Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 57

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 57
annarrar tegundar á milli kerfa. 5 (7%) merktu við liðinn annað. 20 svöruðu ekki þessari spurningu. Margir nefndu fleiri en einn möguleika til samnýtingar. Augljóst er að bókasafnstölvukerfi hafa ekki verið valin með tilliti til víð- tækra möguleika á samnýtingu skráningarfærslna, þar sem hjá aðeins um 50% er að hægt að flytja færslur á milli kerfa af sömu tegund og hjá undir 20% er hægt að flytja færslur úr öðrum tegundum tölvukerfa yfir í þeirra kerfi. Sam- hæfni á þessu sviði er forsenda íyrir samnýtingu skráning- arfærslna. Hverniggengur aöfylgja stefnu um samnýtingu á skráningarfœrslum? A 20 (28%) bókasöfnum hafði tekist að fylgja stefnu um samnýtingu á skráningarfærslum. Af þeim merktu 4 (5.5%) við kaup á skráningarfærslum, 8 (11%) við skipti, 5 (7%) við bæði kaup og skipti og 6 (8%) merktu við lið- inn annað. Hjá 22 (31%) var merkt við að samnýting hefði ekki tekist. Þar af merktu 2 (3%) við að skráningarhættir væru of ólíkir og 2 (3%) að þeir hafi engan til þess að hafa samvinnu um skráningu við, þar sem engin önnur bóka- söfn safni efni á sama efnissviði og 14 (19%) merkja við liðinn aðrar ástæður. 29 (40%) svöruðu ekki þessari spurn- ingu eða merktu við að hún ætti ekki við hjá þeim. Eitt (1%) svar var ógilt. A könnunartíma hafði samnýting að- eins tekist hjá 20 þeirra 36 bókasafna sem stefndu að henni við tölvuvæðingu. Ahrif tölvuvœðingar á samnýtingu skráningarvinnu Viðbúið er að áform um nýtingu tölvutækninnar breyt- ist eftir að hún er tekin í notkun og möguleikar á nýtingu hennar verða skýrari. Aðeins 16 (22%) aðilar merktu við að áform um aðföng eða gerð skráningarfærslna hefðu breyst eftir að tölvuvæðing hófst. Meirihlutinn, 49 (68%) merkti við óbreytt áform. í þeim hópi geta bæði verið aðilar sem stefndu að samnýtingu fyrir tölvuvæðingu og aðilar sem nota tölvukerfi án samnýtingarmöguleika. Spurningunni svara ekki 7 (10%). Kostir samnýtingar á skráningarfierslum Svör bárust frá 23 (32%) bókasöfnum. A þeim öllum var merkt við að samnýting sparaði tíma bókavarða, á 16 (22%) við bætta þjónustu, á 12 (17%) við sparnað á fjár- munum og á 1 (1%) við liðinn annað. Meirihlutinn 49 (68%) svaraði ekki þessari spurningu. Hvað ber framtíðin í skauti sér við samnýtingu skráningarvinnu? Ætla má að samnýting á skráningarfærslum aukist í framtíðinni. Að því var stefnt á 47 (65%) bókasöfnum á könnunartíma og tækniframfarir gera það æ auðveldara. Á aðeinsl3 (18%) bókasafnanna var merkt við að skipulögð áform hefðu verið gerð, en á 34 (47%) að það stæði til en hefði ekki verið skipulagt. Á 10 (14%) bókasöfnum var merkt við að ekki væri stefnt á aukna samnýtingu í fram- tíðinni. Sum þeirra gætu reyndar þá þegar hafa náð æski- legu samnýdngarstigi. Á 4 (5.5%) bókasöfnum var merkt við liðinn annað og 11 (15%) svöruðu ekki spurningunni. Á miklum meiri hluta bókasafna var merkt við að æskilegt sé að mun meiri samvinna sé höfð við nýtingu á skráning- arfærslum en hingað til hefur tíðkast. Á 60 (83%) bóka- söfnum er merkt við að æskilegt sé að skráningarfærslur fyr- ir íslenskt efni séu gerðar aðeins einu sinni og þær megi fá tilbúnar [í rafrænu formi] til