Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 11
Notkun kerfisbundinnar efnisorðaskrár tryggir sam- kvæmi við lyklun. Upplýsingar um tiltekið efni dreifast ekki undir mörg mismunandi efnisorð, heldur er ávallt fært undir sama valorðið. Slík skrá er mikilvægt hjálpargagn við lyklun, þ.e. við ákvörðun hentugra valorða og stuðlar enn- fremur að samræmi í notkun valorða. Ef upplýsingar um tiltekið efni eru lyklaðar undir fleiri en einu heiti er hætt við að hluti upplýsinganna finnist ekki við heimildaleitir. Kerfisbundin efnisorðaskrá segir fyrir um hvaða heiti skuli nota. Fyrirmælin Notið og Notið fyrir (skammstafað N og NF) leiða þann sem lyklar að því heiti sem nota skal sem valorð. Kerfisbundin efnisorðaskrá auðveldar notendum upp- lýsingaleitir. Leiðir notendur sem nota mismunandi orð fyrir sama fyrirbærið (þ.e. samheiti) að því heiti (þ.e. val- orði) sem heimildir um það tiltekna fyrirbæri eru skráðar undir. Ef ekki væri um slíkar tilvísanir að ræða væri hætta á að hluti heimilda kæmi ekki fram við upplýsingaleitir og nýttust þar af leiðandi ekki notendum. Notkun kerfisbundinna efnisorðaskráa gerir upplýs- ingaleitir markvissari og skilvirkari. Notendur eru minntir á önnur skyld heiti sem gætu verið gagnleg við heimildaleitir og gerir slík skrá heimildaleitir markvissari og skilvirkari, þ.e. eykur nákvæmni í leitarheimtum. Efnisorðagjöf með hjálp kerfisbundinnar efnisorðaskrár bætir við leitarþáttum miðað við möguleika efnisflokkunar sem eykur leitarmöguleika sem nýtast við heimildaleit- ir. Aðgangsmöguleikum að heimildum fjölgar sem stuðlar aftur að bættri nýtingu safnkosts. Hefðbundin efnisflokk- un, t.d. samkvæmt Dewey-kerfi veidr einn leitarmöguleika að hverri heimild eða í mesta lagi þrjá ef aukamarktölur eru notaðar. Með efnisorðagjöf má bæta við eins mörgum leit- arþáttum við og þurfa þykir hverju sinni. Ef um greinasöfn er að ræða má efnisgreina hverja grein fyrir sig með hjálp efnisorða. Greinasöfn um mismunandi efnisþætti hafa ein- mitt oft verið n.k. feluefni á bókasöfnum eða grátt efni sem oft hefur verið erfitt að nálgast. Efnisorðin lýsa þannig upp gráu svæðin í safnkostinum og stuðla að betri nýt- ingu hans. Notkun efnisorða hefur ennfremur þann kost að heim- ildaleitir samkvæmt þeim ganga þvert á efnisflokka flokk- unarkerfa og virka líkt og efnislykill flokkunarkerfis (sbr. efnislykil Dewey-kerfisins). Efnisorð safna þannig saman efni sem dreifist við flokkun á mismunandi efnisflokka. Umhverfismál er dæmi um efni sem dreifist á marga mis- munandi flokka í Dewey-kerfi. Við tölvuvædda heimilda- leit skipast efnið saman, þar sem efnisorðaleit gengur þvert á efnisskiptingu flokkunarkerfisins. Gœðastjórnun við lyklun heimilda Gæði lyklunar helgast af því hversu nákvæmlega og markvisst hefur tekist að skrá efnisinntak tiltekinnar heim- ildar þannig að takast megi að finna hana með orðaforða lyklunarmálsins þegar notendur þurfa á upplýsingunum að halda. í staðlinum ÍSTISO 5963:1985 er lögð áhersla á gæða- stýringu (e. quality control) við lyklun heimilda. Gæði og samkvæmni lyklunar eru þar m.a. talin velta á eftirfarandi þáttum (grein 8.1, s. 10): s) Hæfni og sérfræðiþekkingu þess sem lyklar. b) Gæðum hjálpargagna við lyklun. Það markmið er sett fram í sömu grein staðalsins að samkvæmni