Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 16
Hólmkell Hreinsson Bókaverðir í netbolum Internetið á almenningsbókasöfnum Mér er til efs að nokkurt fyrirbæri hafi hrist jafn hressi- lega upp í bókavarðastéttinni á íslandi eins og Internetið hefur gert undanfarin misseri. Ég vil því eyða svolitlu púðri og nokkrum orðum þetta fyrirbæri og nýtingu þess á íslenskum almenningsbókasöfnum. Ég mun í þessari grein nota enska orðið Internet, en ekki hið villandi alnet sem Morgunblaðið hefur notað sem og nokkrir aðrir, því eins og fyrirbærið virðist enska orðið vera komið til að vera á Islandi og í íslensku máli. Internetið - ofmetið / vanmetið Sumum okkar finnst Internetið ofmetið. Er þetta bara leikfang fyrir karlmenn frá miðjum aldri og niðurúr? Ein- hverskonar rafrænn brimgarður til að stunda brettasigling- ar, án tilgangs í sjálfu sér, nema skemmtunar. Aðrir eru með glýjuna í augunum og sjá fyrir sér rafrænt samfélag, þar sem bókinni verður bolað burt og bókasöfn- unum líka og bókaverðir sitji uppi sem nokkrir sólargapar og horfi á störf sín leggjast af hvert af öðru. Að mínu viti liggur sannleikurinn einhvers staðar þarna mitt á milli. Internetið er komið til að vera og það eru bókaverðirnir líka, þ.e. ef þeir ákveða að taka sér far með tækninni inn í tuttugustu og fyrstu öldina og tileinka sér og nýta þá tækni sem er að ryðja sér til rúms núna. Alveg eins og nauðsynlegt hefur verið í gegnum tíðina að nýta sér nýj- ustu tækni þá og þegar það hefur átt við. Við eigum hinsvegar að þekkja tæknina og vita til hvers við ætlum að nota hana svo við verðum ekki eins konar lærisveinar töframannsins án þess að kunna brögðin al- mennilega. Þeir Lars Bjornshauge og Soren Find sem báðir starfa við Danmarks Tekniske Videncenter bentu á í blaðagrein síðastliðið sumar að: „Annarsvegar er sú staðreynd að starf- semi bókasafna: söfnun, skipulagning og miðlun upplýs- inga, er líklega einna best allra fallin til tölvuvæðingar. A hinn bóginn eru þau ótrúlega aftarlega á merinni hvað varðar notkun upplýsingatækni. Tölvuvæðingin hefur fyrst og fremst verið þannig að þau verk sem áður voru unnin í höndunum eru nú vélunnin, án þess að nein breyting hafi orðið á störfunum sem slíkum“. Ég held að þetta sé ekki leiðin til að nýta sér tæknina. Að halda áfram að hjakka í sama gamla farinu, en bara með nýjustu græjum. Að mínu viti felst t.d. ótrúleg mótsögn í því að nota tölvukerfi bókasafns til að búa til spjaldskrárspjöld. Það má líkja því við bónda sem kaupir heybindivél til þess að auð- velda sér að binda bagga sem hann síðan flytur heim á gömlu hestunum sínum. Hvert skal akal Þann 11. desember 1995 setti Hrafn Harðarson, for- stöðumaður í Kópavogi og formaður Bókavarðarfélags íslands, fram hugmynd að stefnu BVFÍ varðandi upplýs- ingasamfélagið og sendi inn á póstlistann Skruddu (skrudda@rhi.hi.is). Þar segir hann meðal annars: íslensk bókasöfn skulu hér eftir sem hingað til, og nú með fulltingi nýrrar tækni: 1. Efla frjálsan og óheftan aðgang almennings að upplýsingum og þekkingarmiðlun. 2. Stuðla að lýðræðislegri þátttöku einstaklinga í ákvörðunum yfir- valda um framtíð lands og þjóðar. 3. Styðja fólk til þroska og sjálfseflingar m.a. með aðstoð og upplýs- ingaþjónustu bæði í starfi og leik. 4. Opna aðgang að hinu opinbera með upplýsingum og auðvelda fólki að koma skoðunum og athugasemdum k framfæri. 5. Standa við bakið á þeim sem minna mega sín. 6. Efla samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, sem er undirstaða vel- ferðar landsmanna. Nú skal það tekið fram að hér er um hugmynd að ræða sem á eftir að skeggræða og skoða en hún er þó mjög í takt við það sem er að gerast annars staðar á vesturlöndum og mér segir svo hugur að lungann úr þessari stefnu get- um við notað, þó orðalaginu verði breytt að einhverju leyti. Líklega er mjög misjafnt hvernig einstök íslensk al- menningsbókasöfn vinna að þessum markmiðum með hjálp Internetsins, margmiðlunar og annarar nýrrar upplýs- ingatækni, þar ræður mestu stærð og staðsetning safnanna. Þó eru nokkrir sameiginlegir þættir sem ég tel að við getum nýtt okkur og snúa þeir annars vegar inn á við að bókaverð- inum sjálfum, en hinsvegar út á við frá bókasafninu að not- endunum. Internetið „innávið" Internetið veitir bókvörðum aðgang að þúsundum starfsbræðra. Þeir hafa margir lifað sumrin tvenn og þrenn og kunna frá ýmsu að segja. Einfaldasta aðferðin til að ná í þá er að gerast áskrifandi að póstlistum þar sem kollegarnir láta ljós sitt skína. A slóðinni: http://info.lib.uh.edu/liblists/subjindx. htm er ágætt yfirlit yfir hina ýmsu lista tengda bókasöfnum og þeirra málefnum, allt frá aðföngum og uppbyggingu safnkosts til margmiðlunar og myndbanda. Ég held mikið uppá lista sem heitir Publib og er banda- rískur listi um málefni almenningsbókasafna, enda ber þar margt á góma. Onnur aðferð er að skoða og senda fyrirspurnir á ráð- stefnur og má þar sem dæmi nefna bit.listserv.libref-1 þar sem fjallað er um upplýsingaþjónustu. Listi yfir ráðstefnur tengdar bókasöfnum á Usenet er að finna á slóðinni: http://info.lib.uh.edu/liblists/newsgrp.htm. Einnig má koma sér í kynni við einhvern starfsbróður á öðru bókasafni og nota hann sér til halds og trausts, viðra við hann skoðanir og hugmyndir, rétt eins og menn hafa gert með bréfaskriftum eða símtölum í gegnum tíðina. Munurinn er bara sá að á þessu formi eru samskiptin hraðari og það er skýrara að skrifa niður hugleiðingar sín- ar, en að tala um þær í síma. Bókaverðir geta líka notað Internetið til að styrkja sig faglega með því að leita í þeim gagnasöfnum sem aðgengi- leg eru á netinu að upplýsingum í þeirra fagi og panta í 16 Bókasafnið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.