Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 46
BÓKASAFNIÐ 46 Ennfremur hefur komið í ljós erlendis að samvinna margra aðila er nauðsynleg til þess að hægt sé að veita aðilum atvinnulífsins réttar upplýsingar á réttum tíma. Á ráðstefnu, sem haldin var í Teknologisk Institut í Danmörku dagana 5.-6. febrúar 1987 um upplýsinga- þjónustu almenningsbókasafna við smá og meðalstór fyrirtæki, kom sú skoðun mjög sterklega fram að sam- vinna margra aðila er nauðsynleg til þess að fljótt og vel takist til við að veita fyrirtækjum nauðsynlegar upplýs- ingar. Menn töldu að samvinna milli almenningsbóka- safna, rannsóknarbókasafna, sérfræðibókasafna og bókasafna framhaldsskóla væri nauðsynleg og jafnframt þyrfti að vera aðgangur að upplýsingum frá annars konar aðilum svo sem ráðgjafarþjónustum. f Bretlandi, þar sem tilraunir almenningsbókasafna með upplýsingaþjónustu fyrir atvinnulífið hafa borið góðan árangur, hafa söfnin haft samvinnu sín á milli og jafnframt getað leitað til upplýsingaþjónustu British Library. Kannanir þessar hafa einnig leitt í ljós að helst er leitað eftir upplýsingum varðandi: • markaðsmál; t.d. spumingar um hvenær og hvar næsta bamafatakaupstefna verði haldin í Bandaríkj- unum næsta ár, hvaða vefnaðarvörukaupstefnur verði haldnar í Evrópu næsta ár og spumingar um markaðs- rannsóknir, svo sem um hvaða u'marit kjötiðnaðarmenn í Hollandi lesa, hvaða bflategundir seljast best í Dan- mörku, hve margir nýir bflar em skráðir þar á ári, hve margir bflar em fluttir inn á mánuði o.fl. • tæknileg atriði • framleiðsluaðferðir • önnur fyrirtæki, svo sem samkeppnisaðila eða lík- lega viðskiptavini sem hægt er að kaupa af vöm eða þjónustu eða selja vöm eða þjónustu • lög og reglugerðir • inn- og útflutning • heimilisföng fyrirtækja og stofnana • þýðingar orða eða hugtaka • rannsóknir og þróun • bókfræðileg auiði • staðla • einkaleyfi Svör við þessum spumingum var oftast að finna: • í gagnabönkum, bæði innlendum og erlendum • innan bókasafnakerfisins; í skrám, handbókum eða öðmm heimildum á söfnunum sjálfum • í sérfræðiritum • hjá sérfræðingum Þeir sem hafa haft tækifæri til að nota slíka þjónustu hafa verið mjög ánægðir með hana og telja að hún hafi skipt fyrirtæki sín miklu máli. Reyndar er þjónustan víða komin af tilraunastigi. Síðastliðið sumar skoðaði ég bókasöfn í Wales og Kent. Þar er víða boðið upp á upplýsingaþjónustu við atvinnu- lífið eða hún ráðgerð. 3. Aðstæður hér á landl 3.1 íslensk bókasöfn Lögum samkvæmt er íslenskum bókasöfnum ekki skip- að í eitt bókasafnakerfi. Mismunandi lög gilda um þau eftir því hvort um er að ræða almenningsbókasöfn, sér- fræðibókasöfn, skólabókasöfn eða rannsóknabókasöfn. Almenningsbókasöfh. Lögum samkvæmt skulu all- ar byggðir landsins njóta þjónustu almenningsbóka- safna og skulu almenningsbókasöfnin vera mennta-, upplýsinga- og tómstundastofnanir fyrir almenning. Landinu er skipt í rúmlega 40 bókasafnsumdæmi og í hverju þeirra er miðsafn. Flest miðsafnanna eru of smá til þess að geta gegnt hlutverki sínu í samræmi við lögin. Ljóst er að þörf er á að endurskipuleggja almennings- bókasafnakerfið með tilliti til þeirra þjóðfélagsbreytínga sem orðið hafa og væri ráðlegt að gera ráð fyrir upp- lýsingaráðgjafa sem hefði það að aðalstarfi að veita at- vinnuh'fi jafnt sem einstaklingum upplýsingar. Rannsóknar- og sérfræðibókasöfn Helstu rann- sóknarbókasöfn hér á landi eru Landsbókasafn íslands og Háskólabókasafn sem munu innan tíðar flytja undir sama þak í Þjóðarbókhlöðunni. Auk þeirra eru starfrækt um 30 sérfræðibókasöfn á ýmiss konar stofnunum svo sem árannsóknastofnunum, sjúkrahúsum og víðar. Flest þeirra eru í Reykjavík eða nágrenni hennar. Bókasöfn framhaldsskóla. Framhaldsskólamir, svo sem mennta- og fjölbrautaskólar, margir iðnskólar, Myndlista- og handíðaskóli íslands, reka einnig bóka- söfn fyrir kennara og nemendur. Mikill akkur yrði í því fyrir aðila atvinnuveganna að hafa skipulagðan aðgang að þessum bókasöfnum. 3.2. Skipan rannsóknar- og þróunarmála hér á landi Rannsóknaráð ríkisins. Á þessu ári urðu breytingar á skipan rannsóknar- og þróunarmála hér á landi þegar ný lög um Vísindaráð og Vísindasjóð, Rannsóknaráð rflcis- ins og Rannsóknasjóð (nr. 48/1987) tóku gildi 1. júlí. Með þessum lögum er komið á samræmdri heildar- skipan vísinda- og tæknimála hér á landi. Samkvæmt nýju lögunum verða nú 7 ráðsmenn í Rannsóknaráði (voru áður 21). Rannsóknaráð hefur Rannsóknasjóð til ráðstöfunar og verður þannig stefnu- markandi í ríkara mæli en áður var. Upplýsingaþjónusta Rannsóknaráðs er sérstök deild hjá Rannsóknaráði ríkisins og er í Háskóla íslands. Þar eru m.a. gerðar tölvuleitir í erlendum gagnabönkum og var UR fyrstí aðilinn sem veittí slflca þjónustu hér á landi. Rannsóknastofnanir. Hér á landi vinna ýmsir aðilar að rannsóknar- og þróunarverkefnum, svo sem Háskóli Islands, rannsóknastofnanir atvinnuveganna, Iðn- tæknistofnun íslands, Orkustofnun o.fl. Á stofnunum þessum er starfrækt bókasafns- og upplýsingaþjónusta sem fengur væri í fyrir aðila atvinnulífsins að hafa skipulagðan aðgang að. 3.3 Iðnráðgjafar Iðnráðgjafar hafa starfað eftir lögum frá 1981 með brey tíngum ffá 1985 sem framlengdi gildistíma þeirra til 1986. Að svo stöddu er ekki vitað hvort lög um iðn- ráðgjafa verða framlengd. Lögin fólu í sér heimild fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.