notkunar í algengustu tölvu- kerfum landsins, auk þess sem fá megi af þeim útprentan- ir. Á 48 (67%) bókasöfnum er merkt við að æskilegt sé að kaup á skráningarfærslum, fyrir erlent efni, séu skipulögð þannig að aðeins þurfi að kaupa hverja slíka skráningar- færslu einu sinni til landsins og hún sé samnýtt. Á 47 (65%) bókasöfnum er merkt við að æskilegt sé að samvinna um skráningu sé milli þeirra bókasafna, sem nota sömu tegund tölvukerfis. Á aðeins 3 (4%) bókasöfnum er merkt við að æskilegt sé að engin samvinna sé um skráningu, heldur útvegi bókasöfn sjálf skráningarfærslur eða frum- skrái eftir því sem best hentar í hverju bókasafni. Á einu (1 %) bókasafni er merkt við liðinn annað. Margir merktu við fleiri en einn möguleika. Spurningunni var ekki svarað á 4 (6%) bókasöfnum. Hvaða aðili œtti að hafa forgöngu um samvinnu við skráningu? Um þetta atriði var spurt með opinni spurningu. Á yf- irgnæfandi meirihluta þeirra 55 (76%) bókasafna sem svar- aði var litið til þjóðbókasafns sem forystuaðila um samnýt- ingu á skráningarvinnu. 41 (57%) nefndu þjóðbókasafn eða Landsbókasafn og Háskólabókasafn, en könnunin var gerð rétt áður en þau söfn sameinuðust formlega. 11 (15%) nefndu stjórnsýsluembætti svo sem embætd bókafulltrúa ríkisins í menntamálaráðuneytinu eða ríkisbókavörð [vænt- anlega að því tilskildu að slíkt ernbætd verði stofnað], 5 (7%) nefndu Borgarbókasafn, 3 (4%) nefndu Þjónustu- miðstöð bókasafna, aðilar sem 2 nefndu voru: sérfræðisöfn, fagfélög (Félag bókasafnsfræðinga og Bókavarðafélag Is- lands), forstöðumenn og starfsmenn bókasafna, bókasafns- og upplýsingafræðin við Háskóla Islands. Nokkrir nefndu annað. Margir nefndu fleiri en einn aðila, 1 svar var ógilt. Hvaða aðili œtti aðþínum dómi að bera kostnað við skráningarsamvinnu? Um þetta atriði var spurt með opinni spurningu og skiptust svörin í tvö horn. Annars vegar sögðu 35 (47%) að bókasöfnin sjálf eða notendur skráningarfærslna eigi að greiða fyrir þær og hins vegar sögðu 27 (38%) að sveitarfé- lög, ríki og Þjóðarbókhlaða eigi að bera kostnaðinn. Nánar tiltekið eru svörin á þessa Ieið: Aðildarsöfn og notendur sögðu 35 (47%), ríkið sögðu 13 (18%), Þjóðarbókhlaða sögðu 9 (13%), sveitarfélögin sögðu 5 (7%). Tveir nefndu annað. Þessari spurningu svöruðu 54 og 1 svar var ógilt. Margir nefndu fleiri en einn aðila. IV Samnýting á safnkosti Notkun safnkosts talin í beinum útlánum og millisafnalánum Aðeins 46 (64%) bókasöfn gáfu upp tölur um útlán árs- ins 1992, þau voru alls 1.576.087. Fyrir árið 1993 fengust upplýsingar um útlán 43 (60%) bókasafna, sem lánuðu út 1.662.219 rit. Ekki er raunhæft að áætla hlutfallslega aukn- ingu milli ára þar sem færri gefa upplýsingar fyrir árið 1993 en 1992 en um greinilega aukningu er þó að ræða. Tölur um millisafnalán eru ekki marktækar, en fleiri gefa upplýs- ingar fyrir árið 1992. Það ár voru millisafnalán frá 30 (42%) bókasöfnum 12.014. Á sama tíma voru millisafna- lán til bókasafna samkvæmt upplýsingum frá 27 (38%) að- ilum 6.041 talsins, þess ber að gæta að færri svöruðu þess- um lið. Tölur fyrir árið 1993 fengust aðeins frá um þriðj- ungi svarenda, vegna þess að ekki var búið að telja saman Bókasafhið 20. árg. 1996 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.