Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 71
227
um stráð liprum þýðingum af kvæðum útlendra góðskálda. Yerulega
gölluð kvæði eru þar ekki eða alónýtt rusl, en óverðskuldaðar hnútur
stundum. Þannig minnist höf. aldrei á prest án þess. að kalla hann
»poka« eða »einsýnan poka«, og situr slíkt ekki vel á íslendingi, þar
sem það einmitt eru prestarnir, sem verið hafa helztu og beztu stoðir
menningar vorrar og bókmenta um margar aldir. Þessu getur enginn
neitað, sem ekki hefir ósanngirnisvagl á augum, og er rétt að láta
þess getið, þegar i þá er hnýtt. Auðvitað hafa þeir haft sína bresti
og margir verið »pokaprestar«, en þeir hafa líka margir verið sönn
prýði þjóðfélags vors og menningarfrömuðir. V. G.
STEPHAN G. STEPHANSSON: ANDVÖKUR I—II. Rvík I9o9.
»Ein af átján« verður manni að hugsa, er menn sjá enn nýja ís-
lenzka kvæðabók. Því þeim skýtur nú upp eins og gorkúlum um þessar
mundir. En hún er einmitt ekki »ein af átján« þessi bók; hún er al-
veg einstök í sinni röð og ólík öllum öðrum. Hún gnæfir eins og
hávaxinn »aldinþungur hlynur« upp úr kjarrviðinu og lággróðrinum í
skáldaskóginum, sem að vísu getur oft verið dágott augnagaman, en
verður svo ofur-smávaxið í samanburði við hina tilkomumiklu laufkrónu.
Kvæði St. G. St. eru sjaldnast augnagaman eða sérlega munntöm, þó
sum þeirra geti verið það. En þau eru kröftug kjarnfæða, sem reynd-
ar er óvíst að allir geti melt. En þeir sem það geta, munu játa, að
þar sé ekkert hismi á borð borið. Og þegar menn eru komnir upp á
bragðið, þá mun mönnum líka finnast þau hreinasta sælgæti. En »þjóð-
skáld« verður hann þó líklega aldrei í þeirn skilningi, að kvæði hans
verði á hvers manns vör meðal alþýðunnar. Til þess eru kvæði hans
oft og tíðum alt of þunglamaleg og torskilin, og því ekki líkleg til að
ná verulegum tökum á fjöldanum, sem ekki vill hafa fyrir að hugsa,
og hefir heldur ekki ætíð mikinn tíma til þess. Þau tala líka miklu
fremur til heilans en hjartans og eru yfirleitt ekki nógu lipur og leik-
andi, til þess að geta hrifið þorra manna með hreimi sínum og hljóm-
fegurð, sem hjá mörgurn vegur jafnvel meira en sjálft efnið. Þetta er
skáldinu líka sjálfu ljóst, sem sjá má af þessum línum (I, 212):
Léðar eru mér
til Ijóða-smíða
valtar og stopular stundir.
Rykfallin harpa,
ryðgaðir strengir
nú verða leiknir lítt.
Undrastu ekki,
að mér verða
stuttorð ljóð og stirfin.
Hljóma þó inst
í hugar-djúpi
fegri lög og lengri.
Á öðrum stað (I, 228) kemst hann svo að orði:
En lífsönnin dottandi í dyrnar er sezt,
sem daglengis vörður minn er,
sem stygði upp léttfleygu ljóðin mín öll,
svo liðu þau sönglaust frá mér,
sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft
og himininn ætlaði sér.