsældum, en gáir ekki að því, að almenningur verður sjálfur að borga brúsann með nýjutn sköttum og álögum, þó menn reyndar víða reyni að hylja ósómann um stundarsakir með stöðugum lánum; en einhverntíma kemur að skuldadögunum. Svona gengur svikamyllan í mörgum löndum ár eftir ár, og hefir þegar sumstaðar í smáríkjum með óþroskaðri alþýðu leitt af sér óstjórn og gjaldþrot. I löndum eins og Portúgal, Grikklandi, Chílí, Perú og mörgum öðrum ríkjum bæði í Evrópu og Ameríku, virðast þingflokkarnir ekki hafa neina aðra hugsjón en aö ná í peninga, þó altaf sé eðlilega barist undir þjóðræðis og þjóðfrelsismerkjum. Svipaðar eru ástæðurnar í mörg- um stóru löndunum líka, en þau þola svona lagað þingræði lengur, af því þau eru auðug og mannmörg; en einhverntíma kemur þeim það í koll. Ástandið á Frakklandi og í Rússlandi, sem þó í orði kveðnu hafa mjög ólíkt stjórnarfar, virðist nú orðið mjög svipað, að því er snertir siðgæði stjórnendanna, og hinar stórkostlegu mútugjafir til löggjafanna og bæjarstjórnanna í Bandaríkjunum eru alræmdar. Par sem svona stjórnarfyrirkomulag er, ræður alþýða í orði kveðnu stjórninni, en ráð hennar eru í höndum fárra manna, sem lofa miklu, yfirbjóða hver annan, æsa og smjaðra. Af þessu leiðir, að í mörgum löndum hefir allskonar trantaralýður og upp- skafningar náð völdum, sem eðlilega misbeita valdi sínu, þegar þeir hafa fengið það; glæpamenn hafa komist í ráðherrasess sum- staðar og margir hafa verið bornir ljótum sökum, þó þeir hafi getað smokkað sér út úr þeim. Af þingræðinu fylgja víða stöðug stjórnarskifti, sífeld kosningabarátta, æsingar og órói, sem kostar þjóðirnar stórfé, beinlínis og óbeinlínis. Pá er það ekki þýðingar- minst, að flokksforingjar, til þess að ná í kjósendur, verða sífelt að yfirbjóða hver annan; en við það vaxa útgjöld ríkisins gífurlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.