Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 38

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 38
BÓKASAFNIÐ Raungreina- og læknisfræðisafnið UB 2. um sig skyldi verða sjálfstæð eining, og síðla árs 1986 voru stigin fyrstu skrefin á þessari braut. Tekur eitt sviðið yfir húmanískar greinar og guðfræði, annað samfélags- greinar og lögfræði, hið þriðja læknisfræði og tannlækn- ingar og hið fjórða raungreinar. Auk “háskólabókasafnsins” er í safninu handrita- deild, sem fyrir utan gömlu handritin hefur einkum að gcyma suður-sænskt efni, og þjóðdeild sem fær prent- skilaeintök og hefur varðveisluskyldu á öllu sænsku efni. Safnið geturþvíekki valið úr og grisjað það sem að berst, eins og t.d. önnur sænsk háskólabókasöfn. Safnaukl Nærri lætur að það séu um 400 hillumetrar sem prent- skilacfnið fyllir árlega og því þarf öllu að halda til haga. Margt smálegt er meðal prentskilaefnisins og telst mönnum til að einingamar séu um 200.000 talsins. Háskólabókasafnið í Gautaborg hefur á hinn bóginn, svo dæmi sé tekið, fargað með einum eða öðrum hætti um 100 hillumetrum af ársskammtinum og til stendur að farga mun meiru, eða allt að 200 hillumetrum af prent- skilaefni hvers árs. Þetta getur Lundur ekki gert og því vex safnið svo ört að til vandræða er. Auk prentskilanna eru svo að sjálfsögðu erlendu aðföngin, tæplega4500 “bækur” (mónógrafíur), liðlega 3200 ritraðabindi, um 40.000 tímaritshefti, nærri 900 doktorsritgerðir og 6500 örfisjur, þannig að heildar- vöxtur safnsins árið 1986 varð alls 1150 hillumetrar. Útlán Útlán eru geysimörg og ekki fjarri lagi að 50.000 rit séu að jafnaði í útláni á aðalsafninu. Raungreina- og læknis- fræðisafnið er eðlis síns vegna allt öðru vísi, útlán eru ekki svo mörg á degi hveijum, u.þ.b. 100-150 rit. Hins vegar koma daglega 300-400 beiðnir um ljósrit af tíma- ritsgreinum, mest á sviði læknisfræði, auk 150-200 beiðna um millisafnalán, en Lundur er miðsafn fyrir rannsóknarbókasöfn í Suður-Svíþjóð og er auk þess aðalsafn Svíþjóðar fyrir millisafnalán til útlanda. ÞJónusta Fyrir utan “hefðbundna” bókasafnsþjónustu býður Lundur upp á töl vuleitir í ýmsum greinum, og er þá leitað ýmist hér innanlands eða erlendis. Við þessar leitir starfa fjórir bókaverðir, hver á sínu sviði. Samskrá sænskra rannsóknarbókasafna er í tölvu í Stokkhólmi (LIBRIS nefnist bankinn sá) og söfnin stöðugt í beinu sambandi. Einfalt er að leita í LIBRIS að einstökum ritum eftir höfundi eða titli eða ISBN/ISSN- tölu. Auk þess er hægt að leita eftir efni með efnisorðum eða orðum úr skráningartexta (MARC) og er þá notað sérstakt leitarkerfi (IMDOK). Þá má nefna að safnið býður stúdentum afnot af Macintosh-tölvum. Er það geysivinsæll þáttur í safna- starfseminni og mikið notaður, einkum til ritvinnslu. .ilbifmdim ibtpfum fnciutrr. |ntpfmf ctnwnf c«flx>8tv fic jruurtú íibroy l\ebcr y fctre nomirut coi:. iriomrc quifitic$nx» ornuri-ú.ttequtfpcr ticclcgcnrut peLttur.l^c offiaocrpbif. vvi. ~ Itgeucltet' fnú quedt fccum .cbo .ncfta, píbn-i íucc^WnV fr qtn cli - ucftcnenr jcclé. t Jmutfcj-. ftnf cþnl)*’ clctudar -jcrpi.tr. jncni’citfhxIufnTr ttdhmoica <*, crrutni ertca tufi. dtcfour ludettax.ecdc.^' omú qujcpcmem: ctb dttttnit cttluT. Áue qturrú ta.rtfttotrt.mi TOTttatortcutti fcrttÁttitlunr. Ddxc .tuccm frecjuonf cttudc cuftof nyfolhcu? eífc nc anci l'ntlnctjnc: uflcíione ulía cœnnrtp.trtutr. ]pfcca.tmociftaf ftcjuté ercequjt' cvfu.t atftodu ftmc fbrts .tlj- cttt yfhcú fitcnr. nc y oblutume: pcLtcur. Jöcoec fcníe. aoq. mettiortjc töttibktrc. Octru cy. difhnfbtoncf beneuouertc uc fcilTtqtu cernf tptnli’ tnilCtn ficpc. Necrologium Lundense: In ipsius cantoris custodia sit armarium librorum. Debet ergo scire nomina eorum et notare qui sint extra armarium ne quis per neglegentiam perdatur. Tölvuvæöing Nú stendur fyrir dyrum að tölvuvæða innanhússtarf- semina, þ.e.a.s. aðföngin, spjaldskrána, tímaritaskrán- inguna, útlánakerfið o.fl. í samráði við háskólabóka- safnið í Gautaborg var níu fyrirtækjum boðið að gera tilboð í tölvukerfi sem uppfyllti vissar kröfur og bæði söfnin höfðu orðið ásátt um. Átta svör bárust, nokkur tilboð þóttu þegar í upphafi óaðgengileg, t.d. of há, en fjögur kerfi voru tekin til reynslu. Ákveðið var að kaupa tölvukerfið VTLS með vél- búnaði frá Hewlett-Packard. Munu fyrstu vélamar verða afhentar snemma árs 1988 og fær nýskráning og skrán- ing eldri rita forgang, auk þess sem u.þ.b. 500.000 skrán- ingartextar, sem Lundur hefur lagt til LIBRIS-bankans, verða fluttir yfir í innanhústölvuna. Þá verður innanhús- tölvan jafnframt tengd tölvukerfi Lundarháskóla (LUNET) og getur þá hvaða háskólastofnun sem er leitað upplýsinga í þessum gagnagrunni með útstöðvum eða einkatölvum með mótaldi beint (online). Um haustið er gert ráð fyrir að útlánastarfsemin tölvuvæðist og í framhaldi af því aðföngin og tímarilahaldið. Lundi, nóv. 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.