Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 57

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 57
213 veiklun, geggjun og sturlun ýmsra manna, heldur en fylgi það, sem Friedrich Nietzsche (1844—1900) um lok 19. aldar fékk hjá mörgum mönnum á Pýzkalandi og Norðurlöndum,1) og viljum vér því lýsa honum nokkuð nánar. Peir sem með fullri alvöru hafa reynt að skilja Nietzsche, hafa átt erfitt með að finna þráð- inn í skoðunum hans og samræmi milli hinna einstöku staðhæfinga, og er það von; því þrátt fyrir gáfur og andríki, var maðurinn auðsjáanlega mestan hluta æfi sinnar stórgeggjaður. Geðveikis- læknar finna öll einkenni brjálunar í ritum hans, enda var hann alveg vitskertur ellefu seinustu árin, sem hann lifði. Aldrei hefir meiri öfgamaður ritað bækur. Tilfinningarnar skiftast stöðugt á og sveiflast í gagnstæðar áttir; hjá honum er eintómur útsynnings éljagangur með sólskinsupprofum á milli. Sjúkar hugmyndir, skældar og brenglaðar, innanum spakmæli og faguryrði, kekkjóttur bræðingur af sundurleitum hugsunum; alt sett fram með gengdar- lausum gorgeir og sjálfsáliti; en innanum og saman við eru gáfu- legar athugasemdir og andleg gullkorn. Nietzsche hafði svo sem enga hugmynd um náttúruvísindi og var enginn vísindamaður, en hann var að upplagi rithöfundur með afburðum og nokkurskonar hugsjónaskáld, þó hugsjónirnar gengu norður og niður. Eiginlega er Nietzsche heldur ekki heimspekingur, og hefur ekki skapað neina heimsskoðun. Rit hans eru samsafn af meira og minna ringluðum hugleiðingum um tilveruna, sem æpa hver á móti annarri. Fyrst framan af finnur Nietzsche fullnægju í listinni, og svo í heimspeki Schópenhauers, en hafnar þeim skoðunum síðar; hann fylgir skoðunum efnissinna, en talar þó háðulegum orðum um kenningar þeirra; hann telur hina sýnilegu veröld hinn eina heim, segir sál og anda ekki hafa neina tilveru og neitar annarstaðar, að efnið sé til. Nietzsche segist öfunda storm og hagl, því þau náttúruöfl séu fráls og vanti vit! Hann segist efast um, að sannleikurinn hafi nokkurt gildi eða þýbingu. Nietzsche er öðru veifinu Darwínstrúar með mesta ákafa, en um leið neitar hann, að til sé orsakalögmál o. s. frv. Með öðrum orðum: heim- speki Nietzsches er hreint bull og hégómi, sprottinn upp af sjúk- um heila. Nietzsche fyrirlítur alt nema sjálfan sig, hann fyrirlítur x) Um Fr. Nietzsche vil ég vísa mönnum til bókar Agústs Bjarnasonar 19. öldin, bls. 362—379; hér er ekki rúm til ýtarlegrar lýsingar á kenningum hans; þetta er að eins viðbætir við það, sem þar stendur.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.