Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 25
Helga Einarsdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir „Krimmaklúbburinnu leshringur sakamálaskáldsagna Á haustdögum árið 1994, fékk Helga Einarsdóttir þá bráðsnjöllu hugmynd að stofna lestrarfélag kvenna sem áhuga hefðu á lestri leynilögreglusagna. Helga hafði sam- band við aðrar konur sem hún vissi að höfðu sama áhuga- mál og félagið var stofnað í september sama ár af þeim Helgu Einarsdóttur, Dóru Júlíussen, Onnu Jensdóttur, Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur, Sigurbjörgu Júlíusdóttur, Þorbjörgu Jónsdóttur, Sigurborgu Rögnvaldsdóttur, Sig- ríði Matthíasdóttur og Súsönnu Flygenring. Hugmyndin er reyndar komin frá konum á Akureyri sem sögðu frá svip- uðum klúbbi í Veru hér um árið. Okkar klúbbur er þó frá- brugðinn þeim norðlenska að því leyti að við lesum ekki eingöngu bækur eftir konur, þó kvenhöfundar séu í mikl- um meirihluta. Félagsskapur þessi er afskaplega óformlegur en þó hefur verið fjárfest í fundargerðarbók þar sem helstu atburðir hvers fundar eru tíundaðir. Erfiðlega hefur gengið að fmna nafn á félagið og gengur það undir ýmsum nöfnum, s.s. „krimmaklúbburinn", „glæpagengið" o.fl. í þeim dúr. Við hittumst einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, (þá kemur sér vel að vera 9) en í sumar lá allt félagsstarf niðri, þó ekki sé þar með sagt að ekkert hafi verið lesið þá mán- uðina. Við lesum allar mikið, kaupum bækur og höfum ákveðnar skoðanir á því hvernig góðir „krimmar" eiga að vera og erum merkilega oft sammála, þó hver og ein eigi sér auðvitað sinn uppáhalds höfund. Á þessum kvöldstundum skiptumst við á bókum, ræðum efni þeirra og stíl, hvað okkur hafi líkað og hvað ekki. Einstaka sinnum slæðast inn á borð til okkar bækur af öðrum toga, s.s. barnabækur og fantasíur, einkum vegna áhuga sumra félagsmanna á þess- um tegundum bókmennta. Flestar bækurnar eru á ensku, en Norðurlandamálin eiga líka sína fulltrúa. Því miður hafa íslenskir rithöfundar ekki komist upp á lag með að skrifa góða „krimma“, ekki síðan Ólafur við Faxafen skrifaði Allt í lagi í Reykjavik fyrir margt löngu. Oft hefur verið reynt að finna skýringu á þessu en engin niðurstaða fengist. Margar sakamálasögur eru gagnrýnar á samfélag- ið, t.d. deilir Elisabeth George á breska stétta- skiptingu í fyrstu bók sinni Great deliverance, en sú ádeila dofnar eftir því sem fleiri bækur bæt~ ast í flokkinn um þau Lynley og Havers. I nýj- ustu bók Ruth Rendell Simisola kemur höfund- urinn inn á stöðu erlends þjónustufólks hjá yfir- stéttinni í Bretlandi og það hversu grunnt er á kynþáttafordómum hjá fólki sem þó telur sig frjálslynt. Margir kvenhöfundar deila á karlaveldið í bók- um sínum, þar sem kvenhetjurnar þurfa ekki aðeins að kljást við alls kyns glæpalýð heldur einnig fordóma karl- kyns stéttarfélaga sinna og samfélagsins. Hér á eftir kemur listi yfir höfunda sem við höfum ver- ið að lesa undanfarið ár og getum mælt með. Auk þess mælum við með smásagnasafninu Woman’s eye sem Sara Paretsky tók saman og skrifaði formála að, þar sem kemur fram ýmislegt um leynilögreglusögur effir konur og mun- inn á þeim og sams konar bókmenntum eftir karla. Við tökum fæðingarár höfundarins með ef við vitum það. Þessum lista er ekki ætlað að vera tæmandi upptalning á góðum höfundum sakamálasagna, né heldur er þetta fræði- leg úttekt á þessari tegund bókmennta, aðeins lauslegar umsagnir um bækur sem gaman er að lesa. Elisabeth George: bandarísk f. 1949 Þó Elisabeth George sé bandarísk og búi í Kaliforníu eru sögur hennar mjög „breskar“. Hún hefur skrifað sjö bækur um Iögregluparið Thomas Lynley, sem er af aðalsættum, og Barböru Havers sem kemur úr verkamannafjölskyldu. Þau starfa hjá Scotland Yard í London. f fyrstu bókinni um þau skötuhjú koma fram mismunandi viðhorf ólíkra stétta en í síðari bókunum ber meira á sálfræðilegum vangaveltum og þjóðfélagsádeilu. Ellis Peters: (duln. f. Edith Pargeter) bresk 1913—1995 Peters hefur skrifað yfir níutíu bækur, sú fyrsta kom út 1936. Hér á landi er hún án efa þekktust fyrir bækurnar um bróður Cadfael sem nú eru orðnar 20, sú síðasta kom út 1994. Cadfael er munkur í Benediktaklaustrinu í Shews- bury á 12. öld. Hann er fyrrum krossfari og hafði séð og reynt sitthvað áður en hann gekk í klaustur. Forveri bróð- ur Vilhjálms af Baskerville (Najn rósarinnar) þó sá hafi ver- ið fransiskanamunkur. Nokkrar bókanna um bróður Cad- fael hafa verið þýddar á íslensku. Robert B. Parker: bandarískur f. 1932 Parker er prófessor í ensku og býr nálægt Boston og þar gerast sögurnar um einkaspæjarann Spenser, en sú fyrsta kom út 1974. Sögurnar eru í anda Chandlers, harðsoðnar sakamálasögur, fyndnar og töff. Spenser er samt mannlegri en fyrirrennarar hans að því leyti að hann á fasta vinkonu í bókunum, eignast svo fósturson og í síðustu bókunum er líka kominn hundur á heimilið. Þrjár bækur Parkers hafa komið út á íslensku. Carl Hiaasen: bandarískur Hiaasen er rannsóknarblaðamaður á Miami og hefur skrifað nokkrar sögur sem allar gerast á Flórída. Hann hef- ur skemmtilega kímnigáfu, sögurnar eru mjög fyndnar og spennandi. Þetta er ekki bókaflokkur um ákveðnar persón- ur, heldur er hver saga sjálfstæð. Nú er verið - eða búið - að kvikmynda eina af sögum Hiaasen Strip Tease sem fjallar um nektardansmey og hálf- Bókasafhið 20. árg. 1996 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.