Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 71

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 71
Ragnheiður Kjærnested Gagnagrunnur fyrir íslenskar hj úkr unarrannsóknir Árið 1992 hóf undirrituð nám til meistaraprófs í upplýsinga- og gagnatækni (Health Information Management, eða Health Informatics) við Háskólann í Wales í Aberystwyth. Boðið var upp á þriggja ára fjarnám sem skipulagt var með þeim hætti að íyrstu tvö árin fengum við í hendur sérvalið efni (modules) og bókalista um tiltekna þætti upplýsinga- og gagnatækninnar, sem síðan bar að nota í tengslum við sex verkefni eða rit- gerðir á ári. Einnig vorum við skuldbundin til að sækja svokölluð helgar- námskeið, þrjú á ári, og fast gengið eftir af skólans hálfu að nemendur mættu og skiluðu margvíslegum verkefnum sem þá voru unnin. Að upp- fylltum kröfum í lok þessara tveggja fyrstu ára, var okkur heimilað að halda áfram og hefjast handa við að skrifa meistaraprófsritgerðina sem ég síðan lauk við í júní sl. og samþykkt var í janúar 1996. Titill ritgerðarinn- ar er An Analysis and Design of an Icelandic Nursing Research Database. Ritgerðin fjallaði um greiningu, gerð og hönnun gagnagrunns íyrir ís- lenskar hjúkrunarrannsóknir. Ástæður þessa vals voru af tvennum toga og í stuttu máli þessar: 1) Það orkar varla tvímælis að upplýsingar sem fram koma við vandaðar rannsóknir eru meðal annars undirstaða skilvirkrar starfsemi og framfara á öllum sviðum. Til dæmis eru slíkar rannsóknir ein meginforsenda þess að takast megi að koma á gæðastjórnun og gæðaúttekt á starfi lækna og hjúkrunarfræðinga. 2) Upplýsingar sem liggja í láginni og fáum eru tiltækar koma að litlu gagni, en hafi þeim með skipulegum hætti verið komið fyrir í aðgengilegum gagnagrunni, geta þeir sem áhuga hafa aflað sér þeirra án mikillar fyrirhafnar. Verkefnið skiptist í tvo meginhluta sem mynda eina samstæða heild. Sá fyrri snýst um sögulegt baksvið, hugtakagreiningu ásamt skilgreining- um meginhugtaka. Það sem við íyrstu sýn virtist augljóst svo sem merk- ing orðsins íslenskur (í samhenginu íslenskar hjúkrunarrannsóknir) reyndist við nánari athugun furðu flókið. Þessi hluti ber þess nokkurn vott að verkið var unnið á erlendri grund. í síðari hlutanum er gengið til verks og gagnagrunnurinn hannaður og settur upp á forsendum þeim og skilgreiningum sem fram koma í íyrri hlutanum. Einnig er þar fjallað um samanburð og val hugbúnaðar fyrir grunninn ásamt uppsetningu og viðhaldi. Endanleg niðurstaða verkefnis- ins er gagnagrunnurinn sjálfur ásamt úttekt og vali á viðeigandi hugbún- aði. Grunninum verður að sjálfsögðu ekki komið fyrir í þessari grein held- ur verður rakinn efnisþráður ritgerðarinnar. Inngangur Inngangur fjallar með hefðbundnum hætti um tilgang, umfang, innihald og aðferðafræði. Tilgangurinn var sá að útbúa gagnagrunn fyrir íslenskar hjúkrunarrannsóknir, þar sem enginn slíkur grunnur var fyrir og veita þar með öllum þeim sem áhuga hefðu á rannsóknum á þessu sviði tafar- lausan aðgang að upplýsingum sem máli skipta. í ljósi þró- unar á sviði tölvusamskipta um víða veröld má gera ráð fyr- ir að gagnagrunnur íslenskra hjúkrunarrannsókna muni í náinni framtíð verða hluti evrópsks og jafnvel alþjóðlegs gagnabanka hjúkrunarrannsókna. Enda þótt íslenskar