Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 27

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 27
BOKASAFNIÐ tilfinningalega afstöðu til þcirra fremur cn að læra þá utanbókar undir próf. Jafnframt reyni ég að kenna að til séu álitamál, að svör séu ekki alltaf einhlít og að höfundar sögu- bókanna viti ekki allt. Ég legg þó ekki áherslu á heimildarýni, þar sem börnin verða að hafa fastan punkt að miða við og þá eru fræðilegir fyrir- varar hæltulegir. Bömin vcrða að geta notið sögunnar. í Landnámi Islands, sem er kennt í fjórða bckk, er líka lagl töluvert upp úr hinu fræðilega og því óþarfi að fara í það strax aftur. I þcirri bók cr ætlaður mikill tími í þau atriði sem tekin eru fyrir og megináherslan lögð á efni sem hægt er að vinna mcð. Annað dæmi um slíktkennsluefni er Móðu- harðindin, kennt í sjöunda bckk. Ef hins vegar öll íslandssagan væri skrifuð með þcim hætti yrði efnið allt of viðamikið. Það má segja að ég þræði milli- veginn m i 11 i Landnáms íslands m eð sína ítarlegu umfjöllun og eldri kennslubóka í Islandssögu þar sem áhersla er lögð á að koma sem fiest- um staðreyndum til nemcnda í sem stystu máli. Miðað við íslandssögu- bækurnareflirÞórleif Bjarnason eru færri efnisalriði í Sjálfstæði íslend- inga en meiri texti, færri biskupar og höfðingjar eru nefndir til sögunnar en meira ritað um hvern þcirra sem koma við sögu. Miðað vi QLandnám Islands er sagan í Sjálfstæði íslend- inga samfelldari þjóðarsaga og áherslan lögð á samtcngt yfirlit yfir íslandssöguna.” Langfiestirgrunnskólar nota nú kennslubækur Gunnars við íslandssögukennslu í 5. og 6. bekk. Menn munu almennt sammála um að bækumar séu skemmtilcgar og aðgengilegar afiestrar en margir munu hafa farið út í það að semja sjálfir “staðreynda”spurningar vegna þess að þeim þykja verkefnin of þung eða óaðgengileg og jafn- framt hafa verið uppi raddir um að í bókina vanti efni. Hverju svarar Gunnar þeirri gagnrýni? - “Eins og ég sagði áður er ég með verkefnunum að reyna að fá nemendur til að hugsa um söguna og taka afstöðu til að auðvelda þcim að muna. Staðreyndaverkcfni höfða ekki til tilfinninga og raunar ekki til vitsmuna heldur. Ég geri meiri vits- munalegar kröfur til nemenda sé miðað við gömlu íslandssögubæk- urnar. Verkefnin hcf ég af ásettu ráði mörg til þess að kcnnarar geti valið og hafnað. Erfiðari verkefnin lokaði ég af sem viðbótarverkefni og hugsa þau þá annaðhvort sem umræðu- grundvöll eða fyrir duglega nem- endur sem vantar verkefni. Gætu þau þá komið í stað sérkcnnara sem fyrir nokkru var töluvert rætt um að þyrftu að vera í skólum til að liðsinna afburðancmcndum. Af ásettu ráði legg ég það á kennarana að beita efninu skynsamlega í sam- vinnu við nemendur. Ég er sagn- fræðingur en ekki barnakennari og ætlast til að kennaramir velji og hafni. Þessarbækur eru nú notaðar við Kcnnaraháskóla íslands og ken- naraefnin kynnast þessari ákveðnu aðfcrð við að kenna sögu. Geri ég mér vonir um að smátt og smátt muni verða til leikni og þjálfun í að kenna þetta efni. Ég vonast til að þær aðferðir sem nothæfar reynast lifi áfram, það er miklu mikilvægara en að bækurnar verði langlífar. Varðandi seinna atriðið, að það vanti í söguna, þá eru vissulega til kennarar sem sakna Jóns Ögmunds- sonar Hólabiskups og annarra höfð- ingja, en ég hef minna orðið var við gagnrýni en ég bjóst við vegna vönt- unar atriða sem kennarar voru vanir. Mér fannst óhjákvæmilegt að sleppa atriðum scm eru í eldri bókum því að annars hefði verið of lítið rúm fyrir lýsingar og það hefði komið niður á textanum. Ég hef eitthvað frá hverri öld sem nem-endur geta svo tengt síðari tíma vitneskju við. Þannig eiga þeir smám saman að geta byggt upp þekkingu sína og skilning á íslandssögunni.” Gunnar taldi jafnframt að bölið í Islandssögunni væri of miklar kröfur til þekkingar nemenda cn of litlar til hugsunar og vitnaði í orð Sigurðar Nordal: “íslcndingar vita of mikið um sögu sína í hlulfalli við það, sem þeir skilja. Meiri menntun er í því fólgin að kunna fá atriði með yfirsýn um samhengi þeirra en vera uppþembdur af ómeltum fróðleik.” (Sigurður Nordal: Islenzk menning. Reykjavík, Mál og menning, 1942, bls. 35.) í þessum sama kafia í íslenzkri menningu er að finna skemmtilega og skorinorða lýsingu á misbeitingu fróðleiks gagnvart nemendum auk annars kjammetis. Ennfremur er rétt að benda mönnum á tvo athyglisverða rit- dóma um Sjálfstœði íslendinga, 1. hefti eftir kennara sem báðir höfðu kennt bókina: Guðríður Þórhallsdóttir og ncmendur 5.A í Mclaskóla: Kennslubók Gunnars Karlssonar Sjálfstæði íslcndinga I. Saga og skóli: tímarit Samtaka kennara og annars áhugafólks um sögukennslu, 3(l):júlí 1986, s. 28-32. Áslaug Brynjólfsdóttir: Sjálf- stæði íslendinga: Höfundur: Gunn- ar Karlsson, Námsgagnastofnun 1985. Ný mennlamál, 3(4): 1985, s. 52-3. Bæði þessi tímarit eru m.a. til á stærri almenningsbókasöfnum og á bókasafni Kcnnaraháskólans. Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu Bókasafnsins: Menningarsjóður Skálholtsstíg 7 - Sími: 62 18 22 Sögufélagið Garðastræti 13b - Sími 1 46 20 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.