Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 19
BÖKASAFNIÐ Lykilorð og lærdómur Notkun einkatölva í skólasöfnum Dorothy A. Williams School ofLibrarianship and Information Studies, Robert Gordon’s Institute of Technology, Aberdeen. U.K. Fyrirlestur fluttur á 16. ráðstefnu IASL í Reykjavík 30. júlí 1987, nokkuð styttur. 1. Forsendur Verkefnið Notkun einkatölva í skólasöfnum (The Microcomputer in the School Library Project, MISLIP) (1) var skipulagt í framhaldi af að margir bókaverðir og kennarar voru að leita leiða til að auka safnleikni og upplýsingaleit meðal skólanemenda. í nýlegum skýrslum um 10-18 ára nemendur (2) í Skotlandi er lögð áhersla á nauðsyn þess að unglingar sýni meira sjálf- stæði í námi. Leikni í að finna og nota upplýsingar er mikilvægur þáttur náms og áhugi á safnleikni og upplýs- ingaleit hefur aukist meðal þeirra sem skipuleggja nám og námsefni. í nýlegum athugunum (3) er einnig bent á nauðsyn þess að hlutur bókavarða í skólastarfinu aukist og sé ekki einungis fólginn í því að finna heimildir í tengslum við námsefnið heldur hjálpi þeir nemendum einnig við að öðlast meiri safnleikni. MISLIP-verkefninu var ýtt úr vör í ffamhaldi af ítarlegum rannsóknum á safnleikni (4) og athugun á notkun einkatölva sem hjálpartækja við upplýsingaleit í skólum (5). Helstu markmið verkefnisins voru: a) Að fella saman upplýsingatækni og upplýsinga- leikni. b) Að finna leiðir til að hjálpa nemendum að öðlast leikni í að finna og nota upplýsingar. Við ítarlega könnun í skóla nokkrum á árunum 1983-1985 fannst gagnlegur grundvöllur til byggja á hugmyndir (stig 1) sem síðan hafa verið notaðar og stað- færðar í sex skólum í Skotlandi og við getum kallað ann- að stig verkefnisins (1985- 1987). Hér verður gerð grein fyrir þróun og niðurstöðum sem fram komu á því stigi. 2. MISLIP: Lykllorð - leið til lærdóms Lykilorð - leið til lærdóms (Keyword Approach to Leaming, KAL) var það sem fólst í MISLIP-verkefninu og markmiðið var að hvetja nemendur til að íhuga tilgang sinn með náminu og hjálpa þeim að skilgreina Mynd 1: Upplýsingastreymið (úr heimild nr. 7) hvaða upplýsingar þeir þurfa. Það er undirstaða þess að geta fundið og notað þær upplýsingar sem máli skipta. Þessi aðferð byggist á því tungutaki sem nemendur nota til að skilgreina þarfir sínar - lykilorðum sem eru notuð í skólastofunni og þeirra eigin orðaforða sem síðan er notaður til að draga saman þekkingu þeirra á efninu. Það er mikil vægt að leggja áherslu á að notkun þess- ara lykilorða er ekki bundin við einstök orð. Gildi að- ferðarinnar er fólgið í tengslunum milli orðanna en þau eru jafnmikilvæg og orðin sjálf. Með þ ví að tengja saman tvö eða fleiri lykilorð og nota þau þannig við upplýsinga- leit eða við að draga saman nýjar upplýsingar notar nemandinn mikilvægasta hæfileika sinn - hugsunina - til að tengja nýjar upplýsingar við þá þekkingu sem hann býr yfir. Þannig öðlast hann smám saman skilning í stað þess að læra einungis fleiri staðreyndir. Lykilorðin eru því tengiliður milli þeirrar þekkingar sem nemandinn vill öðlast og upplýsinganna. Einkatölvan er notuð við upplýsingaleitina og nemendur geta leitað í litlum gagnagrunnum þar sem lykilorð sem tengjast námsefninu eru notuð. Gagnagrunnar þessir eru ekki fullkomin skrá yfir efni skólasafnsins en leiknin við að leita í þeim á að koma að gagni við leitir í stærri gagnagrunnum. Á frumstigi verkefnisins (6) var 12-14 ára nem- endum og kennurum þeirra kynnt hlutverk KAL með margvíslegum hætti, m.a. hvemig lykilorð em notuð við lestur, glósun, framsetningu efnis og við að skipuleggja námið. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.