hjúkrunarrannsóknir séu ekki margar enn sem komið er, geta þær veitt ómetanlega vitneskju um mikilsverða þætti hjúkrunar, umönnunar og stjórnunar hjúkrunarmála á sama hátt og allar rannsóknir sem vel eru unnar leggja grundvöll að traustri þekkingu. Vandaðar rannsóknir byggjast meðal annars á ströngum skilyrðum sem lúta að aðferð og framsetningu. I gagnagrunn íslenskra hjúkrunar- rannsókna verður tekið við öllum rannsóknum sem upp- fylla tiltekin skilyrði. Annað efni, sem lendir á „gráu svæði“ en er athyglisvert fyrir hjúkrunarstéttina, verður fært með sérstökum hætti inn í grunninn. Baksvið og umhverfi Fjallað er í örstuttu máli um það umhverfi sem líklegt er talið að flestar íslenskar rannsóknir í hjúkrunarfræði spretti úr. Rakin er saga hjúkrunar og hjúkrunarrannsókna á íslandi allt frá þætti Halldóru Gunnsteinsdóttur í Víga- Glúms sögu og fram á þennan dag. Sagt er frá þróun og stöðu menntamála á sviði hjúkrunar og hjúkrunarrann- sókna og talin upp nokkur þau sérstæðu rannsóknatækifæri sem landið býður upp á meðal annars vegna einsleitra íbúa, ættfræðilegrar vitneskju og fámennis. Farið er nokkrum orðum um takmarkanir þær sem hjúkrunarrannsóknir eru háðar og þá sérstaklega með tilliti til þess að viðfangsefnið er oft og einatt fólk - manneskjur en ekki tilraunadýr. Fyrirkomulag og stjórn heilbrigðismála Heilbrigðiskerfið er hvort tveggja í senn lagalega af- markaður rammi og vettvangur þess veruleika sem blasir við hjúkrunarfræðingum dag hvern og verður þeim sumum hverjum að rannsóknarefni. Þessu margbrotna kerfi er lýst í stuttu máli, gerð grein fyrir stjórnun og starfsemi og farið nokkrum orðum um stofnanir þess, fjármögnun og rekst- ur. Skilgreiningar hugtaka Hér er hugað að skilgreiningum hugtakanna íslenskur og rannsókn. Merking lýsingarorðsins íslenskur virtist blasa við: allir þeir þættir sem með einhverjum hætti tengd- ust landinu, þjóðinni og tungunni. I samhenginu íslensk- ar hjúkrunarrannsóknir - hver var þá hinn íslenski þátt- ur? Var hann ef til vill tungumálið sem notað er við rann- sóknina, landið þar sem rannsóknin er unnin eða þjóðern- ið? Varð tungumálið skilyrðislaust að vera íslenska, yrði rannsóknarmaður að vera íslenskur ríkisborgari? Ættu þeir íslenskir hjúkrunarfræðingar á erlendri grund sem ynnu að rannsóknarverkefnum alls ótengdum íslenskum aðstæðum að fá inni í gagnagrunninum með rannsóknir sínar? Þessar og margar aðrar spurningar vöknuðu þegar farið var að huga að merkingu. Enda þótt höfundur kæmist að þeirri niðurstöðu að tungan og bókmenntirnar væru uppistaða og ívaf íslenskrar menningar og þar með sá þáttur sem sér- kennir okkur sem Islendinga var ekki talið gerlegt af hag- kvæmisástæðum að krefjast þess að tungumál rannsóknar yrði að vera íslenska. Öll tungumál skyldu samþykkt fyrir gagnagrunninn en krafist yrði tveggja útdrátta (150-200 orð) á íslensku og ensku. Þessum vangaveltum um íslenskur lauk með því að sett voru fram eftirfarandi skilyrði um inntöku í grunninn: Bundin við stað, þjóðerni og innihald: 1. Hjúkrunarrannsóknir unnar á Islandi (þjóðerni skiptir ekki niáli en hjúkrunarfræðingur verður að vera aðalhöf- undur). 2. Hjúkrunarrannsóknir unnar af íslenskum hjúkrunar- Bókasafnið 20. árg. 1996 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.