Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 60

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 60
lega miðað við skilgreindar þarfir innanlands. Eldri rit sem bókasöfnin hafa ekki rými fyrir lengur og falla undir skil- greiningu um innlendar þarfir og rit keypt sérstaklega fyrir geymslusafnið til þess að hafa þau aðgengileg innanlands til sameiginlegra nota fyrir landsmenn. Geymslusafnið ætti ritin og hefði fullan ráðstöfunarrétt yfir þeim, útlán yrðu beint úr geymslusafninu. A einu bókasafni (1%) er talið að rekstur geymslusafns eigi að vera til þess að geyma eldri ár- ganga tímarita. Hjá 9 (13%) aðilum var merkt við að góð samskrá og vel skipulagt millisafnalánakerfi gerði rekstur geymslusafns hér á landi óþarfan. Spurningunni svöruðu ekki 14 (19%). Hvernig á að fjármagna rekstur geymslusafns? Aðeins um þriðjungur 23 (32%) bókasafna var reiðubú- inn til þess að greiða rekstur slíks safns af rekstrarfé sínu, um þriðjungur 23 (32%) er ekki reiðubúinn til þess og rúmur þriðjungur 26 (36%) hefur ekki skoðun eða er ófús að gefa upp hvernig eigi að þeirra dómi að fjármagna rekst- ur geymslubókasafns. Ekki var spurt um hvaðan fá ætti stofnkostnað slíks bókasafns. Hið óvœnta Spurt var um hvað hefði komið á óvart við tölvuvæðing- una með opinni spurningu. Svör eru 34 (47%). Þau hafa verið dregin saman og orðalagi breytt. Það helsta sem kem- ur fram er: • Að ekkert kom á óvart, á 13 bókasöfnum (18%). • Að leitir eru auðveldari og meiri aðgangur að efni en áður var, á 8 bókasöfnum (11%). • Að tölvuvæðing er tímafrek og mikil vinna við hana, á 4 bókasöfn- um (6%). • Að vel gekk að tölvuvæða, á 3 bókasöfnum (4%). • Að upp komu erfiðleikar tengdir búnaði og kerfishönnun, á 3 bókasöfnum (4%). Jafnframt var nefnt að á óvart kom hve mjög þarf að vanda vinnu við tölvuvæðingu, að setja þarf sérstakar vinnureglur og ef samnýta á skráningarfærslur, er ekki al- farið hægt að nota áfram sömu vinnureglur og áður á þeim bókasöfnum, sem taka þátt í samvinnunni, heldur þarf að fara eftir vinnureglum samskrár. Jákvætt viðhorf notenda kom á óvart, svo og hve útprentanir aukast stöðugt. Einnig kom á óvart á einum stað hve mikið var þar til af einstöku efni og annars staðar hve dýr tölvuvæðingin er. Nokkrir nefndu fleiri atriði en eitt. Þróun samvinnu á sviÖi skráningar, uppbygging- ar safnkosts og samnýtingar á safnkosti á nœsta áratug Spurt var, með opinni spurningu, um hvort líldegt væri að þróun á samvinnu á sviði skráningar, uppbyggingar safnkosts og samnýtingar á safnkosti næsta áratuginn yrði eins og svarendum þætti æskilegast. Svör eru 48 (67%). Þau hafa verið dregin saman og orðalagi breytt. í þeim kemur fram: • Að ekki er talið líklegt að þróunin verði eins og æskileg- ast er talið, frá 32 aðilum (44%). • Að líldegt er talið að þróunin verði eins og æskilegast er, frá lOaðilum (13%). Þar afsögðu4 (6%) að það myndi gerast vegna tækniframfara, 3 (4%) að þróunin yrði í átt til meiri samvinnu, af nauðsyn vegna samvinnu við aðr- ar Evrópuþjóðir, 2 (3%) að fjárhagsörðugleikar myndu knýja bókasöfn til samvinnu og 1 (1%) að vilji væri allt sem þyrfti. • Að samvinna sé líkleg milli bókasafna sem nota sama tölvukerfi, frá 5 aðilum (7%). • Að aðila skorti til þess að taka að