Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 66

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 66
222 um hefir verið þýddur og fengið mikla útbreiðslu meðal unglinga. tJessir hluti bókmentanna hefur að skoðun allra skynsamra manna gjört afarmikið tjón og valdið mikilli siðspillingu, svo tala glæpa- manna á ungum aldri vex á ári hverju. Fagrar bókmentir Dana þykja nú hin seinustu 20 ár yfirleitt hafa verið í afturför. Pess má geta um leið, að vísindalegar bókmentir Dana standa nú með miklum blóma, en þetta eru nú tvær veraldir bókmentanna, sem eru gagnólíkar og sjaldan hafa nokkuð verulegt saman að sælda. Pað var ekki undarlegt, þó þessar andlegu hreyfingar hefðu mikil áhrif á íslenzka stúdenta, sem dvöldu við háskólann í Kaup- mannahöfn á árunum 1880—90 og síöar. Mörgum mun sérstak- lega hafa fundist hinar nýju frelsis eða sjálfræðis kenningar mikil fagnaðartíðindi. Pví sjálfræði og agaleysi hafa frá alda öðli verið aðalbrestir og aðalhugsjónir íslendinga, eins og sagan sýnir. Ólafur Davíðsson lýsir því vel í Sunnanfara (III, bls. 28), hvernig ís- lenzkir nemendur þá hugsuðu sér frelsið: »Pað var ekki þetta gamla, lögbundna frelsi, sem hvorki er heilt eða hálft, heldur frelsið sjálft í heilu lagi, ef svo mætti segja, óbundið, takmarka- laust frelsi, sem hvorki nokkur trú, né nokkrar aðrar kreddur marka bás. Petta er fögur hugsjón, en mun eiga nokkuð langt í land og sú »háttvirta heimska«, drotningin, sem öllu vill ráða, og flestu ræður, mun hafa unnið mörg afreksverk, áður en heimsins sanna menning ryður sér til rúms; en »kirkjan, kirkjan hún brenn- ur« með tímanum, og þá er rutt úr veginum aðalmótspyrnunni móti því, að öll skepnan geti orðið frjáls og verði frjáls.« Á þeim árum færðist óvanalega mikið fjör yfir íslenzka stú- denta í Kaupmannahöfn, sem lýsti sér, eins og allajafnan hjá Is- lendingum, bezt í kveðskap, sundurlyndi, deilum og stælum; og þó var ekki barist um neinar hugsjónir, allir voru í rauninni á sama máli, en skiftust samt í tvo mjög andstæða óvildarflokka og voru skáldin í öðrum. Um þann flokk segir Ólafur Davíðs- son, sem sjálfur var í flokknum. »Fjörið keyrði alveg fram úr hófi meðal þessara ungu, efnilegu manna. Peir hafa ef til vill lesið minna en skyldi, og drukkið heldur mikið, en þeir skemtu sér vel, betur heldur en Islendingar eru vanir að geta skemt sér, og þó, eða ef til vill öllu fremur þess vegna, lítur svo út, sem þessi flokkur ætli að hafa miklu meiri áhrif á íslenzkar bókmentir en dygðamunstrin úr hinum flokknum.« Pessir efnilegu ungu menn eru nú flestir fyrir löngu orðnir

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.