Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 76
ið að uppbyggingu safnkosts á fullkominn hátt. Við fylgjum við það
mjög meðvitaðri stefnu um uppbyggingu safnkosts
• nauðsyn er á að endurbæta og aðlaga RLG aðferðina að öðrum aðferð-
um við að meta safnkost
• að mínum dómi er heildaryfirlitið gagnlegra í stærri bókasöfnum þar
sem bókasafnsfræðingurinn hefur minna samband við þá sem stunda
rannsóknir (academic staff). Bókasafnsfræðingarnir hér þekkja þarfir
notendanna, við höfum ekki mannafla í að gera heildarmat, hjá okk-
ur væri það tímasóun
• vegna þess að okkar bókasafn sér að mestu leyti eitt um að afla safn-
kosts (á okkar tiltekna sérsviði).
Það er athyglisvert að næstum því 90% af bókasöfnum utan Kaþólska
háskólans í Leuven sem svara þessari spurningu telja að þátttaka í verkefni
um heildaryfirlit sé gagnleg fyrir samvinnu um uppbyggingu safnkosts,
en minna en 40% af bókasöfnum innan Kaþólska háskólans telja það
gagnlegt. Á hinn bóginn telja yfir 70% af bókasöfnum innan Kaþólska há-
skólans ekki gagnlegt að taka þátt í verkefni um heildaryfirlit, en 13%
bókasafna utan Kaþólska háskólans telja það ekki gagnlegt. Ástæðurnar
sem nefndar eru sem rök fyrir gagnsemi heildaryfirlitsins fyrir samvinnu
um uppbyggingu safnkosts, svo sem: „vegnaþess að við erum lítilstofimn í
litlu landi", „vegnaþess aðfjárhagur okkar er ekki einsgóður oghann varfyr-
ir nokkrum árum, þegar við vitum t.d. að annað bókasafh hefur tiltekið
tímarit í áskrifigetum við sagtþví upp og tekið í staðinn áskrifi að öðru tíma-
riti sem e.t.v. ekkert annað bókasafh í Belgíu hefur áskrifi að“tru þær sömu
og nefndar eru sem rök fyrir því að heildaryfirlitið sé gagnslaust tæki við
uppbyggingu safnkosts.
Vegna smæðar eða vegna takmarkaðs ritakaupafjár vilja sum bókasöfn
taka þátt í samnýtingu og samvinnu um uppbyggingu safnkosts til þess að
geta boðið notendum sínum meira úrval safnefnis. Hins vegar líta önnur
bókasöfn svo á að ekki sé gerlegt fyrir þau að samnýta safnkost: „vegnaþess
að okkar bókasafn er oflítið“, „vegna þess að fárveitingar eru ekki í neinu
samhengi við útgáfu rita“, „vegna fárhagsörðugleika“, „vegna þess að rita-
kaupafé okkar er ekki nægilegt tilþess að kaupa það sem út kemur afritum á
sviði vísinda“. Þau virðast líta svo á að vegna smæðar eða fjárhagsörðug-
leika, sem valda því að þau hafa ekki nægilegt fé til þess að afla þess sem
út kemur, hafi þau ekki nóg til þess að bjóða öðrum upp á í samnýtingu
á safnkosti.
Stærð bókasafna og sérsvið hljóta að hafa áhrif á svör við spurningum
sem þessari. Tæp 40% af 21 bókasafni innan Kaþólska háskólans svaraði
spurningu um hindranir í vegi samvinnu um uppbyggingu safnkosts með
því að merkja við liðinn: „Okkar bókasafh er það besta á svœðinu á sínu
sviði, okkur er enginn hagur íslíku samstarfi“, en aðeins 7% (1 af 14) bóka-
safna utan Kaþólska háskólans merkti við þennan lið sem hindrun í vegi
samstarfs. Því má ætla að góð sérhæfð fræðabókasöfn sjái sér síður hag í
samvinnu um uppbyggingu safnskosts en lítil sérfræðibókasöfn eða al-
menn bókasöfn. (Stefanía Júlíusdóttir, 1993. s. 68).
