Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 44

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 44
Frá afgreiðslu Þjóðdeildar íslenskt efni. Vinnuaðstaða er ágæt í lestrarsal deildarinnar. Markviss upplýsingaþjónusta í afgreiðslu um allt sem varð- ar Island og Islendinga er eitt af því sem þarf að stórefla. Opnunartími er nú of skammur. Deildin er opin að vetrarlagi frá klukkan 9 til 19 mánudaga til föstudaga og frá klukkan 10 til 17 á laugardögum. Betur má ef duga skal. Margt gesta Þjóðdeildar er fólk sem vinnur sína launavinnu alla virka daga og kýs að koma á deildina eftir vinnu og um helgar. A þetta einkum við um alþýðufræðimenn, en það er hópur sem við á Þjóðdeild höfum sérstakan áhuga á að koma vel á móts við. Alkunna er, að margt þessa fólks býr yfir mikilli þekkingu og þarf oft aðstöðu og aðgang að rit- um til að koma kunnáttu sinni á blað. Væri rýmri opnun- artími til dæmis á sunnudögum þeim kærkominn. Fái stofnunin einhvern tíma aukin fjárráð verður komið á móts við þessa ósk. Erlendir fræðimenn sem koma til skammrar dvalar vilja líka nýta tíma sinn sem best og nota sunnudaga jafnt og aðra daga til rannsókna. Einnig má nefna hóp fólks, sem mun sæka deildina í auknum mæli og óskar eftir lengri opnunartíma. Það er fólk búsett í útlöndum sem er af ís- lensku bergi brotið og leitar til upprunalands síns. Þessi hreyfing hefur verið kölluð „routes to the roots“. ISBN Umboðsskrifstofa íyrir alþjóðlega bóknúmerakerfið er staðsett í Þjóðdeildinni. Hún útvegar árlega fjölda ISBN og ISSN númera. Ætla má að fljótlega verði farið af stað með úthlutun ISMN á tónlistarefni. Sí fleiri sjá þann hagnað, sem þeir hafa af þjónustu skrifstofunnar. Við sjáum fyrir aukningu á þessu þjónustusviði. Sýningar Hlutverk Þjóðdeildar er meðal annars að gefa mönnum hlutdeild í því sem hún varðveitir og að kynna menningar- arfinn fyrir gestum og gangandi. Að þessu leyti hefur deild- in sambærilegt hlutverk og til dæmis Þjóðminjasafn. Það nær skammt að einungis geyma og varðveita dýrgripi. Henni ber skylda til að halda frammi og vekja athygli gesta, innlendra sem og erlendra á ýmsum menningarsögulegum verðmætum. Sýningarhald á ýmsu efni deildarinnar á að vera árið um kring. Nú þegar þessi grein er skrifuð vantar húsið enn sýningarbúnað. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Þrátt fyrir skort á búnaði hafa verið haldnar nokkr- ar sýningar bæði í forsal deildarinnar og í sýningarrýminu á annarri hæð, Forsalurinn hentar vel fyrir ýmsar minni sýningar en sýningarsvæði við innganginn í safnið hentar auðvitað miklu betur og nær frekar athygli gesta. Sýningar- kassar hafa verið fengnir að láni og gestir hafa haft á því orð, hve gaman sé að sjá það efni sem sýnt hefur verið til þessa. Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn mun með tímanum ávinna sér sess menningarmiðstöðvar og mun Þjóðdeildin vonandi leika þar veigamikið hlutverk. Rannsóknir Til þess að Þjóðdeild standi undir nafni, þurfa rann- sóknir að fá sinn sess á vegum hennar. Þá á ég við rann- sóknir sem unnar eru á vegum deildarinnar og af starfsfólki hennar. Staða rannsóknarbókavarðar þyfti nauðsynlega að komast á laggirnar. Mikilvægt er fyrir stofnun sem þessa er að hún sýni sig og sanni með faglegum og þvervísindaleg- um rannsóknum og síðan vönduðum útgáfum. A komandi árum þarf að leita leiða til að deildin geti haft frumkvæði, leitt og stutt við rannsóknir, sem eru í samræmi við eðli 44 Bókasafhið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.