Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Side 18

Bókasafnið - 01.03.1991, Side 18
Árið 1978 stofnuðu Bókavarðafélag íslands og Félag bókasafnsfræðinga Þjónustumiðstöð bókasafna. Þjón- ustumiðstöðin er sjálfseignarstofnun og samkvæmt skipulagsskrá eru helstu markmið hennar, að annast mið- skráningu bóka, gefa út bókaskrár og rit um starfsemi bókasafna, annast innkaup á safnkosti og sjá um frágang bóka til útlána, annast framleiðslu og dreifingu á bóka- safnavörum og veita sérfræðilega ráðgjöf. Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur var stofnuð árið 1971 og þjónar hún eingöngu grunnskólum í Reykjavík. Mikill skortur er á þjónustumiðstöðvum fyrir skólasöfn í grunn- skólum og framhaldsskólum og er óskandi að sú tillaga sem fram kemur í Bráðabirgðaskýrslu um stefnumörkun í bókasafna- og upplýsingamálum, sem unnin var í fyrra, verði áð veruleika áður en langt um líður. I skýrslunni er lagt til að skólasafnamiðstöðvar verði stofnaðar í hverju fræðsluumdæmi og skal hlutverk þeirra vera að stuðla að samvinnu skólasafna innbyrðis og við önnur bókasöfn í landinu, auk þess að annast tæknivinnu, frágang safnefnis og ráðgjafaþjónustu. Geymslusöfn Geymsluhúsnæði fyrir lítið notuð eða ónotuð rit er dýrt hverju bókasafni og því hafa ýmsar nágrannaþjóðir okkar komið sér upp geymslusöfnum til að gefa söfnum kost á að nýta sér bækur sem annars væri hent. Geymslu- söfnin varðveita á ódýran hátt gömul rit sem bókasöfn hafa afskrifað. Söfnin eru oft til húsa í ódýrum vöru- skemmum í útjaðri bæja eða borga, oft fjarri þéttbýlis- kjörnum. Þar sem ekki eru geymslusöfn hefur tíðkast að bókasöfn skipti með sér geymslu á ritum, t.d. geymir eitt bókasafn öll gömul rit eftir höfunda sem byrja á A-C og einn efnisflokk í Dewey. Geymslusafn fyrir íslensk bókasöfn er ekki til en þetta mál hefur verið mikið rætt á meðal bókavarða, t.d. var fjallað um geymslusöfn á Landsfundi Bókavarðafélags Islands árið 1986. Islensk læknisfræðibókasöfn hafa skipt með sér geymslu eldri árganga nokkurra tímarita og er þetta eina skipulagða samvinnan á þessu sviði sem höf- undi er kunnugt um. Nauðsynlegt er að koma upp geymslusafni hér á landi. I áðurnefndri skýrslu um stefnumörkun í bókasafna- og upplýsingamálum er gerð sú tillaga að komið verði upp geymslusafni í eigu allra bókasafna og að söfnin eigi jafnan aðgang að þeim safnkosti sem þar er varðveittur og að allur safnkostur geymslusafnsins verði skráður í samskrá bókasafna. Efalaust geta allir bókaverðir tekið undir þessa tillögu og vonandi verður hún að veruleika í náinni fram- tíð því þetta er vandamál sem allir bókaverðir þekkja, hvort sem þeir starfa í litlum bókasöfnum eða stórum. Uppbygging safnkosts Gífurlegt rnagn rita kemur út árlega í heiminum og kaupa íslensk bókasöfn aðeins örlítið brot af því rnagni. Af þessum sökum er mikilvægt að söfnin byggi upp safn- kost sinn á markvissan hátt. Til þess þurfa söfnin að marka aðfangastefnu hvert fyrir sig og síðan sameiginlega að- fangastefnu. Helsti kosturinn við þetta fyrirkomulag er betri nýting á því fjármagni sem söfnin hafa yfir að ráða, auk þess sem öll aðfangakaup verða markvissari og ritin nýtast betur. Sameiginleg aðfangastefna íslenskra bókasafna er ekki til en í samstarfshópum sem skipaðir hafa verið af Sam- starfsnefnd um upplýsingamál