Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 45
BÓKASAFNIÐ Upplýsingaþj ónusta almenningsbókasafna við atvinnulífið Stefanía Júlíusdóttir lektor 1. Inngangur í aldanna rás hefur sá tími, sem fer í þróun tækninýjunga, stöðugt farið minnkandi. Tækninýjungar valda því að nútímafólk verður sífellt að læra að nota nýja og nýja tækni og tileinka sér breytta verkhætti. Þetta kallar á bætta aðstöðu til símenntunar og upplýsingaöflunar tengdri henni jafnt fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki. Aukinn hraði tækniþróunar veldur því einnig að líftími einstakra vörutegunda styttist stöðugt. Jafnframt verður kosmaðurinn við þróun nýrra vörutegunda sífellt meiri. Aukin samkeppni verður síðan til þess að fyrir- tæki verða að auka vöruúrval sitt, auka gæði vöru og lækka verð hennar. Það sama gildir um hvers kyns þjónustustarfsemi. Gjaman er litið á markaðssetningu sem lokastig vöruþróunar. Góð markaðssetning er í því fólgin að vera með rétta vöru á réttu verði á réttum stað á réttum tíma. Til þess að það megi takast þurfa þeir, sem vinna við þróun vöru og þjónustustarfsemi, að hafa aðgang að réttum upplýsingum á réttum tíma. 2. Þáttur almenningsbóka- safna í upplýslngaþjónustu vlð atvlnnuvegina Fyrirtæki þurfa að hafa greiðan og öruggan aðgang að vel skipulagðri upplýsingaþjónustu til þess að standa sig í þeirri síharðnandi samkeppni sem nú ríkir. S tór fy rirtæki reka gjaman sínar eigin bókasafns- og upplýsingadeildir eða tryggja með öðrum hætti rétt streymi upplýsinga til fyrirtækis, innan þess og frá því. Þau eiga því yfirleitt ekki við teljandi vandamál að stríða á sviði upplýsingaöflunar. Lítil fyrirtæki hafa hins vegar hvorki bolmagn til þess að reka eigin upplýsingaþjónustu né hefur starfs- fólk þeirra yfirleitt tíma til að vinna kerfisbundið að upplýsingaöflun til fyrirtækjanna. Eftir því sem sam- keppnin harðnar verða þau því verr og verr sett. í þessu sambandi er rétt að taka fram að misjafnt er hvað talið er til lítilla fyrirtækja. í sumum Evrópulönd- um, t.d. Danmörku og Belgíu, telst fyrirtæki mcð 50 eða færri starfsmenn lítið, annars staðar, t.d. á Ítalíu, í Frakklandi og Bredandi, em fyrirtæki, sem hafa 200 eða færri starfsmenn, talin lítil fyrirtæki. Stundum er miðað við heildarveltu fyrirtækisins eða jafnvel fjölda farar- tækja ef um flutningafyrirtæki er að ræða. Meginhluti íslenskra fyrirtækja er lítil fyrirtæki, við um 80% iðnfyrirtækja starfa t.d. 5 eða færri starfsmenn. Erlendis hefur verið leitað eftir leiðum til þess að veita upplýsingum til atvinnuveganna. I því sambandi hefur upplýsingaöflun lítilla og meðalstórra fyrirtækja verið könnuð og tilraunir gerðar til þess að nýta al- menningsbókasöfn við að veita upplýsingum til þeirra. Fýsilegt hefur þótt að nýta almenningsbókasöfn til þess að veita upplýsingum til atvinnulífsins vegna þess að í mörgum sveitarfélögum em almenningsbókasöfnin einu stofnanimar sem hafa það markmið að veita upp- lýsingaþjónustu og hafa til þess einhvem handbókakost og þjálfað starfsfólk. Þetta á sérstaklega við um strjálbýl landsvæði. Kannanir þessar hafa m.a. leitt í ljós eftirfarandi: • Nú leita flestir í lidum fyrirtækjum upplýsinga munnlega hjá þeim sem þeir þekkja, svo sem aðilum sem fást við það sama eða hjá fyrirtækjum sem þeir eiga viðskipd við. • Landfræðileg nálægð upplýsingaþjónustunnar skipdr miklu máli. Tiltölulega aðgengilegt þarf að vera fyrir þá sem á upplýsingum þurfa að halda að koma á staðinn og ræða við þann sem þessa þjónustu veidr auglid dl auglids. • Kunnugleiki við þann sem þjónustuna veitir skiptir einnig miklu máli. Fólk vill geta leitað dl aðila sem það þekkir, einhvers sem þekkir aðstæður í fyrirtæki þess. Menn setja það fyrir sig að þurfa að tala í síma við einhvem í fjarlægum landshluta, sem þeir hafa jafnvel aldrei séð, og þurfa e.t.v. alltaf að byrja á því að lýsa aðstæðum í fyrirtæki sínu í hvert skipti sem þeir biðja um upplýsingar. • Þá skiptir miklu máli að upplýsingamar fáist fljótt. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.