Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 54
210
gróðabrall. Petta er nú andlega fæðan, sem mikill hluti alþýðu
lifir á. Hinir lítilsigldari hlaupa eins og sauðir eftir því flokks-
blaði, sem þeir eru vanir að lesa, og dáleiðast smátt og smátt af
skoðunum þess, unz þeir ekki vilja heyra neitt annað. Sumir
standa uppi vankaðir og ráðalausir og vita ekki, hvert þeir eiga
að snúa sér. Enda útheimtir það ekki litla þekkingu og dómgreind,
að geta fundið, hvað rétt er innanum þann aragrúa af stað-
hæfingum, sem flokkarnir berja blákalt fram. Petta alt eru mikil
vonbrigði fyrir vini alþýðumentunarinnar; hvernig sem þeir vinna
og berjast, ónýtist árangurinn, því óvinurinn sáir jafnóðum illgresi
í akurinn.
Pað eru engin undur, þó sumir geggist nokkuð eins og nú
hagar til. Hinn hvíldarlausi gauragangur stórbæjanna, stöðug lífs-
hætta að komast yfir götur, hávaðinn og skarkalinn, hin samvizku-
litla samkepni, örðugleikar að ná í atvinnu, taumlausar og tælandi
skemtanir, skraut og munaður, hungur og örbirgð, sífeld verkföll,
æsingar, kosningabarátta o. m. fl., alt þetta stefnir að því, að
gera marga almúgamenn veiklaða eða hálfruglaða. Mikill hluti
hinnar mentuðu borgarastéttar lifir líka í sífeldri hringiðu, æsing-
um, áhyggjum og geðshræringum. Gróttukvörnin á að mala
gull, en malar vanalega að lokum ófrið og sundrungu. Hvergi er
hvíld að fá, skemtanirnar eru orðnar leiðinlegar, leikhúsin altaf
meira og meira að fyllast af skrípalátum fyrir skrílinn, búin að
missa sína fyrri þýðingu. Hvert á að flýja; lífsskoðunin er dimm
og drungaleg. Trúin farin og ekkert komið í staðinn nema böl-
sýni Schópenhauers, Búddatrú, andatrú eða orðagjálfur efnissinna.
Engin huggun að líta til himins, þar er enginn ástríkur faðir;
»guð er dauður«, segir Nietzsche. Stjörnurnar líða áfram tilgangs-
lausar og tilfinningarlausar, eins og hjólin í verksmiðjuvélunum.
Líf mannsins ekkert annað en sleikur dægurflugu yfir vötnum
eilífðarinnar«, eins og L. Búchner kemst að orði. Tómleikurl
lífslygil Persónurnar í leikritum Ibsens eru margar yfirkomnar af
timburmönnum þessarar lífsskoðunar.
í*að hefir hvað eftir annað sýnt sig í veraldarsögunni, að
miklum byltingum í lífi þjóðanna fylgir vanalega mikil veiklun á
taugakerfi einstaklinga, heilar og taugar ofreynast og fara úr lagi.
Taugaveiklun þessi kemur fram í mörgu formi og grípur stundum
eins og næmur sjúkdómur heilar þjóðir, án þess vart verði við
nokkra líkamlega sóttkveikju. Veiklað hugmyndalíf getur haldist