Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 67

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 67
223 valdhafar, embættismenn, þiogmenn og blaðamenn, leiðtogar og kennarar þjóðarinnar, sumir orðnir gráhærðir, skiftast nú á ýmsan hátt öðruvísi í flokka og hafa á margan veg breytt skoðunum, eins og gerist. Kenningar þær, sem margir þeirra drukku í sig í stórum teigum í æsku, hlutu að fá mikla útbreiðslu á Islandi og áhrif á pólitík, bókmentir og almennan hugsunarhátt. Smekkurinn sá, sem kemst í kér, keiminn lengi á eftir ber. Pó þeir sumir hverjir hafi ekki veitt hinum hreinustu lindum menningarinnar inn í landið, þá má ekki fremur saka þá um það en aðra, sem flytja með sér næma sjúkdóma; og sóttvarnir gegn andlegum sjúkdóm- um er enn ekki búið að finna. Hvort þær lindir, sem spruttu undan tungurótum þeirra Brandesar og Hörups hafa verið hollar til þjóðþrifa, eða til ham- ingju fyrir einstaklingana, verður tíminn að sýna; en varla er það líklegt, að þær kenningar, sem Danir telja sér hafa staðið mesta óhollustu af, verði oss til blessunar; hið pólitiska og andlega ástand á Islandi hin seinni ár, með öllum öfgunum og draumór- unum, gefur heldur ekki miklar vonir í þá átt. Eftir að íslend- ingar fóru að eiga með sig sjálfir, reið mikið á, að hollir menn- ingarstraumar flyttust inn í landið, og hefði verið æskilegt, að Is- lendingar þá hefðu t. d. orðiö fyrir miklum áhrifum af enskri menn- ingu, jafnhliða því bezta, sem hægt var að fá í Danmörku; en þess var því miður enginn kostur. Pað var mikil óhepni fyrir ís- lendinga, að einmitt þá skyldi standa svona á í mentarbúrinu í Kaupmannahöfn, að öfgastefnurnar voru ofan á. I Ameríku mætti ætla, að íslendingar nú um langan aldur hefðu orðið fyrir áhrif- um engilsaxneskrar menningar, sem er þar á háu stigi hjá hinutn æðri stéttum; en það lítur ekki út fyrir, að þeir hafi verið megn- ugir þess, að komast í náið samband við hinar mentuðu stéttir, því fáar andlegar hreyfingar hafa borist til íslands vestan um haf, aðrar en eldhúsrómanar og andatrú. Petta er reyndar eðli- iegt, og hefir sýnt sig hjá flestum öðrum þjóðflokkum innflytjenda, að þeir komast ekki í samband við kjarna menningarinnar fyr en eftir tvo eða þrjá ættliði; fyrstu kynkvíslirnar eiga svo örðuga lífsbaráttu og slíta sér upp á líkamlegri vinnu, svo sjaldan er fé né tími til æðri menningar, og þeir, sem verulega mentun fá, hverfa inn í enska heiminn. Skuggarnir grúfa á seinni árum auðsjáanlega altof mikið 5;

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.