milli efnisorða sem tiltekinni heimild er gefin og sá ítarleiki sem næst fram við lyklun ættu að vera söm og jöfn óháð því hver lyklar. Ennfremur ættu ofangreindir þættir að haldast tiltölulega stöðugir meðan tiltekið lyklun- arkerfi er í notkun. Hér eru sett fram háleit markmið, en mikla nákvæmni og samræmingu þarf að viðhafa til að ná þeim fram. I staðlinum er einnig bent á að algjört hlutleysi af hálfu þess sem lyklar sé nauðsynlegur þáttur í að ná fram sam- kvæmni við lyklun (grein 8.2, s. 10). Ennfremur er mælt með því að þeir sem lykli heimildir hafi bein tengsl við notendur (e. end user) þar sem þeir geti oft sagt til um hvort tiltekin heiti séu markviss miðað við efnisinntak heimildar (grein 8.4, s. 10). I staðlinum er al- mennt lögð rík áhersla á að koma til móts við þarfir not- enda. Til hagræðis mætti skrifa þau valorð sem hver heimild fær á hana sjálfa (t.d. aftan á titilsíðu ef hún er fyrir hendi) þannig að safnnotendur sjái hvaða efnisorðum tiltekinni heimild hefur verið úthlutað og hafi þannig tækifæri til að koma með tillögur um viðbætur eða breytingar. Greinar- höfundi hefur reynst þetta verklag vel og í reynd stuðlar það að samvinnu milli notenda og starfsfólks um ákvörðun og þróun valorða. Þá er bent á í staðlinum að gæði í lyklun séu einnig komin undir viðtökuhæfni þess lyklunarmáls sem notað er. (grein 8.5, s. 10). Lyklunarmál ætti hindrunarlítið að taka við nýjum heitum eða breytingum á íðorðaforða og enn- fremur að svara nýjum þörfum notenda. Litið er á það sem grundvallaratriði að það lyklunarmál sem notað er hverju sinni sæti tíðum endurskoðunum. Samkvœmni í lyklun Yfirlýst markmið með útgáfu alþjóðlega staðalsins IST ISO 5963 er að stuðla að samræmdum starfsaðferðum við lyklun (grein 1.4, s. 7): a) Innan stofnunar eða stofnananets. b) Milli mismunandi lyklunaraðila, sérstaklega þeirra sem skiptast á bók- fræðilegum færslum. í staðlinum er ennfremur lögð áhersla á að við lyklun séu hugtök fengin úr heimildum með vitsmunalegri grein- ingu (grein 4.2, s. 8) og þau síðan umorðuð sem efnisorð. Bent er á að bæði við greiningu og umorðun ætti að styðj- ast við hjálpartæki lyklunar svo sem kerfisbundnar efnis- orðaskrár. Lancaster (1986, s. 3) bendir á að til þess að hugtaka- greiningin geti verið markviss þurfi sá sem lyklar að kunna skil á efni heimildar, því lyklunarkerfi sem notað er og geta gert sér góða grein fyrir þörfum væntanlegra notenda. Því er ekki að leyna að erlendar rannsóknir sýna að erfitt er að ná fram við lyklun fullri samkvæmni milli mismun- andi lyklunaraðila þrátt fyrir að notuð séu sömu stöðluðu efnisorðakerfin við lyldunina og stefnumörkun hafi verið samræmd (sbr. Chan, 1989; Reich og Biever 1991). Jafnframt kemur sterklega fram í ofangreindum rann- sóknum að ekki dugi að láta deigan síga í þeirri viðleitni að ná fram samræmingu og samkvæmni í lyklun heimilda þar sem það sé einmitt eitt af lykilatriðunum við árangursríkar leitarheimtur. Heimildaleitir - Nákvœmni leitarheimta Þegar leitað er heimilda í gagnabanka (Lancaster, 1991, s. 3-4) er markmiðið ávallt að finna á markvissan hátt upp- lýsingar sem uppfylla þarfir viðkomandi notanda (e. rel- evant information) og helst ekkert umfram þær. Bókasafhið 20. árg. 1996 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.