Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.03.1991, Qupperneq 27

Bókasafnið - 01.03.1991, Qupperneq 27
Lesararnir lesa ýmist gegn greiðslu eða í sjálfboðavinnu. Sumir ötulustu lesararnir lesa allt í sjálfboðavinnu, aðrir lesa e.t.v. eina bók til reynslu í sjálfboðavinnu en gegn greiðslu eftir það ef ánægja er á báða bóga með lesturinn. Safnið skiptir að staðaldri við 2-3 launaða lesara sem lesa jafnt námsefni sem annað eftir því sem þörf krefur. Þegar sjálfboðaliðar bjóða sig fram til lestrar þarf oft að taka tillit til þess hvað þeir sjálfir vilja helst lesa og oft er tilboði lesara um að lesa tiltekna bók tekið enda þótt sú bók hafi ekki verið efst á óskalista safnsins. Safnið á aftur á móti frumkvæði að því sem launaðir lesarar lesa hverju sinni. Allir lesarar safnsins eru prófaðir áður en þeir hefja lestur fyrir safnið og þannig eru tryggð ákveðin gæði á innlestri. Bókaval Val bóka til framleiðslu er oftast gert af bókavörðum safnsins, oft eftir óskum frá lánþegum eða ábendingum frá öðrum svo sem lesurunum, sem fyrr greinir. Námsbækur eru framleiddar eftir einstaklingsbundnum óskum nem- enda á framhaldsskólastigi og á háskólastigi. Bókavals- nefnd er starfandi við safnið og er það hlutverk hennar að gæta jafnvægis í bókavali þannig að eðlileg hlutföll séu milli afþreyingarefnis, alvarlegra bókmennta og fagbók- mennta. Nefndin kemur aðeins saman u.þ.b. einu sinni á ári og gerir þá tillögur um bækur til innlestrar. Guðrún Þórðardóttir afgreiðir Magneu Albertsdóttur. Ljósm: Gunnar Ingimarsson. Þjónusta við almenna notendur Bókaverðir í útláns- og upplýsingadeild annast útlán safnkosts. Þeir annast alla þjónustu við lánþega almenns útlánsefnis, þ.e. símaþjónustu, bókaval og afgreiðslu sem oftast felst í að senda bækurnar til viðtakenda. Þó er töluvert um að lánþegar komi sjálfir á safnið og velji sér bækur, og þá oft í fylgd aðstandenda. Notendur blindra- leturs velja sér bækur af bókalista og eru þær svo fram- leiddar sérstaklega fyrir lánþegann. Lánþeganum er í sjálfs vald sett hvort hann skilar bókinni aftur eða heldur henni. Að okkar mati er dýrara að halda utan um útlán blindra- letursbóka og geyma þær í hillum (þær eru þrisvar sinnum fyrirferðameiri en hefðbundnar bækur) en að framleiða nýja bók eftir pöntun. Lánþegar hljóðbóka fá sendan pöntunarlista með hljóðbókaskránum og margir skila inn óskum. Þegar senda á lánþega hljóðbókasendingu, eða þegar hann sækir bækur sínar sjálfur á safnið, er undir hælinn lagt hvort þær bækur sem hann hefur pantað sér eru til staðar í safninu. Ef svo er ekki er það hlutverk bókavarða að velja eitthvað sem gæti komið í staðinn fyrir það sem hann hefur pantað. Mörgum lánþegum finnst einfaldlega happadrýgst að fela bókavörðunum bókavalið alfarið — „þetta er allt svo ágætt hjá ykkur“ er þá oft sagt. Stundum er fólk það illa sett að það hefur ekki sjálft símasamband við okkur. Þá hringir oftast fólk sem vinnur að aðhlynningu lánþegans eða aðstandendur og biðja aðeins um að lánþeganum sé sendur bókapakki. I þeim tilvikum geta bókaverðir þurft að vaða blint í sjóinn með bókaval, að minnsta kosti til að byrja með, en síðan má spyrja hvernig síðasta sending hafi líkað og koma á sam- bandi við lánþegann í gengum þann sem hringir. Af ofan- greindu má sjá að störf bókavarða í Blindrabókasafni eru frábrugðin störfum annarra bókavarða að því leyti að hjá okkur ber bókavörðurinn miklu meiri ábyrgð á því hvaða bækur lánþeginn fær í hendur en á öðrum söfnum þar sem lánþeginn sér langoftast sjálfur um valið. Sem fyrr segir er töluvert um að fólk komi á safnið og sæki sér lesefni og það er ósk okkar að lánþegar, sem hafa til þess getu og aðstæður, heimsæki safnið og taki virkari þátt í að velja sér bækur en þegar samskiptin fara fram í gegnum síma. Með það fyrir augum að laða fólk að safn- inu býður það gestum sínum upp á hlýlegt umhverfi og góða einstaklingsbundna þjónustu á staðnum. Arnþór Helgason ræðir við Karen Friðriksdóttur nem- anda ÍMH. Blindraletursprentarinn er til vinstri á mynd- tnni. Ljósm.: Gunnar Ingimarsson. Þjónusta við nemendur Nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi sem eiga erfitt með lestur sækja þjónustu til Blindrabókasafns. í námsbókadeild safnsins er tekið á móti pöntunum á námsefni. Þar fer jafnframt fram öll framleiðsla á blindra- letri. Tveir starfsmenn með menntun framhaldsskóla- kennara starfa við deiidina og hafa þeir sérhæft sig í að umbreyta prentuðum námsbókum í hljóðbækur og blindraletursbækur. Oft getur verið vandasamt að um- BÓKASAFNIÐ 27

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.