Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 69

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 69
I félagsvísindadeild frá 1976 Á þessum umbrotatímum var unnið að því að stofna nýja deild við Háskóla íslands, félagsvísindadeild. Deildin var saman sett af Námsbraut í þjóðfélagsfræðum auk þess sem nokkrar greinar úr heimspekideild voru fluttar til ný- stofnaðrar deildar, þar á meðal bókasafnsfræðin. Þegar hin nýja deild var stofnuð fluttist greinin alfarið frá Háskóla- bókasafni til deildarinnar og laut samskonar stjórnun og aðrar greinar innan þeirrar deildar. Má með nokkru sanni segja að þar með hafi greinin náð því marki að teljast við- urkennd háskólagrein á sömu forsendum og aðrar greinar. Síðan hefur greinin eflst og dafnað og hefur náð því að hafa fjórar fastar stöður og 30 námskeið í boði. Árið 1995 voru við kennslu í greininni, einn prófessor, dr. Sigrún Klara Hannesdótdr, einn dósent dr. Anne Clyde og tveir lektorar, Stefanía Júlíusdóttir og Ásgerður Kjartansdóttir. Ásgerður var sett til eins árs en þegar Iektorsstaðan var síð- an auglýst Iaus til umsóknar brá svo við að enginn sótti um hana. Nú eru blikur á lofti sem gefa til kynna að framund- an séu niðurskurðartímar og telja má líklegt að fjórða stað- an sé okkur töpuð. Auk föstu kennaranna þriggja voru á skólaárinu 1995- 1996 sex bókasafnsfræðingar við kennslu einstakra nám- skeiða. Kröfur um hæfni stundakennara hafa aukist jafnt og þétt. Hver stundakennari er borinn upp dl samþykktar af deild og til að fá samþykki deildar þurfa þeir nú að hafa M.A.-próf hið minnsta. Hér ber einnig að nefna að grein- in hefur þrisvar fengið Fulbright-kennara og þar að auki nokkra aðra erlenda sérfræðinga á ýmsum sviðum sem hafa verið viðbót við þá kennslu sem við höfum getað boðið með innlendum starfskrafti. Hafa þessir sérfræðingar kom- ið bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Endurskoðun námsins 1993-1994 Árið 1993 var talið tímabært að endurskoða námið í heild. Ætlunin var að komast íyrir skörun og minnka skyldu án þess að fella niður neina nauðsynlega þætti. End- urskoðunarnefnd var skipuð og í henni sátu Kristín Ind- riðadóttir frá Félagi bókasafnsfræðinga, Sigurður Jón Ólafsson frá Félagi bókasafnsfræðinema og Sigrún Klara Hannesdótdr frá bókasafns- og upplýsingafræði. Nefndin gerði tillögur að talsvert mikilli uppstokkun á námskeiðum þar sem námsefni yrði fært á milli námskeiða, sum nám- skeið stækkuð og önnur minnkuð og sum jafnvel alveg af- lögð. Flestar tillögur nefndarinnar voru samþykktar af kennurum og innleiddar í Kennsluskrá Háskólans fyrir árið 1994-1995. Endurskoðuninni var þó tæpast lokið og nefndin leit svo á að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í ferl- inu. Eftir var að setja markmið fyrir námið, bæði aðalgrein og aukagrein, og skilgreina námskeið fyrir aukagreinar og aðalgrein til 90 eininga. Samt sem áður hefur vinna ekki hafist á ný við mótun greinarinnar. Þátttaka í evrópsku verkefni um gœðamat á háskólakennslu Haustið 1994 var bókasafns-og upplýsingafræðinni boðið að taka þátt í Evrópsku verkefni um mat á gæðum háskólakennslu. Var verið að prófa ákveðið form eða aðferð við að framkvæma gæðamat á háskólakennslu sem nota mætti í öllum löndum Evrópusambandsins og EFTA. Voru aðferðirnar notaðar samtímis í 46 stofnunum alls í 17 löndum. Fyrir íslands hönd var Tækniskólinn þátttakandi í verkefninu auk bókasafns- og upplýsingafræðinnar. Verk- efnið hófst á sjálfsmati greinarinnar, síðan kom nefnd