Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 55
211 um langan tíma og hefur oft áhrif á sögu og örlög þjóða. Pað þarf ekki annað en minna á hýðingahreyfingu miðaldanna (Flagel- lantar), barnakrossferbina, galdrasturlun 16. og 17. aldar o. m. fl. Pó menn á seinni tímum hafi eigi orðið varir við slíkar stórfengi- legar brjálunarsóttir, sem gert hafa heilar kynkvíslir ærðar og örvita, þá er það víst, að á seinasta fjórðungi 19. aldar hafa allar hinar margbreyttu verklegu og andlegu hreyfingar haft mjög veiklandi áhrif á taugakerfi margra. Tiltölulega hafa ekki mjög margir orðið stórbrjálaðir, en þó eru allar geðveikrastofnanir troð- fullar og altaf verið að byggja nýjar. Veiklunin lýsir sér mest í allskonar hugmyndarugli og vöntun á jafnvægi sálar, í allskonar fljótum skapbrigðum, hjartveiki, amasemi og ofmetnaðar-brjálun; þegar þessi veiklun er á háu stigi, er hún kölluð nevrasleni. Þeir menn, sem svo eru sjúkir, eru viðkvæmir og vanstiltir, aldrei í jafnvægi, taka sér alt nærri, finst allir vera sér vondir, og altaf séu þeir hafðir útundan, þrátt fyrir stórkostlega hæfileika, sem þeim finst þeir sjálfir vera gæddir; sumir eru siðferðisveiklaðir (moral insaniiy), geta og vilja ekki hafa nein bönd á fýsnum sínum o. s. frv. Slíkir menn eru oft þung byrði fyrir ættingja sína og náunga, þó þeir virðist alveg frískir í fljótu bragði. Slík veiklun á hærra og lægra stigi segja læknar, að hafi ákaflega aukist á seinni tímum, einkum hjá borgarastétt, embættismönnum og mentamönnum, og einnig hjá iðnaðar- og vinnustétt stórbæja; en sveitafólkið er nokkurnveginn laust við hana. Pessi veiklun á fólki gerir það meðal annars að verkum, að allskonar vitlausar hugmyndir fá fljóta og mikla útbreiðslu. Sjúkdómar ráðast jafnan þar á, sem garðurinn er lægstur, þar sem einhver veiklun er fyrir. Hjá skáldum og listamönnum er taugakerfið vanalega næmara en hjá öðrum mönnum, þeir eru oftast tilfinningamenn og skapbrigðamenn. Af þessu leiðir, að andleg veiklun grípur þessa menn fljótar en aðra. Á seinasta fjórðungi 19. aldar var auðséð stórkostleg afturför í listum og skáldskap, öll ókjör voru prentuð af ljóðum og sögum, og er þaö alt gleymt eftir fáein ár; bækur, sem fyrir 15—20 árum voru frægar um víða veröld, eru nú alveg úr sögunni; tízkan hefir stöðugt verið ab breytast, og það sem listfræðingar lofa á hvert reipi í ár, telja þeir argan leirburð á næsta ári. Stundum var skáldskapurinn svo myrkur, að enginn skildi og ekki skáldin sjálf, stundum ekkert nema sjúkdómslýsingar viðbjóðslegra hluta; skáld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.