Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 10
BÓKASAFNIÐ 10 Um þessar mundir var sett á laggimar nefnd sem átti að gera áætlun um framtíð greinarinnar og fengnir tveir ráðgjafar erlendis frá. Þeir lögðu eðlilega aðaláherslu á að koma á fastri stöðu við greinina þar sem augljóst var að ekki þýddi mikið að koma með tillögur um hinar og þessar úrbætur ef enginn væri til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Það var svo 1975 sem auglýst var fyrsta lektors- staðan og sóttum við þrjú um stöðuna. Við vorum öll dæmd óhæf á deildarfundi, höfðum ekkert okkar nægi- legan árafjölda í námi á bak við okkur. Kom mér þama í koll hið stutta mastersnám mitt þar sem ekki var miðað við próf heldur tíma í námi. Deildarforseti bað mig samt að taka að mér stöðuna til eins árs þar sem von var á Fulbrightprófessor og einhver fastur starfsmaður varð að vera til staðar við komu hans. Árið 1976 tók svo Félagsvísindadeild til starfa og voru það einróma tillögur allra sem um málið höfðu fjallað að flytja bókasafnsfræðina þangað. Jafnframt vom teknar ákvarðanir um sameiginleg námskeið fyrir deildina, íslenska þjóðfélagið, sálarfræði, tölfræði og heimspekileg forspjallsvísindi. Þessi sameiginlegu námskeið tel ég að hafi verið mjög jákvæð, þau tengdu saman stúdenta sem annars vom í ólíkum fögum. Breyt- ingar hafa síðar orðið á samfara kröfum nemenda, t.d. eru nemar ekki lengur skyldugir að taka öll þessi nám- skeið. Ég tel það hafa verið ómetanlegt gagn fyrir greinina að flytjast í nýja deild sem þurfti að sanna sig innan Háskólans. Allir lögðust á eitt við að vinna að uppgangi deildarinnar. Ég lagði mig alla fram um að gera námið heilsteypt sem var gríðarlega erfitt með alla þessa laus- ráðnu kennara sem vom auðvitað í öðmm störfum og gátu forfallast með litlum eða engum fyrirvara. Ég hef því þurft að kenna næstum öll fög og komið hefur fyrir að ég hef vart verið nema skreflengd á undan nemendun- um í viðkomandi námskeiði. Önnur fasta staðan við bókasafnsfræðina var svo auglýst haustið 1977. Vandamál okkar var það helst að ekki var til nógu margt menntað fólk. Þeir sem luku framhaldsnámi erlendis voru sumir ekki með nógu mik- inn árafjölda í námi eða höfðu ekki áhuga á kennslu. Ég var því eini fasti kennarinn þar til í janúar 1979 er Daníel Benediktsson (Andras Jablonkay - áður en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt) kom hingað sem gistilektor. Hann var svo ráðinn 1980. Haustið 1985 fékk ég dós- entsstöðu en um hana er hægt að sækja eftir 5 ára lektors- starf. SíðasUiðið haust fengum við þriðja fasta kennarann og eigum auk þess von á gistiprófessor frá Bandaríkj- unum í janúar 1988 svo að hjá okkur er engin stöðnun! Fræðigreinin hefur tekið miklum breytingum þessi 16 ár sem ég hef kennt við Háskólann. Nú er hægt að taka greinina, sem heitir nú bókasafns- og upplýsingaffæði, til 90,60 eða 30 eininga auk þess sem skólasafnvörðum er boðið upp á eins árs nám. 60 einingum í bókasafns- fræði verða þeir að skila sem öðlast vilja starfsréttindi í greininni. Námskeiðafjöldinn sem boðið er upp á er í kringum 30. Fljótlega eftir að bú ert ráðin að Háskólanum ferðu að hyggja á frekara nám. Já, eins og áður sagði lögðust allir á eitt innan Félagsvísindadeildar að vinna sem mest að uppgangi hennar. Það voru því gerðar miklar kröfur til menntunar kennara og ég hafði alltaf óhæfnisdóminn á bakinu. Haustið 1976 fengust styrkir frá Unesco og ári síðar, haustið 1977, lagði ég enn land undir fót og stefndi nú til Chicago þar sem ég hugðist ljúka undirbúningsprófi fyrir doktorsnám (Certificate of Advanced Study). Mín- um högum var þá á þann veg háttað að ég var gift Indriða Hallgrímssyni og áttum við saman einn son, Hallgrím, sem er fæddur 1974. Indriði starfaði við Háskólabóka- safn en fékk sig lausan þaðan. Við vorum úti í eitt ár og heim komin töldum við högum okkar vel komið. Sú var ekki raunin. í nóvember 1978 tjáðu læknar okkur að Indriði væri með ólæknandi krabbamein og tíminn sem hann ætti eftir væri naumur. Hann lést í janúar 1979 aðeins 34 ára gamall. Eftir þetta áfall var ég ekki tilbúin til að hugsa um áframhaldandi nám en vildi þó ekki leggja það alveg á hilluna, til þess er ég of þrjósk. Ég fékk að kenna tvöfalda kennslu eitt misseri og fá frí það næsta. Rannsóknarleyfi er svo gefið á þriggja ára fresti. Bókasafnsfræðin var og eina aðalgreinin í Félags- vísindadeild sem ekki hafði doktor og ég var mér vel meðvituð um það. Fyrsta skrefið aftur til meira náms var 3 mánaða dvöl í Chicago vorið 1981 en þar hafði ég ákveðið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.