Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 68

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 68
224 yfir íslandi, en sólskinsblettirnir eru of smáir; vonandi stækka |)eir þó með tímanum, þegar þjóðin fer að átta sig á um- heiminum. Fimm kvæði. Eftir GUNNAR GUNNARSSON. GRÖF. Á blómgarðinn kvöldstjarnan blikandi skín og blærinn í trjágreinum þýtur og hvín og haustkvöldsins húmelfur streyma. Stjarna mín, brostu, og blær, farðu hægt, og blaðgreinar, raulið þið hugljúft og vægt, því líksöng skal lag ykkar geyma. Því hér hvílir rós, sem ég eitt sinn hef átt og unnað, en hauststormar feldu brátt — signaður svefnsins er drómi! Peim, sem gaf ilm sinn og lit sinn og ljós, er ljúft að hvíla, sem þessari rós. — Friður með fölnuðu blómi! 18. MAÍ 1909. Svo hef í dag ég tvisvar tíu ár traðkað mold á leiðum feðra minna; leikið stundum, líka hlotið sár, og lært, að markið hér er: þarft að vinna. — En nornir lífs míns þráðinn þrinna og tvinna, og þoku hylja óskir, vonir, spár. Eg stari oft í anda fram á veginn, en ekki þekki landið hinumegin. Eg áfram held — og alt er kyrt og hljótt, svo undurljúft sem fremst er hægt að kjósa; ég fylgi ilmi bljúgra, bjartra rósa, — á birkigreinum sofa fuglar rótt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.