Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 32
Matarklúbbur í dulargerfi Frá árinu 1992 hefur verið starfræktur bókmennta- klúbbur nokkurra bókavarða á Akureyri. I upphafi var það ætlunin að hvetja okkur til að lesa nýútkomin skáldverk og fræðirit. Lítið hefur farið íyrir Iestri á fræði- ritum en skáldverkin höfum við lesið eitt af öðru eftir ís- lenska og erlenda höfunda. íslenskir höfundar hafa þó verið í meirihluta. Höfum við einnig reynt að lesa skáldverk sem hafa verið kvik- mynduð og þá bæði lesið bókina og horft á myndina. Nokkur dæmi um bækur sem við höfum lesið: Dansað við Regize (Martha Christensen), Svanurinn (Guðberg- ur Bergsson), Kryddlegin hjörtu (Laura Esquivel), Þetta er allt að koma (Hallur Helgason), Bréfbátarigningin (Gyrðir Elíasson), Grandavegur 7 (Vigdís Grímsdóttir), Tímapjófurinn (Steinunn Sigurðardóttir) og Saltbragð hörundsins (Benoite Groult). Til að auðvelda framkvæmdina á fundunum skipt- umst við á að halda þá og komum með einn rétt hver svo að húsráðandinn þurfi ekki að standa í stórræðum og má segja að hver fundur sé á við meðal fermingar- veislu. Því erum við að velta því fyrir okkur núna, hvort við séum e.t.v. frekar í matarklúbbi. Við komum nefni- lega alltaf með mat með okkur en erum ekki alltaf bún- ar að lesa bækurnar. Sœlkerar á Akureyri Frágangur frœðirita Dagana 17. og 19. október sl. gengu Félag bókasafns- fræðinga og Hagþenkir fyrir námskeiði um Frágang fræðibóka og gerð hjálparskráa. Hugmyndin um nám- skeiðið varð til vegna viðurkenningar sem FB veitir fyrir best unnu fræðibókina og var hugsað til enn frekari hvatningar. Þórdís T. Þórarinsdóttir bókasafnsfræðingur var leiðbeinandi á námskeiðinu. í Hagþenki fréttabréf 46 hefti, 11. árg., l.tbl. janúar 1996 fer Ingi Rúnar Eð- varðsson lofsamlegum orðum um námskeiðið og segir m.a: „Athyglisvert var að heyra þau orð Þórdísar að at- riðisorðaskrá sé hugverk sem tölva getur ekki unnið ... Að lokum vil ég geta þess að farið var í marga hagnýta þætti við gerð atriðisskráa með handvirkum hætti og tölvu. Það er von mín að slíkt námskeið verði haldið á ný svo að sem flestir höfundar fræðibóka og kennslugagna geti nýtt sér það” (1996, s. 5). Þetta eru ánægjuleg ummæli sem sýna og sanna að bókasafnsfræðingar geta kennt öðrum ýmislegt hagnýtt og aukið þannig aðgengi upplýsinga. Regína Eiríksdóttir Ef þú ætlar að gera alvöru úr hugleiðingum þínum um að tölvuvæða bókasafnið, þarftu ekki að leita lengra! MetraCBól^&T hugbúnaðarkerfi sem hentar vel á öllum litlum og meðalstórum bókasöfnum. —► Fullkomið útlánakerfi - einfalt í notkun © strikamerki fyrir lánþega og bækur © útlána- og skilakvittanir © áminningarbréf —► í notkun á rúmlega 50 stöðum, skólum, almenningssöfnum, stofnunum, einkafyrirtækjum... —► 6 ára reynsla af notkun —► Fjölbreyttar útprentanir © aðfangalistar © heimildalistar © spjaldskrárspjöld © kjalmiðar o.fl. o.fl. -♦ Tímaritaskráning © einstakar greinar, titlar, höfundar og efnisorð Skráið eða hringið og biðjið um ókeypis upplýsingar um MetrafBókj. Allar upplýsingar eru veittar í síma 551 5090 eða 482 2365. Ásmundur Eiríksson, Heimahaga 8, Selfossi, e-mail: asmuneir@prim.is, url: http://www.prim.is/Metrabok 32 Bókasafnið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.