Eimreiðin - 01.09.1910, Page 63
219
heimsins hérna megin, að þeir vilja sem mest einstaklingsfrelsi og
sjálfræði í öllum greinum. þeir eru andvígir öllum herbúnaði og
landvörnum og vilja leggja litla rækt við þjóðernishugmyndir, sem
þeir álíta úreltar. Öll þessi fyrgreindu atriði hafa haft áhrif á
hugmyndir »Evrópumanna« í Kaupmannahöfn og hafa daglega
verið prédikuð í blöðum þeirra, þó einstaklingarnir fæstir muni
hafa gert sér grein fyrir uppruna hugmynda þeirra, sem þeir að-
hyllast. í flokki þessum hafa, auk blaðamanna og rithöfunda, helzt
verið efnaðir borgarar í Kaupmannahöfn, sem hafa nóg að bíta og
brenna og vilja heita frjálslyndir; hjá alþýðu hafa kenningarnar
aldrei fest rætur. Stefna viðburðanna getur oft orðið skrítin og
hláieg; nú er þessi »radíkali« flokkur, svo eru »Evrópumenn« nú
alment kallaðir, í mörgum atriðum orðinn ættleiðingur »natión-
alliberala« flokksins, sem þeir áður skömmuðu og ofsóttu hlííðar-
laust, og til þess að ná völdum, hafa þeir orðið að ganga á mála
hjá jafnaðarmönnum (sósíalistum), sem í raun réttri eru hinir harð-
snúnustu mótstöðumenn aðalhugsjónanna um einstaklingsfrelsið;
en báðir flokkar sameinast í hatrinu gegn hervörnum og kristin-
dómi.
Af þeim kenningum, sem Brandessinnar mest hafa barist
fyrir, hafa hinar ýmsu sjálfræðiskenningar, undir frelsisflaggi, haft
mest áhrif á æskulýðinn. Grundvöllur alls þroska og framfara hjá
mannkyninu hefir frá alda öðli verið sjálfsagi, sjálfsstjórn og sjálfs-
afneitun. Dýrið fer eingöngu eftir fýsnum sínum og tilhneigingum;
maðurinn hefur sig yfir dýrið með því að halda fýsnum sínum í
skeíjum til gagns fyrir sjálfan sig í framtíðinni og til gagns fyrir
mannfélagið. Sjálfsagi hefir jafnan þótt örðug list, einkum í æsku,
þegar tilhneigingarnar eru ákafastar. Á sumum tímabilum kemur
það fyrir, að dýrseðlið verður yfirsterkara, menn sleppa sér og
fegra um leið framkomu sína með því, að telja sjálfum sér og
Öðrum trú um, að það sé engin skylda að berjast gegn tilhneig-
ingum sínum, það sé óþolandi ófrelsi, að leyfa ekki æskulýðnum
að njóta lífsins í fullum mæli. Slíkt tímabil rann upp yfir Kaup-
mannahöfn á árunum 1880—90 og áttu prédikanir Brandesar og
lærisveina hans eigi lítinn þátt í að veikja ábyrgðartilfinninguna og
koma losi á ráð ungra manna. Eðlilega er æskulýðurinn í stór-
bæjunum, og hefir altaf verið, gjálífur og slarkfenginn; en flestir
höfðu þó áður milli túranna meðvitund um, að þeir væru á röng-
um vegi; en það var ekki undarlegt, þó léttúðin ykist, þegar