Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 40
BÓKASAFNIÐ 40 rich’s Directory” í tölvutæku formi á geisladiskum. Háskólabókasafn er í símasambandi við upplýsinga- miðstöðvar erlendis og býður upp á leit í fjölmörgum gagnagrunnum. Hægt er að gerast áskrifandi að til- vísunum í tímaritsgreinar sem fjalla um efni á ýmsum sérsviðum (SDI). (ÞP) Iöntæknistofnnn * bókasafn Bókasafn ITÍ - tæknibókasafn - hef- ur verið starfrækt í rúm 30 ár og hef- ur bókasafnsfræðingur verið á safn- inufrá 1978. Safniðeropiðöllumen megináhersla er lögð á að veita starfsmönnum ITÍ og viðskiptaaðil- um stofnunarinnar aðstoð við öflun upplýsinga á ýmsum sviðum. Upp- lýsingaleitir í tölvu hafa verið gerð- ar á safninu frá 1985, aðallega í Dia- log og STN, sem er kerfi starfrækt í Þýskalandi. í ársbyrjun 1987 hófst tölvuvæðing safnkosts með tölvu- skráningu á tímaritum og skýrslum og er nú hafin skráning á bókum. Skráð er í gagnagrunnsforritinu dBase III+. Bækur og tímarit í safninu eru á sviði raunvísinda og tækni og er safnkostur byggður upp með tilliti til þeirra verkefna sem stofnunin fæst við hverju sinni og megin- áhersla lögð á nýja tækni, þ.e. upp- lýsingatækni, líftækni og efnis- tækni. Einnig er uppbygging á safn- kosti varðandi matvælatækni, stjómun og markaðsmál og málm- tækni. Safnið er flokkað eftir UDC kerfinu. (EA) Landsvirkjun * bóka- og skjalasafh Bóka- og skjalasafn Landsvirkjunar varopnað 13. nóvember 1987. Þar starfa bókasafnsfræðingur og skjalavörður. Gert er ráð fyrir að byggja upp ritakost sem að gagni má koma við starfsemi Landsvirkjunar. Má þá nefna efni um virkjanir á íslandi, vatnaffæði og náttúrufræði og rit um hagfræði- og viðskiptafræðilegt efni. Allt efni er skráð í töl vu. Forrit- ið Skrástoð er notað og í því hafa verið settir upp tveir gagnagrunnar. Annar er skrá yfir bækur, flokkaðar eftir Dewey kerfinu, en hinn er yfir skýrslur. Á safninu er ein IBM-PC tölva með 10 megabæta minni. Hún er notuð til framangreindrar skráning- ar, ritvinnslu og til þess að fram- kvæma heimildaleitir í erlendum gagnagrunnum. Einnig er á safninu útstöð við VAX tölvu Landsvirkj- unar og er hún meðal annars notuð við skráningu á skjölum í geymslu. (KG) Póst- og símamálastofnunln * bókasafh Bókasafnið var opnað síðari hluta árs 1984. Efnissvið þess eraðallega póst- og símamál, fjarskipti, raf- eindatækni og stjómun. Notendahópur bókasafns Pósts og síma er aðallega starfsmenn stofnunarinnar. Einn bókasafns- fræðingur starfar á safninu. Bækur eru flokkaðar eftir Dewey flokkunarkerfinu. Tölvu- va^ing er á tilraunastigi en safnið notar einkatölvu af gerðinni LOKI og er byrjað að gera tilraunir með aðfangaskrá og tímaritaskrá í for- ritinu dBase III+. (AF) Rafmagnsveitur ríkisins * bókasafn Rafmagnsveitur ríkisins er rúmlega 40 ára gömul stofnun. í lok ársins 1985 réðst bókasafnsfræðingur þar til starfa og er nú í hálfu starfi. Starfsmenn stofnunarinnar eru svo til einu notendur safnsins. Efnissvið er aðallega raforku- og rafmagns- mál, byggingatækni, stjómun og rekstur. Fyrir rúmu ári var byijað að tölvuvæða safnið og er tölvan af gerðinni VAX. Skráningin sjálf fer fram í ritþór en við efnisleitir er not- að leitarforritið Spjald (LOOK) sem er frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. (RS) Rannsóknastofnun byggingarlðnaðarlns * bókasafn Starfsemi bókasafns Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins á Keldnaholti átti sér nokkuð langan aðdraganda áður en það fékk hús- næði árið 1975 og að því réðst bóka- safnsfræðingur í fullt starf. Efnissvið safnsins er hagnýt jarðfræði, steinsteypa - efni og gerð, húsbyggingatækni, vegagerð og jarðtækni, kostnaðar- og vinnumál og skipulags- og húsnæðismál. Sumt af þessu efni er óskráð en mestallt efni frá árinu 1981 og síðar er skráð. Safnkostur er enn ekki tölvuskráður. Notendahópur er starfsmenn stofnunarinnar, um 40 talsins, og aðrir er til þess leita, en safnið er opið til útlána. Hafa útlán aukist með áranum. (SB) Tækniskóli íslands * bókasafn Bókasafn skólans var opnað árið 1978. Efnissvið safnsins er mjög vítt þar sem í skólanum fer fram kennsla, bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Skólinn starfar nú í 7 deildum: frumgreinadeild, bygg- ingardeild, rafmagnsdeild, véla- deild, rekstrardeild, meinatækna- deild og röntgentæknadeild. Flokk- unarkerfi er Dewey. Tölvuvæðing safnsins er enn ekki hafin þar sem rétt þykir að bíöa eftir könnun tölvu- nefndar á hentugu tölvukerfi fyrir bókasöfn. (ÞS) Vegagerð ríklslns * bókasafn Bókasafnsfiræðingur var ráðinn til safnsins í ársbyrjun 1980. Safnkost- urinn er aðallega á sviði vega- og brúargerðar og er flokkað eftir UDC kerfinu. í upphafi var safnkosturinn skráður á spjöld en árið 1986 var því hætt. Eftir það hefur verið skráð í VAX tölvu Vegagerðarinnar. Við leit er notað fyrirspumarkerfið Datatrieve. Safniðbýrnú við þröng- an kost en stækkun húsnæðis er fyrirsjáanleg á næsta ári. (GG) Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen * bókasafn Bókasafnsfræðingur hefur starfað á bókasafni VST síðan árið 1975. Safnefnið er aðallega á sviði bygg- ingar-, véla-, og rafmagnsverk- fræði. Bækur era flokkaðar eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.