hafa þessi mál verið rædd. Læknisfræðibókasöfn hafa átt með sér gott samstarf á þessu sviði. Þau hafa markað sér sameiginlega stefnu varð- andi tímaritakaup eins og fram kemur í grein Sólveigar Þorsteinsdóttur hér í blaðinu. Millisafnalán Á alþjóðavettvangi hefur verið unnið að verkefni sem nefnist allsherjaraðgangur að útgefnum riturn (Universal availability of publications) og byggir á þeirri hugmynd að hvert bókasafn sé hluti af stærri heild. Bókasöfn eigi þannig að geta fengið að láni frá öðrum söfnum bæði innanlands og utan. Millisafnalán hafa aukist mjög á und- anförnum árum í kjölfar bættra samgangna og aukinnar tækni. Millisafnalán eru mikið notuð af íslenskum rann- sóknar- og sérfræðibókasöfnum en minna í almennings- og skólasöfnum. Ef leita þarf eftir bókurn erlendis frá hafa söfnin oftast samband við Háskólabókasafn sem hefur milligöngu þar um enda hefur safnið ýmis bókfræðirit sem nýtast við millisafnalán. Bókasöfnin sjá yfirleitt sjálf um öflun tímaritagreina erlendis frá og er þá oftast fyrst leitað til safna á Norðurlöndum því til er skrá sem nefnist Norræn samskrá um tímarit (NOSP) og gefur til kynna tímaritakost norrænna bókasafna. Forsendur millisafna- lána eru góðar samskrár. Mikill skortur er á íslenskum samskrám óg hamlar það millisafnalánum innanlands. Samskrár Erlendis hafa samskrár bókasafna verið til í áratugi og á síðari hluta sjöunda áratugarins var farið að tölvuvæða samskrárnar. Samskrár gefa til kynna hvað til er af ritum og hvar þau eru staðsett. Með því að tölvuvæða skrárnar geta margir aðilar haft greiðan aðgang að upplýsingum samtímis og söfn geta fengið skráningartexta í tölvutæku formi fyrir eigin skrár. Helstu kostir samskráa eru þeir að hvert rit er skráð aðeins einu sinni og spara bókasöfnin þannig tímafreka og dýra skráningarvinnu. Ritakostur nýtist einnig betur þar sem unnt er að sjá hvað til er í öðrum söfnum. Erfitt er að afla upplýsinga um hvað til er af ritum í íslenskum bókasöfnum. Engin ein samskrá er til yfir efni sem gefið hefur verið út hér á landi, eða skrá um erlend rit í eigu íslenskra bókasafna. Til er Samskrá um erlend tímarit í íslenskum bókasöfnum og stofnunum sem hefur verið gefin út þrisvar á vegum Landsbókasafnsins. Skráin kom síðast út árið 1990 og áttu þá 57 bókasöfn aðild að skránni. Fjórtán rannsóknarbókasöfn leggja einnig til efni í Sam- skrá um erlendan ritauka íslenskra rannsóknarbókasafna sem varðveitt er í spjaldskrárformi í Landsbókasafninu. Skrá þessi er bundin við einn stað og því ekki mjög aðgengileg, auk þess sem fá bókasöfn leggja til efni í hana. Brýnt er að koma upp tölvuvæddri samskrá fyrir landið sem er aðgengileg fyrir alla, hvar sem þeir búa á landinu. Með slíkri skrá er unnt að jafna aðstöðu landsmanna til upplýsingaöflunar og yfirsýn fæst yfir íslenska bókaút- gáfu og þau erlendu rit sem til eru í landinu. Einnig er mikilvægt að íslensk bókasöfn geti keypt skráningartexta í tölvutæku formi og sparað þannig skráningarvinnu. Á vegum Samstarfsnefndar um upplýsingamál var Tölvunefnd bókasafna sett á stofn árið 1981 og var hlut- verk hennar að veita ráðgjöf um tölvuvæðingu bókasafna. Tölvunefnd vann urn árabil tillögur um uppbyggingu tölvuvæddrar samskrár yfir efni íslenskra bókasafna en 18 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.