Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 33
Sólveig Þorsteinsdóttir
Framtíðarsýn
Veruleiki og sýndarveruleiki
Tækniframfarir hafa haft í för með sér miklar breydngar
á bókasöfnum. Ný og breytt þjónusta hefur fýlgt tækninni.
Hlutverk bókasafns - og upplýsingafræðinga hefur hingað til
verið að safna, varðveita, skipuleggja og dreifa upplýsingum.
Með nýrri tækni sjáum við fram á að hlutverk okkar mun
breytast í það að auðvelda notendum aðgang að upplýsing-
um í tölvutæku formi eins og bókum, tímaritsgreinum,
myndefni og fleiru í sinni eigin tölvu án þess að yfirgefa
skrifstofu sína. í stað þess að safna gögnum á einn ákveðinn
stað, skrá og lána út, munum við í auknum mæli skrá það
efni sem gefið er út í tölvutæku formi. Við munum velja
leitarorð til að auðvelda notandanum leitina og velja úrvals-
efni úr miklu magni upplýsinga sem notandinn hefur ekki
tíma til að fara í gegn um. En val á efni, innkaup og útlán
munu heyra sögunni til. Bók í tölvutæku formi þarf ekki að
lána út. Stórar uppsláttarbækur í læknisfræði eru sumar
gefnar út í litlum vasatölvum.
Tækniframfarir hafa verið mjög örar undanfarin ár og er
ekki laust við að við sem á söfnunum störfum höfum þurft
að skoða hlutverk okkar í nýju ljósi og tileinka okkur þessar
nýjungar. Fyrir um það bil ári síðan vissum við sennilega
fæst um tilvist Internetsins. Það hefur hrifið fólk með sér
eins og stormsveipur. Geisladiskar sem hafa að geyma ótrú-
legt magn upplýsinga hafa náð geysilegum vinsældum á
fáurn árum. Diskarnir geyma gagnagrunna, bækur, tímarits-
greinar, myndir svo eitthvað sé nefnt. Geisladiskar munu
fljótlega leysa myndbandsspólurnar af hólmi. Utgáfustarf-
semin er að færast yfir á tölvurnar og sumt efni kemur að-
eins út í tölvutæku formi. Tímarit eru í auknum mæli
geymd í tölvutæku formi og í stað þess að þurfa að fmna
tímaritið á bókasöfnum er hægt að fá tímaritsgreinar án þess
að fara á safnið. Gagnagrunnurinn Uncover sem er aðgengi-
legur á Internetinu er gott dæmi um þessa breytingu. Hægt
er að leita að tilvitnunum að mörg þúsund tímaritsgreinum,
notendanum að kostnaðarlausu. Síðan er hægt að panta alla
greinina og fá hana senda í tölvutæku formi. Notandinn
greiðir fyrir greinina og er þá hægt að greiða fyrir hana með
greiðslukorti. Söfn erlendis hafa sagt upp tímaritum og vís-
að notendum sínum á þessa þjónustu í staðinn.
Netin verða allsráðandi. Allt það efni sem var eingöngu
inni á tölvum bókasafnsins verður inni á ned aðgengilegt
öllum. Víða í læknisfræðibókasöfnum er þessi þróun mjög
hröð. Bókasöfnin eru á tímamótum. Frá því að vera staður
þar sem áhersla var lögð á að safna, varðveita og velja efni
fyrir þröngan hóp notenda í nánasta umhverfi í það að vera
hlekkur í alþjóðlegri upplýsingakeðju. Þar verður geta safns-
ins mæld í tölvuminni og því magni af upplýsingum sem
það hefur aðgang að í tölvutæku formi. Jafnframt mun
hæfnin dl að skila upplýsingum til notandans í myndrænu-
eða textaformi með miklum hraða hvar sem er í heiminum
vega þungt. Bókasafnsfræðingar munu líklega í framtíðinni
vinna áfram fýrir þennan þrönga hóp notenda á heimaslóð-
um. Hlutverk okkar væri þá t.d. að efnisflokka efnið sem
gefið er út í tölvutæku formi. Þannig munurn við auðvelda
heimsbyggðinni aðgang að efni sem gefið er út af þessum af-
markaða hópi á heimaslóðum. Annað hlutverk væri að auð-
velda notendum úr nánasta umhverfi aðgang að upplýsing-
um sem geymdar eru í tölvum hvort sem það efni hefúr ver-
ið skrifað á íslandi e^a Ástralíu. Sérhver notendaskjár verð-
ur sniðinn að þörfum notendahópsins. Skjárinn gefur að-
gengi að röð upplýsinga og má þar nefna:
1. Staðbundnir gagnagrunnar yfir það efni sem aðgengilegt er á við-
komandi safni.
