Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 7
Mynd 1 - Samanburður á frjálsum og stöðluðum orðaforða. Frjáls orðaforði Stýrður orðaforði Kostir: Gallar: Mikil sérgreining gefur nákvæmni. Yfirburðir við að finna ein- stök heiti, s.s. nöfn manna og stofnana. Nákvæmni skortir, jafnvel í yfirgripsmiklum lyklunarkerfum. ítarleiki gefur möguleika á góðum leitarheimtum. Gildir ekki um gagnabanka með titlum eingöngu. ítarleika skortir. Kostnaður við lyklunarstig til jafns við frjálsan orðaforða frágangssök. Einnig geta heiti fallið niður fýrir mistök þeirra sem lykla. Nútímalegur. Ný heiti tiltæk þegar í stað. Ný heiti koma ekki strax inn. Nokkur tími líður þar til heiti eru tekin upp í kerfisbundna efnisorðaskrá. Orðaforði höfundar notaður - engin hætta á misskilningi af hendi þess sem lyklar. Orðanotkun höfundar hætt við að misskiljast. Mistök í vali lykl- unarheita getur orsakað að efnisþætti vanti. Sá sem leitar getur notað almennan orðaforða. Sá sem leitar þarf að tileinka sér tilbúið tungumál. Lítill kostnaður við ílagsferli (e. input). Mikill kostnaður við ílagsferli (e. input). Skipti á upplýsingum milli gagnabanka auðveldari. Ósamrýmanleiki vegna tungumáls ekki fyrir hendi. Ósamrýmanleiki hindrar auðveld upplýsingaskipti. Gallar: Kostir: Vitsmunaleg áreynsla lögð á þann sem; leitar. Vandamál skapast við heiti sem hafa mörg samheiti og/eða til eru af nokkrar teg- undir. Auðveldar heimildaleitir: • Gefur yfirlit um samheiti og samheitaígildi og vísar frá sér- hæfðum heitum úr venjulegu máli til samsvarandi valorðs til að víkka leit. • Afmarkar samyrði (e. homograph). • Er búinn umfangslýsingum. • Sýnir víðari, þrengri og skyld heiti. • Sýnir hugtök sem erfitt er að henda reiður á í frjálsum texta. Setningarfræðileg vandamál. Hætta á röngum upplýsingum vegna ónákvæmra tengsla heita. Vinnur bug á setningarfræðilegum vandamálum með samsettum heitum og öðrum aðferðum. ftarleiki getur leitt til minni nákvæmni. Við venjulegt lyklunarstig er komið í veg fyrir ónákvæmni með miklum ítarleika (þ.e. leitarheimtur aukahugtaka á jaðarsviðum). Mikilvægur kostur í gagnabönkum með tölum og einnig í fjöl- tyngdum lyklunarkerfum. í alþjóðlega staðlinum ÍST ISO 5963:1985 segir enn- fremur eftirfarandi um lyklun (grein 4.2, s. 8): Við lyklun eru hugtök fengin úr heimildum með vitsmunalegri grein- ingu og þau síðan umorðuð sem efnisorð. Bæði við greiningu og um- orðun ætti að styðjast við hjálpartæki lyklunar svo sem kerfisbundnar efnisorðaskrár og flokkunarkerfi. Hér að ofan er með ótvíræðum hætti tekin afstaða og mælt með að nota fyrirfram staðlað og mótað efnisorða- kerfi við lyklun heimilda. Alþjóðlegi staðallinn IST 90 tekur fyrst og fremst til umfjöllunar þau fortengsl sem setja má fram í kerfisbund- inni efnisorðaskrá og mælt er með að sýna með tilteknum skammstöfunum eða táknum. Staðall um gerð kerfisbundinna efnisorðaskráa Flokkunarnefnd bókasafna hefur þýtt alþjóðlega staðalinn ISO 2788/1986 um gerð efnisorðaskráa sem Staðlaráð Is- lands á Iðntæknistofnun gaf út í endanlegri útgáfu 1991 Tengsl efhisorða: Fortengsl - eftirtengsl Tengslum milli efnisorða má skipta í tvær mismunandi gerðir eftir því hvenær þau eru mynduð (ÍST 90, 1991, s. 7): 1. Annars vegar eru svokölluð eftirtengsl eða leitartengsl (e. post-coordination). Tengsl milli efnisorða eru þá mynduð við heimildaleitir eftir tilteknum aðferðum eða kerfum, t.d. með Boole leitaraðferðum. Tölvuleit er í eðli sínu eftirtengd leit þar sem hvert efnisorð getur ver- ið sjálfstæður leitarlykill eða tengst öðru leitarorði í sam- settri leit. 2. Hins vegar er talað um svokölluð fortengsl eða kerfis- bundin tengsl (e. pre-coordination). Slík tengsl eru mynduð við lyklun heimildar samkvæmt reglum efnis- orðakerfis. Sýna má tengslin á mismunandi hátt, t.d. með táknum, með staðsetningu efnisorðs innan færslu eða með leturbreytingum. sem íslenska staðalinn ÍST 90 með gildistöku 1. janúar 1992. Staðallinn ber titilinn: Heimildaskráning - leiðbein- ingar um gerð ogþróun kerfisbundinna efhisorðaskráa á einu tungumáli. Staðallinn byggir á hugmyndum um stöðlun orðaforða eftir tilteknum reglum og kerfisbundinni framsetningu hans. Þar er kerfisbundin efnisorðaskrá skilgreind á eftir- farandi hátt (grein 3.3, s. 8): Orðasafn yfir staðlað lyklunarmál (sjá gr. 3.2) þar sem fortengsl milli hugtaka eru sýnd á skýran hátt (t.d. „víðara heiti“, „þrengra heiti“) í grein 3.2 á sömu síðu er lyklunarmál (e. indexing language) síðan skilgreint sem: Staðlaðar samstæður heita sem valin eru úr venjulegu máli (að með- töldu sérfræðimáli) til þess að lýsa á hnitmiðaðan hátt efni heimilda. I staðlinum IST 90 eru, svo sem áður segir, þau for- Bókasafhið 20. árg. 1996 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.