Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 64
220 frelsib og listin voru búin að gylla afglöpin, svo svallið og svakkið varð liður í listmæti og skáldafagnaði (et Liv i Skönhed). Foringj- arnir hafa sennilega haft nokkuð annan skilning á lífsnautninni en almenningur; þeir hafa auk hins líkamlega fagnaðar hugsað sér andlegar nautnir í listum og skáldskap. En hjá fjöldanum verður nautnin önnur í framkvæmdinni, meginþættirnir í dýrseðlinu: að eta, drekka og eðla sig, verða vanalega yfirsterkastir, enda liggja þeir næst og hægast er að fullnægja þeim. Georg Brandes hafði afarmikil áhrif á fagrar bókmentir Norð- urlanda, uppörfandi og hvetjandi, svo nýtt líf færðist í marga unga rithöfunda; en áhrif þessi urðu víðast endaslepp, og eldmóð- urinn fyrsti rann fljótt af. Brandes útrýmdi að ætlun manna hin- um litlu leifum hinnar rómantisku stefnu og innleiddi »realismus« í Danmörku; svo var bókmentastefnan kölluð þá; nú þekkist það orð varla lengur og ekki hugtakið sjálft heldur, enda var það frá byrjun mjög óljóst; rómantíkin lifir enn í mesta blóma, þó hún sé í öðru formi og oft í faðmlögum við realismus. Ymsir gáfaðir rithöfundar söfnuðust í fyrstu um Brandes, en helztu skáldin, eins og t. d. Holger Drachmann, K. Gjellerup, Jóhannes Jörgensen o. fl., gátu eigi komið sér saman við hann og fór hver sína leið. Listkenningar Brandessinna voru að mörgu leyti andstæðar almenn- um skoöunum. þeir skoða listina og hið fagra form aðalverðmæti tilverunnar, án þess þó að geta sldlmerkilega gert grein fyrir, hvað list og fegurð er. Af þessu leiðir, að þeir hafa hóflaust álit á þýðingu skáldskapar, sem átti að vera merkasta grein menning- arinnar. Aðrir brosa að slíkum öfgum. Skáldskapurinn átti að rökræða vafaspursmál mannlífsins, en allir, sem eitthvað þekkja til slíkra hluta, vita að skáldin mjög sjaldan eru til þess fær, vantar vanalega bæði þekkingu, staðfestu og stillingu til þess, þó úndantekningar séu til; margar skáldsögur, sem ritaðar voru í þeim tilgangi, oft af unglingum, sem ekkert höfðu til að bera nema gorgeirinn, hafa orðið hrein afskræmi. þá skoðuðu Brandessinnar formið sem eitt hið þýðingarmesta í ritsmíðum og kvæðum, gleymandi því, að formið er ekki nema yfirborðið, þýðingarlaust, þegar efnið er ómerkilegt. Af oftrú á forminu skapast hjá mörgum þekkingarsnauðum rithöfundum enda- laus vaðall, efnislaus mærð og malandi, sem mjög hefir borið á hjá hinum lakari rithöfundum Dana og íslendinga í seinni tíð, og einnig hjá blaðamönnum. Af oftrú á þýöingu hins formlega í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.