Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Side 28

Bókasafnið - 01.03.1991, Side 28
breyta línuritum eða öðru myndrænu efni þannig að skili sér í upplestri eða á blindraletri. Þegar safnið tók til starfa 1984 takmarkaðist þjónusta námsbókadeildar mjög við blinda og sjónskerta. Smám saman hafa nemendur sem búa við annars konar fötlun en beina sjónskerðingu og kennarar þeirra uppgötvað þjónustu safnsins og er nú svo komið að meiri hluti nemenda sem fá námsefni í Blindra- bókasafni búa við einhverskonar lestrartregðu, svo sem lesblindu. Ný tækni Innan Blindrabókasafns hefur verið lögð mikil áhersla á að færa sér í nyt nýjustu tækni til þess að bæta hag lánþega, auðvelda viniju starfsmanna og spara vinnuafl. A vegum safnsins hefur þegar verið hannað tölvukerfi til fram- leiðslu á blindraletursbókum og kerfi til tölvuvæddrar útgáfu á bókaskrám safnsins og verið er að vinna að tölvuvæðingu útlána. Tölvuvæðing blindraleturs Blindraieturskerfið var tekið í notkun 1985. Fyrir þann tíma var lítið til af blindraletursbókum í safninu vegna þess hve erfitt og tímafrekt var að framleiða þær og hafði sú bókafæð í för með sér að þekking á blindraletri var og er ennþá minni hér á landi en gerist annars staðar. Með kerfinu er auðvelt að breyta texta, sem fyrir liggur í tölvu- tæku formi, yfir á blindraletur og fljótlegt er að prenta með tölvustýrðri prentvél. I staðinn fyrir að geyma fyrir- ferðarmiklar blindraletursbækurnar í hillum hefur safnið, í kjölfar þessarar nýju prenttækni, tekið upp nýtt geymsluform á blindraletri. Blindraletur er nú einkum geymt á disklingum og bókin prentuð út fyrir lánþega jafnóðum og þörf er á. Bókakosturinn á blindraletri blasir sem sagt ekki allur við lánþegum þegar þeir koma á safnið heldur gerist það æ tíðara að þeir nýti sér pöntunarþjón- ustu, velji sér efni á blindraletri eftir bókalistum safnsins. Einn merkasti þáttur blindraletursútgáfunnar er sá að nú er mögulegt að fá bækur á disklingum beint frá forlögum eða prentsmiðjum. Kerfið les bækurnar af disklingum og skilar þeim á blindraletri. Þar sparast vinna við að slá textann inn á tölvu. Hér er um mikla framför að ræða í framleiðslu lesefnis á blindraletri og mikinn vinnusparnað og nú geta bækur komið út á blindraletri um sama leyti og þær koma út á almennum markaði. I kjölfar þessara miklu tækniframfara hefur safnið nú snúið sér að því að vinna að meiri þekkingu á blindraletri einkum meðal fullorðinna blindra. Námsefni fyrir full- orðna hefur verið tekið saman og stendur nú yfir nám- skeið í blindraletri á vegum safnsins ætlað rosknum blind- um. Bókaskrárkerfið Tölvuvædd útgáfa á bókaskrám hófst árið 1986. Safnið gefur út viðbótarskrá á þriggja ára fresti. Skráin er send endurgjaldslaust til allra lánþega og liggur frammi á söfn- um og stofnunum. A.m.k. tvisvar á ári er gefin út sérstök skrá um námsefni á hljóðbókum og geta skólar pantað sér hana. Innanhússskrár svo sem lesaraskrár, aðfanganúm- eraskrár og allsherjarskrá yfir bókakostinn o.fl. eru gefnar út eftir því sem þörf krefur. Tölvuvæðing útlána Útlánskerfi Blindrabókasafns er handvirkt en verið er að vinna að tölvuvæðingu kerfisins og breytast þá rnjög starfsaðferðir í útlánsdeild. Markmið tölvuvæðingar út- lánskerfis Blindrabókasafns er fyrst og fremst að bæta þjónustuna svo sem bókaval og pantanaþjónustu við lán- þega. Útlánskerfið er frábrugðið öðrum bókasafnakerf- um að því leyti að það geymir lánssögu skjólstæðinganna sem er nauðsynlegt til þess að komast hjá því að senda lánþega aftur og aftur sömu bókina. Tölvukerfið tekur við hlutverki viðamikillar handunninnar spjaldskrár og að- stoðar auk þess mjög við bókavalið til lánþega en sá verkþáttur getur oft verið bókavörðum mikill höfuðverk- ur. Ekki aðeins blindir Þegar hljóðbókaþjónustan var skipulögð á landsvísu á Islandi um miðjan áttunda áratuginn var það fyrst og fremst ætlun frumkvöðlanna að opna blindu og sjón- skertu fólki heim bókmenntanna með þessari mikilvægu þjónustu. Vegna rúmra skilyrða til að eiga rétt á þjónustu safnsins er svo komið að jafnframt blindum og sjónskert- um hefur stór hópur fólks, sem á í lestrarerfiðleikum án þess að um beina sjónskerðingu sé að ræða, fengið aukin tækifæri til þess að njóta bókmennta á hljóðbókum. Hér nægir að nefna stóran hóp aldraðra og í annan stað lesblint fólk á öllum aldri. Meðalaldur lánþega almenns efnis er 84 ár. Stór hópur aldraðra, sem ella hefði lagt bóklestur á hilluna fyrir aldurs sakir, nýtur þess nú að fylgjast með því sem út kemur á bókamarkaðinum og lesa eldri bækur sem e.t.v. gafst ekki tími til að lesa á yngri árum. Námsbóka- þjónustan, sem vissulega opnar leið blindra og sjónskertra til framhaldsnáms, getur einnig skipt sköpum fyrir vel- gengni lesblindra á þessu skólastigi, og þeir eru hreint ekki svo fáir. SUMMARY The Icelandic Library for the Blind — the library with difference All major aspects of the library such as holdings, management, general and special services, technical equipment and state of automa- tion are described ín details. There is a particular emphasis through- out the article on pointing out those features which make it distinct from other li.braries. The two most important differences concern the holdings: books written in special letters for the blind and material recorded on tapes. Description of the users“ services is another example about the special responsibilities librarians have to face. There can be found an account of computer applications which have changed the production patterns of Braille books and also helped automate bibliographic publications and circulation. The library of- fers its services to other segments of the population, too, who are disadvantaged in a different way like e.g. the elderly and whose needs are better served by this library. 28 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.