Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 51

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 51
einnig er flutt út kafifl, sykur og baðmull. Kvikfjárrækt er lítil. Fiskveiðar eru stundaðar í vötnum og þá helst í Malawivatni. Fiskurinn er aðalpróteingjafi íbúanna en þjóðarrétturinn er nsima, bragðlaus grautur úr maísmjöli og vatni sem fólkið borðar í öll mál. Fiskimálaskrifstofa SADC í Malawi SADC - Southern African Development Community - eða Þróunarbandalag ríkja í suðurhluta Afríku var stofnað fyrir 16 árum. Aðalmarkið SADC er að örva og hraða þróun á bandalagssvæðinu með samstilltu átaki, í átt að auknum hagvexti og betri lífs- kjörum fyrir íbúa þess. Aðild- arríki SADC eru 12; Angola, Botswana, Lesotho, Malawi, Mauritius, Mozambique, Namibía, Suður-Afríka, Swaziland, Tanzanía, Zambía og Zimbabwe. Viðfangsefn- um SADC er skipt í allmarga málaflokka og ber hvert aðild- arríki ábyrgð á framvindu og samræmingu málaflokka sem þeim er úthlutað. Sem dæmi má nefna að orkumál heyra undir Angola, sjávarútvegs- mál undir Namibíu og um- hverfismál undir Lesotho. Malawi sér um samræmingu á fiskimálum (ferskvatnshluta og fiskeldi), skógarmálum og verndun villtra dýra. Fiskimálaskrifstofa SADC er staðsett í Lilongwe og heyr- ir undir ráðuneyti náttúru- auðlinda og er jafnframt deild innan Veiðmálastofnunar Malawi. Fiskimálaskrifstofan leggur megináherslu á fræðs- lu- og upplýsingamál, auk tæknilegra rnála á sviði fisk- eldis og fiskveiða. Þróunar- samvinnustofnun íslands hef- ur stutt Fiskimálaskrifstofu SADC í Malawi frá 1988 og frá 1989 hafa íslenskir ráðgjafar starfað á skrifstofunni. A Fiskimálaskrifstofunni starfa nú sex Malawar auk tveggja íslendinga, fiskifræðings sem er tæknilegur ráðgjafi og greinarhöfundar sem er ráðgjafi á sviði fræðslu- og upplýs- ingamála. Þróunarsamvinnustofnun hefur stutt fræðslumál innan fiskimálageirans frá 1991 og mun þeirri aðstoð ljúka í lok 1996. Áhersla er lögð á að efla og byggja upp kennslu inn- an þeirra sjávarútvegs- og fiskeldisskóla sem fyrir eru í bandalagslöndunum í stað þess að senda fólk til Evrópu eða Ameríku til að sækja dýra menntun og oft kunnáttu sem ekki er hægt að heimfæra á aðstæður í Afríku. Mitt hlut- verk sem fræðsluráðgjafa felst aðallega í samskiptum við hinar ýmsu þróunarstofnanir sem styrkja fræðsluverkefnið og leita nýrra styrktaraðila, útbúa fjárhagsáætlanir vegna nýrra verkefna og skipuleggja ráðstefnur og fundi í tengsl- um við fræðsluverkefnið. Flinn hluti vinnutímans fer í að byggja upp upplýsinga- kerfi fiskimála innan SADC ríkjanna, það sem á ensku kall- ast Regional Fisheries Information Programme. Hér á Fiskimálaskrifstofunni í Lilongwe er verið að byggja upp bókasafn sem verður miðstöð upplýsinga á sviði fiskeldis og fiskveiða í fersku vatni fyrir SADC ríkin. Gert er ráð fyrir að veiðmálastofnanir í hverju SADC ríki skipi upplýsinga- fulltrúa sem ber ábyrgð á söfnun og miðlun upplýsinga um viðkomandi land. Upplýsingafulltrúarnir mynda grunninn að upplýsingakerfinu. Gert er ráð fyrir að tengja þá saman með aðstoð tölvu- pósts. Aðgangur að Inter- netinu er ekki almennur í SADC ríkjunum, aðeins þrjú lönd hafa aðgang, Suð- ur-Afríka, Zambia og Zimbabwe en aðeins fleiri lönd hafa aðgang að tölvu- pósti. Mitt hlutverk er að samræma aðgerðir, finna styrktaraðila sem vilja veita fjármagn í þetta verkefni og veita upplýsingafulltrúum ráðgjöf varðandi tölvuvæð- ingu, hvers konar upplýs- ingum skal safna, hvernig skal skrá þær og gera að- gengilegar. Reiknað er með að það taki fimm ár að koma á upplýsingakerfinu í öllum 12 SADC ríkjunum. Gert er ráð fyrir að ráða malawískan upplýsingafull- trúa til starfa á Fiskimála- skrifstofunni sem mun starfa með mér að upp- byggingu upplýsingakerfis- ins. í þróunarstarfi er stefnt að því að gera þjóðirnar sjálfbjarga og því reynt að þjálfa innfædda eins og kostur er. Flestir ráðgjafar hafa því það sem við köll- um samherja (á ensku counterpart) sem á að vera fær um að taka við starfi ráðgjafans þegar hann hverfur af vettvangi. Útgáfumál Fiskimálaskrifstofunnar heyra einnig undir starfsvið mitt. Gefa þarf út ýmis konar skýrslur og kemur ritstjórn þeirra í minn verkahring. Eitt fyrsta verk mitt á þessu sviði var að taka saman og ritstýra skrá yfir alla fiski- fræðinga og fiskeldisfræðinga í SADC ríkjunum og var skráin gefin út nú í mars. Auk þess gefur fiskimálaskrifstof- an út fréttabréf í samvinnu við þá sem sjá um skógarmál og verndun villtra dýra, nefnist blaðið SADC Natural Reso- urces Newsletter. Þegar ég kom til starfa á Fiskimálaskrifstofunni var ekk- ert bókasafn til staðar. Húsnæðið sem ætlað var bókasafn- inu beið með tómum hillum, timburhillum sem smíðaðar voru á staðnum án tillits til nokkurra staðla, en þær koma engu síður að gagni. Mín biðu haugar af skýrslum og tíma- ritum inni á hinum ýmsu skrifstofum og fóru fyrstu vik- urnar í dæmigerða tiltekt. Núna er safnið komið í sæmilegt Greinarhöfundur í heimsókn hjá Fredson Chikafumbwa líjfmð- ingi og bókaverði ICLARM Africa Library and Information Centre Samstarffólk í Afríku. Frá vinstri Farai Mashumba bókasafhs- frœðingur frá Harare í Zimbabwe, Gray Nyali og Margaret Ngwira, bókasafnsfrœðingar við Bunda landbúnaðarháskólann. Bókasafnið 20. árg. 1996 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.