Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 28
BÓKASAFNIÐ Heimir Pálsson, Bókaútgáfunni Iðunni: Fjölmiðlar og kennslubækur Erindi ílutt á bókaþingi Þegar spurt er - eins og skipuleggjendur þessa þings gerðu - hvort íslenskir fjöl- miðlar vanræki kennslubækur í um- sögnum og fréttum væri einfaldast að svara þeitri spumingu játandi og láta máliðþarmeðútrætt. Rökstuðningurinn væri, a.m.k. frá bæjardyrum þess sem hér talar, heldur einfaldur. Mjög umtalsverður hluti þjóðar- innar situr á skólabekk níu mánuði árs- ins og les á meðan tiltölulega lítið annað en svokallaðar kennslubækur. Þær bæk- ur njóta þess - umfram flestar aðrar bæk- ur - að vera skyldulesning og að þeim er fylgt úr hlaði af sérstökum ríkisstarfs- manni (að vísu aðeins á kennaralaun- um). Þótt ég þekki persónulega rithöf- unda sem ekki kæra sig um slíkan fé- lagsskap handa bókunum sínum hlýtur staða kennslubókanna að verða mjög sterk með þessu móti í samkeppninni v ið aðrar bækur. En það telst til tíðinda ef 1987 (nokkuð breytt) íslenskur fjölmiðill sinnir kennslubók- um af nokkru viti - og þá á ég við að hann sinni þeim sem kennslubókum, ekki ein- hverju öðru. Ég skal taka mjög persónulegt dæmi. Ég hef skrifað tvær kennslu- bækur um íslenska bókmenntasögu. Sjálfur legg ég mikla áherslu á að þær séu kennslubækur en ekki almenn bók- menntasaga. Hana yrði að skrifa allt öðruvísi. Um hina fyrri bók mína var að vísu skrifað í Morgunblaðið og Tímann, ef ég man rétt. í bæði skiptin voru skriftn líkari því að höfundar þeirra héldu að þeir væru að fjalla um almenna bók- menntasögu. Annar þeirra hafði mér vit- anlega aldrei komið nálægt kennslu. Auk þess drápu einir tveir rithöfundar niður penna. Þeir höfðu flett upp í nafna- skránni og fundið alvarlega göt - sjálfa sig. Um síðari kennslubókina, sem reyndar fjallar um þjóðararfinn sjálfan, gullaldarbókmenntimar, hef ég ekki séð fjallað í dagblöðum. Einn ritdómur í tímariti kennara, skrifaður af hlýhug af því að viðkomandi kennari var svo feg- inn að geta þó veif að röngu tré ff emur en öngu og ein athugasemd gerð af þjóð- háttafræðingi sem taldi á sinni grein brotið - þetta er allt og sumt. Þó fjallar þessi bók, eins og áður sagði, um bókmenntimar sem mest er geipað af á tyllidögum og em þá jafnvel taldar for- senda menningarinnar eins og hún legg- ur sig. Það hlýtur því að skipta mjög nnklu máli hvemig um þær er rætt í skólum og kennslubók um sögu þeirra getur vissulega skipt sköpum. Afleiðingin af þessu nefhda tóm- læti getur þá orðið sú að kennslubækur, sem móta munu bókmenntaviðhorf heilla kynslóða, séu látnar óáreittar með öllu, um þær hefjist aldrei vitsmuna- legar umræður í fjölmiðlum, allt sé látið reka á reiðanum. Ég bið um vitsmunalegar og fræði- legar umræður um kennslubækur, um- ræðursemm.a. tryggibömumokkarþau sjálfsögð mannréttindi að fá ævinlega hið besta í hendumar sem völ væri á, njóta góðra og fallegra kennslubóka en ekki úreltra og ljótra. í skólunum er lagður grundvöllur framtíðarinnar. Tækin sem til þess eru notuð valda miklu um hvemig til tekst. ÞJÓNUSTA ÞÉR í HAG - ÞB hefur umboð fyrir fjöibreyttan sérhannaðan bókasafnsbúnað í hæsta gæðaflokki. - ÞB annast ráógjöf viö skipulagningu innréttinga og val á bókasafnsbúnaöi. - ÞB hefur milligöngu um þjónustu frá arkitektastofu Biblioteks- centralen í Danmörku, en þeirgeratillöguraðinnréttingum bókasafna, mönnum að kostnaðarlausu. Athugiö aö viö erum nú flutt í nýtt húsnæöi. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ BÓKASAFNA Austurströnd 12-170 Seltjarnarnes - Sími: 91-61 21 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.