Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 77
Helstu kostir heildartnats (conspectus)
29 bókasöfn (78% svörun) % af 29 í KUL 20 (91%) % af 20 Aðrar stofnanir 7 9 (60%) % af 7
Að fá upplýsingar um stöðu safnkosts á tilteknu efnissviði: 19 66% 14 70% 5 56%
Það er nauðsynlegt þegar bókasöfn vilja hafa samstarf um aðföng nýs efnis: 21 72% 14 70% 7 78%
Það er nauðsynlegt þegar söfn vilja hafa samstarf um varðveislu þess safnkosts sem til er: 20 69% 15 75% 5 56%
Að öðlast viðmiðanir til að fjalla um uppbyggingu safnkosts á faglegan hátt: 18 62% 11 55% 7 78%
Að niðurstöður má nýta til þess að lýsa safnkosti fyrir notendum: 18 62% 12 60% 6 67%
Aðrir kostir: 0 0% 0 0% 0 0%
grófa mynd af safnkosti, engar tillögur eða hugmyndir um úr-
bœtur um hvernig má skipuleggja samstarfið". Utan Kaþólska
háskólans merktu hins vegar flestir (90%) við þann ókost:
„að mjög mikið kostar í mannafla og tíma að samrntma mat
safnkosts og gera raunhaft heildaryfirlit", en aðeins 33%
merktu við það sem ókost að heildaryfirlitið gefur aðeins
grófa mynd af safnkosti án vísbendinga um hvernig má
bæta samstarfið.
Þetta er í samræmi við það að þátttakendur utan Kaþ-
ólska háskólans telja það helsta kostinn við að gera heildar-
yfirlit að: „það verður tilþess að fólk með sama áhuga á upp-
byggingu safnkosts nœr saman, það miðlar hvort öðru af
reynslu sinni og leysir vandamálin sameiginlega“ og helsta
kostinn við að hafa heildaryfirlitið: „að öðlast viðmiðanir til
að fjalla um uppbyggingu safnkosts á faglegan hátt“. Þessir
kostir eru sannarlega góðra gjalda verðir enda þótt sam-
starfið verði að skipuleggja þar fyrir utan.
III Ahrif rafrœnna upplýsinga á uppbyggingu
safnkosts : engin rós er án þyrna
Auk aðgangs að samskrá LIBIS-bókasafnanna höfðu
þau bókasöfn, vorið 1994, þegar könnunin var gerð, bein-
línuaðgang að samskránni CCB (Cooperative Catalogus
van Belgie) þar sem skráð er bókaeign helstu háskóla og
stofnana í Belgíu. Þá voru í þeirri skrá yfir 4.2 miljónir
færslna og þar af um 2 miljónir fyrir rit í öðrum bókasöfn-
um en LIBIS-bókasöfnunum (Corthouts, Regent og
Sompel, 1992). LIBIS-bókasöfnin höfðu auk þess bein-
línuaðgang að Antilope, sem er samskrá tímarita í 62 bóka-
söfnum í háskólum og rannsóknastofnunum í Belgíu. Þar
voru skráð nærri 36.000 lifandi tímarit (LIBIS-Net, janúar
1994). Aðgangur LIBIS-bókasafnanna að ofannefndum
samskrám var í gegnum LIBIS-netið.
Auk þess sem að ofan er talið hafði um 60% LIBIS-
bókasafnanna aðgang að öðrum rafrænum upplýsingum,
þegar könnunin var gerð.
Rafrænar upplýsingar utan LIBIS-netsins voru aðallega
Helstu gallar heildaryfirlits (conspectus)
29 bókasafna (78% svörun) % af 299 í KUL 20 (91%) % af 20 Aðrar stofnanir 9 (60%) % af 9
Það getur verið hlutdrægt: 19 66% 12 60% 7 78%
Að mjög mikinn mannafla og tíma þarf til að samræma mat safnkosts og gera raunhæft heildaryfirlit: 20 69% 12 60% 8 89%
Að það gefur aðeins grófa mynd af safnkosti, engar tillögur eða hugmyndir um hvernig má skipuleggja samstarfið: 17 59% 14 70% 3 33%
Aðrir gallar: 2 7% 1 5% 1 11%
Bókasafhið 20. árg. 1996 77