2. Gagnagrunnar á geisladiskum.
3. Valdar upplýsingar frá utanaðkomandi aðilum á Internetinu.
4. Staðbundnar upplýsingar um t.d. listasýningar, ieikrit, kvikmynd-
ir, fúndi o..fl.
5. Beinn aðgangur að t.d. gagnagrunnum þar sem hægt væri að nálg-
ast allt efnið eins og t.d. Uncover.
6. Ritvinnsla.
7. Forrit eins og t.d. Endnote - Endlink, þar sem notandinn getur
byggt upp sinn eiginn gagnagrunn og meðhöndlað gögnin eftir
þörfum.
Allt væri þetta aðgengilegt í gegnum Internetið. Efnið
verður í auknum mæli textinn í heild sinni og verður hann
allur leitarhæfur. Gamalt efni verður skannað inn í tölvurn-
ar en nýtt efni vélritað, lesið eða skrifað beint inn. Margir
spá því að efnisorðin muni hverfa.
Bókasafnið er ekki Iengur rólegur staður þar sem legið er
yfir bókum, heldur upplýsingamiðstöð þar sem notendur
framkvæma sínar eigin leitir, skoða myndrænt kennsluefni í
tölvutæku forrni. Þessi upplýsingamiðstöð er hluti af stærri
heild. Notendur geta nálgast upplýsingar hvenær sem er sól-
arhringsins. Safnkosturinn er ekki takmarkaður við einn
stað heldur dreifður út um allan heim. Notendahópurinn
hefur líka breyst frá því að vera frá þinni eigin stofnun í það
að vera í öðru landi eða heimsálfu. Bókasafnið verður jafn-
vel sýndarheimur á Internetinu, þar sem gengið er inn í
sýndarsafn og leitað í tölvu, bók valin úr hillu og lánuð út
eins og í raunveruleikanum. Hversu vel okkur sem störfum
á bókasöfnunum tekst að aðlagast þessum breytingum er
undir ýmsu komið. Við verðum að fýlgjast vel með öllum
tækninýjungum. Efla þarf samstarf. Mikilvægt er að skyggn-
ast inn í framtíðina og vera tilbúin að umbylta söfnunum
þegar þörf krefur. Námið í bókasafns- og upplýsingafræðum
verður að ná yfir nýjungar á sviði upplýsingatækninnar.
Endurmenntun verður að vera fjölbreytt og við verðum að
vera sérfræðingar á sviði tækninnar sem verður æ stærri hluti
af okkar starfssviði. Við þurfum að vera hugmyndarík og
djörf og aðeins þá tekst okkur að halda velli sem starfstétt í
upplýsingaheim 21. aldarinnar.
SUMMARY
Future Vision : Reality or Virtual Reality
Discusses new technologies in libraries, like the Internet and multi-
media CD-ROM, and their impact on the role of libraries and librari-
ans, as to collect, preserve, organise and disseminate information to sel-
ect and evaluate and facilitate the access to machine readable in-
formation and rnake them readily available on the privat computer of
the end user. Points out the constant increase of electronic publishing
and that instead of going to the library for information it is available on
line. The author’s future vision is that each personal computer will be
tailored to the needs of each user and access to various databases will be
available. Points out that printed material will be scanned into the data-
bases and will be fully searchable on natural language basis. The libr-
aries will change from quite places to busy information centers with
connections to information all around the world. Points out that the
library user group has enlarged and clicnts can now even be situated in
another continent. How quickly library personnel will adapt to the new
technologies depends on factors like cooperation among libraries, the
quality of the library science education, the continuing education offer-
ed and their courage to keep abreast of changes.
Bókasafnið 20. árg. 1996 33