Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 47
BÓKASAFNIÐ
Aösetur iðnráögjafa
YÐISF3ÖRÐUR
Iðnráðgjafi-Suðurlands - Selfossi
Iðnráðgjafi Austurlands - Seyöisfiröi
iönráögjafi Noröl.ve.stra - Blöhduósi
Iðnráögjáfi Vesturlands - Borgarnesi
iðnráögjafi Suöurnesja -Keflavlfc
IOnráögjaTi Húsavlkurrtísavlk .
Iönþránarfélag Eyjafjáröar, Akureyri
Iðnþrdunarfélag Kópavogs, Kópavogl
ríkissjóð til að veita fjármagni til starfsemi iðnráðgjaf-
anna. Framlag ríkissjóðs miðast við launakostnað vegna
starfa eins manns á starfssvæði hlutaðeigandi samtaka
sveitarfélaga eða iðnþróunarfélaga eða var miðað við
kjördæmi. Nú starfa 8 iðnráðgjafar í landinu og greiðir
ríkið laun þeirra.
Iðnráðgjöfin í landshlutunum er samræmd af Iðn-
tæknistofnun íslands.
3.4 Könnun á upplýsingaþjónustu
íslenskra almenningsbókasafna
við atvinnulífið
í árslok 1986 gerði bókafulltrúi ríkisins könnun á upp-
lýsingaþjónustu íslenskra almenningsbókasafna við lítil
og meðalstór fyrirtæki. Spumingalisti var sendur til 20
stærstu miðsafnanna. Svara mátti spumingunum skrif-
lega eða símleiðis. Fyrirtæki og stofnanir höfðu leitað til
6 þeirra 14 safna sem svömðu spumingunum og verið
liðsinnt þar eftir föngum. Hin 8 söfnin höfðu ekki verið
beðin um slíka þjónustu. Þeir sem svömðu töldu allir
mjög æskilegt að almenningsbókasöfn hefðu sem eitt af
markmiðum sínum að þjóna upplýsingaþörf atvinnu-
lífsins í sínu sveitarfélagi.
í þessu sambandi er rétt að taka fram að ekki er um
skipulagða og auglýsta þjónustu við atvinnulífið að ræða
heldur það að slíka þjónustu vantar og fyrirtæki og
stofnanir leita þá til almenningsbókasafnanna í þeirri
von að þau geti veitt nauðsynlega aðstoð.
Þau fyrirtæki sem leitað höfðu til almenningsbóka-
safna með fyrirspumir vom aðallega smá fyrirtæki,
fyrirtæki sem voru nýstofnuð og fyrirtæki þar sem
breytingar voru á döfinni. í sumum tilvikum notfærðu
opinberar stofnanir sér einnig upplýsingaþjónustu
almenningsbókasafna.
Aðallega var beðið um upplýsingar varðandi:
• lög og reglugerðir
• inn- og útflutning
• öryggisatriði á vinnustöðum
• framleiðslu tiltekinnar vöm
• tæknileg atriði
Flest þeirra 14 safna sem svömðu vísuðu spyrjand-
anum annað, hvort heldur sem það var einstaklingur,
fyrirtæki eða stofnun, ef þau gátu ekki sjálf veitt þær
upplýsingar sem nauðsyn var á.
4. Hugsanleg framtíðarsklpan
þessara mála hér á landi
Ef takast á að svara upplýsingaþörf íslenskra fyrirtækja,
sérstaklega smærri fyrirtækja, á þann hátt sem nauðsyn-
legt er til þess að þau geti starfað með eðlilegum hætti um
land allt verður skipulögð samvinna margra aðila að
koma til svo sem:
• almenningsbókasafna
• rannsóknarbókasafna
• sérfræðibókasafna
• bókasafna framhaldsskóla
• rannsóknastofnana
• iðnráðgjafa
Samvinna þessi verður að vera skipulögð á þann
hátt að tilteknir aðilar taki að sér að sérhæfa sig í upp-
lýsingaþjónustu á tilteknum efnissviðum og svo fast-
mótuð að skrá megi skipulagið í tölvu sem sérstakt
gagnasafn yfir aðgang að upplýsingum, eins konar upp-
lýsingasafn atvinnuveganna. Gagnasafni þessu þarf að
fylgja góður efnislykill þannig að sjá megi hvar hægt er
að fá upplýsingar um tiltekið efni hvort sem leitað er að
47