Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 4
BÓKASAFNIÐ
20. árgangur 1996
Efni blaðsins:
5 Kerfisbundnar efhisorðaskrár
Þórdís T. Þórarinsdótdr
14 HeimasíSa bókasafna
Dr. Laurel A. Clyde
16 Bókaverðir í netbolum
Hólmkell Hreinsson
19 Samstarf almenningsbókasafha
Marta Hildur Richter og Pálína Magnúsdóttir
22 Almenningsbókasöfn ogforskólabörn
Þorbjörg Karlsdóttir
25 „Krimmaklúbburinn “
Helga Einarsdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
24 Gangskör 10 ára
Jóhanna Gunnlaugsdótdr
29 Fengur
Elísabet Halldórsdóttir, Sólveig Þorsteinsdótdr og
Margrét Björnsdóttir
33 Framtíðarsýn
Sólveig Þorsteinsdóttir
35 Bókaval og innkaupastefna á almenningsbókasafhi
Hulda Björk Þorkelsdóttir
38 Jón sœnski Matthíasson
Kristín Bragadóttir
42 Gullkista
Kristín Bragadóttir
46 Ur eikarskújfum á alheimsnet
Guðrún Karlsdóttir
50 íslensk þróunaraðstoð á sviði bókasafhs- og
ujiplýsingamála í Malawi
Ásgerður Kjartansdóttir
54 Tölvuvœðing íslenskra bókasafna
Stefanía Júlíusdóttir
64 Gegnir
Sigrún Hauksdóttir
68 Kennsla í bókasafns- og upplýsingafr&ði 40 ára
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir
71 Gagnagrunnur Jyrir íslenskar hjiíkrunarrannsóknir
Ragnheiður Kjærnested
74 Áhrif'heildaryfirlits (Conspectus) og rafrœnna upplýsinga
á uppbyggingu safhkostsStefanía Júlíusdóttir
82 Afgreiðslutími safna
júní1996
Frá ritnefnd:
Bókasafnið er fjölbreytt að venju og áhersla lögð á að birta grein-
ar sem tengjast tölvuvæðingu og nýjum miðlum á bókasöfnum. Sér-
staklega er fjallað um tvö samhæfð bókasafnskerfi Feng og Gegni.
Áherslan er sem fýrr á faggreinar og nú getur ritstjórnin í alvöru fylgt
eftir þeirri stefnu sinni að velja greinar í blaðið með tilliti til hversu
fræðilegar og vel framsettar þær eru. Það er álit ritstjórnar blaðsins að
eina fagtímariti okkar á íslensku beri að birta fyrst og fremst fræði-
greinar og stuðla þannig að betri bókasöfnum. Söfnin eru fyrst og
fremst til vegna þekkingarinnar og það er henni sem okkur ber að
þjóna. Því betri fagvinna sem unnin er inni á bókasöfnunum því betri
söfn, fleiri og ánægðari notendur.
Nú þegar 20. árgangur lítur dagsins ljós er ekki annað hægt en að
minnast þess tíma þegar ýmsir töldu að leggja ætd blaðið niður. Sem
betur fer var ekki hlustað á þessar svartsýnisraddir og í dag eigum við
gott og styrkt fagtímarit sem vekur undrun og aðdáun allra sem líta
það augum. Raddir hafa heyrst um að betra væri að blaðið kæmi út
tvisvar á ári, en við megum ekki gleyma að það olli seinkun á útgáfu
hér áður fyrr. Tvö blöð þýðir tvöföld vinna í sjálfboðavinnu. Við það
að fjölga blöðum er hætta á að metnaður verði ekki eins mikill þegar
vinnuálag verður of mikið og þá er betra að hafa eitt gott og vel unn-
ið ársrit.
Forsíða blaðsins er að þessu sinni listaverk eftir Guðrúnu Hannes-
dóttur bókasafnsfræðing og er gaman að við skulum eiga svo mikil-
hæfan listamann í hópnum. Myndin er af litla andarunganum sem
breyttist í svan og í mínum huga er hann tákn fyrir ímynd bókasafns-
fræðinga sem stundum eru of fljótir að raða sér við hlið andarungans.
Ef við munum hve stórkostleg saga bókasafnsfræðinnar og bókasafna
sem stofnanna eins og þau eru í dag er, sjáum við svanina sem hafa
dafnað og orðið fallegri með ári hverju. Við notum starfsheitið bóka-
verðir og sum okkar eru bókasafnsfræðingar og engin ástæða til að
breyta þessum starfsheitum. Heldur minnast þess að það erum við
sem höfum skapað þessar fallegu og virku stofnanir sem bókasöfnin
okkar eru.
Þetta blað er það þriðja og síðasta sem ég ritstýri að sinni og vil ég
nota tækifærið að þakka öllum fyrir gott samstarf. Ég hef verið svo
lánsöm að koma inn sem ritsjóri á miklum framfaratímum í faginu.
ört bætist við þá sem lokið hafa framhaldsnámi sem vel má merkja á
þeirri grósku sem hefur verið í skrifum fræðilegra greina. Fyrri rit-
stjórar blaðsins höfðu lagt mér góðan grunn að vinna með og vona ég
að mér hafi tekist að bæta í sarpinn fyrir ritstjórnir framtíðarinnar.
Að iokum þakkar ritnefnd öllum þeim sem lögðu til efni í blaðið
fyrir þeirra framlag. Merktar greinar eru á ábyrgð höfunda.
Júní 1996
Regína Eiríksdóttir
Útgefendur / Publishers: Ritnefnd /Editorial board:
Bókavarðafélag íslands Regína Eiríksdóttir, ritstjóri/editor
The Icclandic Library Association Gunnhildur Manfreðsdóttir
Félag bókasafnsfræðinga Magnea Bára Magnúsdóttir, ritari
The Association of Professional Margrét Björnsdóttir
Librarians Pálína Magnúsdóttir
Bókafulltrúi ríkisins The Dircctor of Public and Þóra Óskarsdóttir, gjaldkeri
School Libraries Hciinilisfang / Addrcss: Útdrættir / Summaries: Þórdís T. Þórarinsdóttir
Bókasafnið, Bókafulltrúi ríkisins Menntamálaráðuncytið Prentvinnsla: Borgarprent ehf.
Sölvhólsgötu 4 ISSN 0257-6775
150 Rcykjavík Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið
Eldri blöð fást hjá: lyklað í Library & Information Sci-
Þjónustumiðstöð bókasafna ence Abstract (LISA).
Forsíðumyndin sýnir listaverk efiir Guðrúnu Hannesdóttur, bókasafnsfraðing.
4 Bókasajhið 20. árg. 1996