sér- fræðinga og yfirheyrði kennara, nemendur og stjórnendur auk þess sem allar aðstæður voru kannaðar. Þá var unnin landsskýrsla frá hverju landi þar sem fulltrúar menntamála- ráðuneytisins voru í forsvari. Lokaskýrsla verkefnisins þar sem niðurstöður úr verkefninu í heild var síðan kynnt á ráðstefnu í Las Palmas á Kanaríeyjum um miðjan desember 1995. Niðurstöður úr íslensku úttektinni voru kynntar á blaðamannafundi menntamálaráðherra haustið 1995 og má í stuttu máli segja að þær hafi verið mjög jákvæðar fyr- ir greinina. Nefndin taldi hana búa yfir góðu kennaraliði, nemendur væru ánægðir, atvinnuhorfur útskrifaðra bóka- safnsfræðinga væru góðar og aðbúnaður að mestu leyti mjög góður. Einnig þóttu tengsl greinarinnar við útlönd einn mesti styrkur hennar og vega upp á móti hugsanlegri landfræðilegri einangrun og þeirri staðreynd að kennarar eru fáir. Það sem talið var að betur mætti fara tengdist m.a. að- stoð við kennara. Skortur er almennt á skrifstofu- og að- stoðarfólki við Háskólann og þessi skortur kemur fram í því að tími kennara nýtist ekki nógu vel til rannsókna og akademískra verka. Stjórnun greinarinnar þótti einnig veik þar sem enginn eiginlegur yfirmaður er í greinum félagsvís- indadeildar heldur er þeim stjórnað með námsnefnd sem hefur eingöngu ráðgefandi hlutverk. Einnig var talið að greinin þyrfti að setja sér betri og skýrari markmið. Erfitt getur orðið að bæta úr sumu af því sem bent var á en þó má nefna að skipting greina deildarinnar upp í skorir sem gef- ur hverri skor meira vald í eigin málum getur væntanlega bætt úr þessum veikleika stjórnkerfisins. Nýjungar og aukin tengsl við erlenda skóla Innan bókasafnsfræðinnar hefur um árabil verið hægt að taka tvenns konar sérhæfingu. Annars vegar aukagrein fyr- ir skólasafnverði og hins vegar aukagrein eða sérhæfingu í skjalastjórn. Þetta hefur verið mögulegt með því að raða saman námskeiðum sem nú þegar eru til staðar og búa þannig til pakka sem henta fólki með sérstök áhugasvið. Bókasafns- og upplýsingafræðin hefur nú hagnýtt sér það að dr. Anne Clyde kennir á ensku. Þannig hefur verið hægt að bjóða upp á heils árs nám á ensku sem Háskóli Is- lands hefur notað sem skiptimynt í samskiptum sínum við erlenda skóla og í samstarfsnetum. Talsvert mikill áhugi er á því meðal norrænna bókavarðanema að koma til íslands. Á haustmissiri voru hér fjórir sænskir nemendur í fullu námi á vegum NORDPLUS stúdentaskiptanna. Auk þess voru hér á síðastliðnu ári fimm lettneskir bókavarðanemar sem stunduðu nám hjá okkur vegna þess að kennsla var á ensku. Einn nemandi frá Noregi hefur tekið námskeið hjá okkur til uppfyllingar með öðru námi og spænskur nem- andi í Hagnýtri fjölmiðlun hefur tekið námskeið um Inter- netið og annað lesnámskeið. Með þessu eigum við greiðari aðgang að erlendum skólum fyrir okkar nemendur. Búast má við að aukning verði á þessum nemendaskipt- um einkum í ljósi þess að nú standa yfir umræður um að við tengjumst í ERASMUS-net evrópskra bókavarðaskóla sem þjóna minni málsamfélögum. í framtíðinni má ætla að enn fleiri erlendir stúdentar komi hingað til náms í eitt eða tvö misseri og þá geta okkar nemendur átt greiðari aðgang að námi erlendis. Sérstaklega verður það okkur mikill styrkur að komast inn í samstarfsnet með skólum sem bjóða upp á M.A.-nám. Þá geta íslenskir nemendur á fram- haldsstigi sótt námskeið til erlendra skóla sem hluta af náminu við Háskóla Islands. Bókasafnið 20. árg. 19% 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.