Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 37
BÓKASAFNIÐ Háskólabókasafn Lundar, aöalsafnió UB 1. Háskólabókasafn Lundar Steingrímur Jónsson Frá því á miðju árinu 1986 hef ég unnið í hlutastarfi á Háskólabókasafni Lundar og hefur það verið ævintýri líkast að kynnast safninu innanfrá. Starfslið bókasafnsins er nærri 200 manns og um starfsemi safnsins er margt hægt að segja og yrði langt mál ef gera ætti því einhver almennileg skil. Það er því ekki annað fært en að stikla á stóru í svona skrifi. Samt ætti að gefa einhveija hugmynd um safnið að nefna að í því eru um 3 milljónir binda og er það orðið stærsta bókasafn á Norðurlöndum. Upphaf Lundarháskóli (Lunds Universitet) var stofnaður árið 1666, þegar Svíar höfðu unnið syðstu héruð Svíþjóðar, Skán, Halland og Blekinge, af Dönum. Um nær 200 ára skeið höfðu menn í Suður-Svíþjóð sótt æðri menntun sína til Kaupmannahafnarháskóla, en hinum nýja há- skóla var ætlað að rjúfa þessa hefð. Háskólabókasafnið, sem stofnað var samu'mis há- skólanum, var reyndar bæði húsnæðis- og bókalaust fyrstu fimm árin, þar til það fékk umráð yfir bókasafni dómkirkj unnar í Lundi árið 1671. Dómkirkj ubókasafnið á rætur að rekja til upphafs 12. aldar og hefur að geyma ýmis merkileg handritfráfyrri öldum. Mörg handrit voru þó tekin og þeim komið fyrir í dönskum söfnum í Kaup- mannahöfn í kjölfar siðbótarinnar og þar eyðilagðist fjöldi þeiira í brunanum mikla 1728. Meðal þess sem ekki var tekið og enn er í Lundi er handrit frá 1120, Necrologium Lundense, sem hefur m.a. að geyma elstu bókasafnsreglugerð sem til er á Norðurlöndum. í henni er kveðið á um að kantor dómkirkjunnar varðveiti bóka- safnið, hann skuli kunna skil á bókatitlunum og skrá þær bækur er lánaðar væru út því engin þeirra megi glatast vegna slóðaháttar. Skipulag Háskólabókasafnið er til húsa á fjórum stöðum í bænum. Aðalsafnið hefur að geyma alla efnisflokka að frátöldum raungreinum og læknisfræði, sem er sérstakt safn, um 10 ára gamalt. Sérsafn er fyrir námsbækur og er það geysi- mikið notað. Má það vera til marks að í desember 1986 voru safngestir námsbókasafnsins rúmlega 21.000 tals- ins. Loks er svo sérstakt safn fyrir dagblöðin. Með árunum þróaðist innra skipulag safnsins með þeim hætti að til varð sérstök aðfangadeild, tímaritahald, flokkunar- og skráningardeild, þjónustudeild fyrir bóka- söfn háskólastofnana o.s.frv. Fyrir nokkrum árum var hins vegar hafíst handa um að gerbrey ta skipulaginu með því að skipta safninu upp í fjögur sérstök svið, sem hvert 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.