Svörun við þessari spurningu var 70% miðað við þau 37 bókasöfn sem
þátt tóku í könnuninni, 18 (82%) bókasafna innan Kaþólska háskólans og
8 (53%) utan hans svöruðu.
Helstu kostir þess að taka þdtt í gerð heildarmats
I heild merkja flestir við fyrsta kostinn: “að öðlast meiri
þekkingu á eigin safnkosti og eigin stofnun”, bæði á bóka-
söfnum innan Kaþólska háskólans og utan hans. Þátttak-
endur utan Kaþólska háskólans telja það að komast í sam-
band við aðra bókasafnsfræðinga sem hafa sama áhuga á
uppbyggingu safnkosts, einn helsta kostinn, við þetta
merkja allir 7 (100%) þátttakendur utan Kaþólska háskól-
ans, sem svara þessari spurningu. Aftur á móti merkja að-
eins 11 (60%) þátttakenda innan Kaþólska háskólans við
þennan kost. Þetta gæti gefið til kynna að bókaverðir utan
Kaþólska háskólans séu einangraðri en bókaverðir innan
hans og meti því tengsl við „kollega" meir.
Helstu kostirþess að hafa niðurstöður heildarmats
í heild hafa kostirnir allir álíka vægi. Þegar nánar er lit-
ið á svörin sést að það er munur á svörum frá bókasöfnum
innan Kaþólska háskólans og utan hans. Innan Kaþólska
háskólans er meiri áhugi á því að varðveita þann safnkost
sem til er, en utan hans er meiri áhugi á því að hafa viðmið-
anir (frame of reference) til þess að fjalla um uppbyggingu
safnkosts á faglegan hátt og að hafa heildaryfulitið til þess
að leggja til grundvallar fyrir samstarf um uppbyggingu nýs
efnis til safnanna. Þetta gæti bæði gefið til kynna að ekki sé
eins mikið af eldra efni sem þörf er á að varðveita utan Kaþ-
ólska háskólans og innan hans. Það er reyndar viðbúið þar
sem Kaþólski háskólinn í Leuven var stofnaður árið 1425
(The University of Louvain 1425-1975, 1976, S. 13) og
hlýtur því að eiga mikið af gömlu einstöku safnefni. Einnig
getur þetta gefið til kynna að utan Kaþólska háskólans sé
nýrra efni mikilvægara en gamalt. Það gæti þannig gefið til
kynna mismun á rannsóknasviðum og þörf á safnkosti inn-
an Kaþólska háskólans og utan hans.
Helstu gallar heildaryfirlitsins
í heild er vægi galla svipað. Það er þó munur á svörum
frá bókasöfnum innan Kaþólska háskólans og utan hans.
Innan Kaþólska háskólans hafa þátttakendur meiri áhuga á
nytsemi heildaryfnlitsins en kostnaði við gerð og viðhald
þess, 70% þeirra merktu við ókostinn: „það gefUr aðeins
Kostir þess að taka þátt í gerð heildarmats
Fjöldi bókasafna 26 (70% ) % af 26 í KUL 19 (73%) % af 19 stofnanir 7 Aðrar (47%) % af 7
Að öðlast meiri þekkingu á eigin safnkosti og eigin stofnun: 25 96% 18 95% 7 100%
Það verður til þess að stefna um uppbyggingu safnkosts er skilgreind og rituð: 21 81% 16 84% 5 71%
Það verður til þess að fólk með sama áhuga á uppbyggingu safnkosts nær saman: 18 69% 11 58% 7 100%
Aðrir kostir: 1 4% 1 5% 0 %
Athugasemdir (3):
• betri þekking fæst á eigin safnkosti, það getur verið gagnlegt við millisafnalán
• í ljósi þeirra fjárhagsörðugleika sem nú er við að glíma er aðalkosturinn sá að hafa upplýsingar sem gera kleyft að kaupa t.d. annað tímarit í áskrift,
en það sem er í áskrift á hinum bókasöfnunum í Belgíu
• ég sé kostina, en ekki fyrir okkar bókasafn
76 Bókasafhið 20. árg. 1996