sér forystu í samvinnu- málum, frá 7 aðilum (10%). Nokkrir nefndu, að það sem forystuaðilinn þarf að hafa til þess að aðstæður breytist, er vald til ákvarðanatöku. Aðrir að hann þurfi peninga til framkvæmda, enn aðrir að samvinnuvilja sé þörf. Tveir tóku fram að Þjóðarbókhlaða ætti að taka að sér forystuhlutverk, en sá þriðji að nauðsynlegt væri að forystuaðilinn væri óháður Þjóðarbókhlöðu og þyrfti því að stofna ríkisbókavarðarembætti til þess að gera kleyft að vinna að þessum málefnum. Sá fjórði nefndi að efla þyrfti embætti bókafulltrúa ríkisins þannig að það gæti haft frumkvæði að samvinnuverkefnum. • Að helsti Þrándur í götu samvinnu hér á landi er að dómi 9 (13%) aðila ósamvinnuþýðni: hver höndin er upp á móti annarri, illa gengur að koma sér saman um hlutina, og annað í þeim dúr. • Að nauðsynlegt sé að breyta lögum til þess að hægt sé að auka samvinnu var nefnt í svörum tveggja (3%) bóka- safna. Annar taldi nauðsynlegt að breyta almennings- bókasafnakerfi landsins og auka um leið samvinnu milli bókasafna. Hinn taldi að setja þyrfti lög um safnkost landsmanna til þess að tryggja sameiginlega uppbygg- ingu, samnýtingu og varðveislu hans. Jafnframt telur sá aðili að ef ekki kemur til ákveðin stefnumörkun af hálfu ríkisins í samvinnumálum bókasafna, með lagasetningu, verði samvinna ekki mikil í framtíðinni frekar en hing- að til. • Tveir aðilar nefndu sérstaklega hlut yfirvalda í þessum efnum: annar þeirra taldi að skilningsleysi yfirvalda og atvinnurekenda á raunverulegum verðmætum sem ligg- ja í bættri nýtingu og dreifingu upplýsinga illviðráðan- legt og hinn að framtíðin ráðist af því hvort menningar- lega sinnuð stjórnvöld sitji að völdum. • Einn aðili nefndi að tilveruréttur bókasafna byggist á því að þeim takist að nýta betur safnkost sinn og að verða meira áberandi í upplýsingamiðlun í þjóðfélaginu og að það væri aðeins mögulegt með samvinnu. • Einn aðili nefndi að sú tækni sem gerir mögulegt að hafa skrár aðgengilegar um allan heim í beinlínuaðgangi og einnig gagnasendingar á netum milli aðila valdi því að samvinna um uppbyggingu safnkosts sé ekki eins mikil- væg og áður. • Einn aðili nefndi að samskrá væri ekki nauðsynleg held- ur nettenging til að geta leitað í öllum skrám og að sam- skrá væri dýr og gamaldags kostur. VI Umræða Ljóst er að tölvuvæðing meginþorra bókasafna hófst ekki fyrr en eftir að horfið hafði verið frá áformum um starfrækslu Gagnabrunns bókasafna. Svo virðist sem nokk- uð hafi verið um að þau bókasöfn sem tölvuvæddust fyrir 1990 gerðu það til bráðabirgða, e.t.v. meðan beðið var eft- ir hvernig þróunin yrði, því um þriðjungur þeirra hafði skipt um tölvukerfi fyrir 1994. Niðurstöður geta einnig bent til þess að þegar horfið var frá starfrækslu Gagna- brunns bókasafna hafi samnýtingarhugmyndir vikið fyrir þeirri staðreynd að hver er sjálfum sér næstur og val tölvu- kerfis þá miðast við það sem hagstæðast þótti í bráð fyrir hvert safn, án tillits til samnýtingar. Reyndar er vandséð hvernig öðru vísi gat farið þar sem not af Gegni, bæði sem bókasafnskerfi og samskrárkerfi fyrir bækur, voru í byrjun takmörkuð við tiltekin bókasöfn. Og notkun á Feng sem 60 Bókasafnið 20. árg. 1996

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.