Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 81

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 81
rænu upplýsingarnar eru. Þess er því að vænta að þróunin frá efni tímarita í prentformi yfir á rafrænt form geti orðið hröð þegar verð tímarita á prenti hækkar og verð rafrænna upplýsinga lækkar. Heldur fleiri svara spurningum um kosti en galla að- gangs að rafrænum upplýsingum. Helstu kostirnir eru tald- ir vera þeir að bókasafnið borgar aðeins íyrir það sem not- að er og þetta efnisform mun að hluta til leysa rýmisþörf bókasafna. Það er athyglisvert að helstu gallar standa í sam- bandi við takmörkun á aðgangi að upplýsingum: safngest- ir hafa ekkert til þess að blaða í, efni sem vísað er til getur verið orðið óaðgengilegt eftir tiltekinn tíma, en það tengist athugasemd um að bókasöfn muni þá ekki lengur sjá um varðveislu þekkingar mannkyns og að framtíðarhlutverk þeirra sé því óvíst. Óvissa um kostnað þessarar þjónustu í framtíðinni er einnig meðal helstu galla. Ótti við að kostn- aður rafrænna upplýsinga verði of hár fyrir mikinn hluta fólks kom fram í athugasemdum og í svari við spurningu um væntingar í framtíðinni. Hlutfallslega töldu mun fleiri það galla en kost að kostnaður við notkun rafrænna upp- lýsinga í beinlínusambandi er skýrt afmarkaður og því auð- velt að láta notendur greiða fyrir hann. Spurningin um væntingar í framtíðinni með hliðsjón af tækniþróuninni er opin og svör við henni eru mjög mis- munandi, allt frá því að engin breyting muni verða til þess að breytingarnar séu nú þegar orðnar miklar. Margir telja að mikilvægi aðgangs að upplýsingum bæði í rafrænu formi og í öðru formi gegnum millisafnalán muni aukast. Og er þá átt við aðgang að efni fremur en eign þess. Ennfremur telja sumir að aðgangur verði að miklu meira magni upplýsinga en nú er og margir hafa áhyggjur af því að kostnaður við að veita aðgang að upplýsingum muni hækka og var þá átt við upplýsingar bæði í rafrænu formi og í öðru formi. Athyglisverð eru svör þar sem talið er að tækninýting verði til þess að skerpa línurnar milli bóka- safna, á þann hátt að aðeins mjög sérhæft efni verði keypt til sérfræðibókasafna og það sem þangað á verulegt erindi. Efni sem lendir á „gráu svæði“ verði fengið í millisafnaláni eða keyptur að því aðgangur í rafrænu formi. Þess vegna verði bókasöfn framtíðar minni og sérhæfðari. Þegar öllu er á botninn hvolft er ljóst að rafrænar upp- lýsingar eru þegar farnar að ryðja upplýsingum í prentuðu formi úr vegi og sú þróun mun halda afram, væntanlega hröðum skrefum. Jafnframt er það áhyggjuefni að kostnað- ur við að veita aðgang að upplýsingum, í hvaða formi sem er, muni vaxa svo mjög að ekki verði lengur hægt að bjoða aðgang að mikilvægum upplýsingum fyrir alla a bokasöfn- um, á sama hátt og nú er. Það er í reynd stefnumarkandi ákvörðun, fyrir stjórn- völd hvers lands og reyndar álfunnar allrar, hvers konar að- gangur á að vera að upplýsingum 1 framttðinni, fyrir hver- ja, á hvaða verði og hvaða aðili a að bera kostnaðinn við það. Höfundur er með jramhdldsmenntun fru og starfur sem lekt- or í bókasafns- og ttpplýsingafraði við Háskola íslands HEIMILDIR: Borm, J. Van. 1991. State of the art of the application of new mformatwn technologies in libraries and their impact on library functions: a reassess- ment / J.Van Borm ; with the assistance of K. Clare, M. Storms and H.D.L. Vervliet. - Antwerpen: s.n. - LIB-2/7-update (Belgium). - A report prepared under a study contract between the European Economic Community, Directorate-General XIII B and the Uni- versity of Antwerpen (UIA). Corthouts, J. 1992. A CD-ROM catalogue from the Leuven LIBIS-Net / J. Corthous, A. Regent, H. Van de Sompel. - In: The llth Annual Meetingofthe DOBIS/LIBIS Users Group. - Sankt Gallen, Switzerland: DOBIS/LIBIS Users Group. - S. 81-93. Ferguson, Anthony W. 1988. The RLG Conspectus : its uses and bene- fits / Anthony W. Ferguson, Joan Grant, Joel S. Rutstein. - College and research libraries, 49(3) May:, S. 197-206. Forcier, Peggy. 1988. Building collections together : the Pacific Nort- hwest Conspectus. - Library journal, S. 43-43. Gwinn, N.E. 1983. Co-ordinating collection development : the RLG Conspectus / N.E. Gwinn, P.H. Mosher. - College and research libr- aries, 44(2): S. 128-140. Hanger, Stephen. 1987. Collection development in the British Library : the role of the RLG Conspectus. - Journal of librarianship, 19 (2): S. 89-107. Heany, Henry. 1990. Western European interest in Conspectus. - Libri, 40(1): S. 28-32. Henige, David. 1987. Epistemological dead end and ertonomic disaster?: the North American Collections Inventory Project. - The journal of academic librarianship, 13(4): S. 209-213. LIBIS-Net. 1994. LIBIS-Net. Information sheet. - Leuven: LIBIS-Net Secretariat, (distributed in January 1994) Matheson, Ann. 1987. The planning and implementation of Conspectus in Scotland. - Journal of librarianship, 19(3): S. 141-151. Matheson, Ann. 1990. The Conspectus experience. - Journal oflibrarians- hip, 22(3): S. 171-182. Matheson, Ann. 1991. Conspectus in Europe. - European research libraries cooperation, 1(3): S. 346-351. Milne, Ronald. 1988. Conspectus at the coal-face. - British joumal of academic librarianship, 3(2): S. 89-98. State of the art of the application of new information technologies in libraries and their impact on library Junctions in Belgium. 1988. Prepared by Universitaire Instelling Antwerp Belgium. - Luxembourg: Com- mission of the European Communities. - Final report. Project code LIB-2/7. Stefanía Júlíusdóttir. 1994. Use of LIBIS-Net in collection development. 13th Annual Meeting of the DOBIS/LIBIS Users Group. Programme; List of participants; Conference papers. - Reykjavík, Iceland: DOB- IS/LIBIS Users Group. S. 113-130 Stefanía Júlíusdóttir. 1995. Conspectus and access to electronic in- formation : do they effect collection development. I4th Annual Meet- ing of the DOBIS/LIBIS Users Group. Programme; List of participants; Conference papers. - Cordoba, Spain: DOBIS/LIBIS Users Group. S. 181-203 Stefanía Júlíusdóttir. 1995. Notkun LIBIS-netsins við uppbyggingu safn- kosts. Bókasafhið 19: S. 64-69. The University ofLouvain 1425-1975. 1976. The University of Louvain 1425-1975. - Leuven : Leuven University Press 461 s. VOWB Conspectus pilootproject. 1994. VOWB Conspectus pilotproject / Jan Braeckman. - Leuven : Jan Braeckman, 10 januari. Deel 1, deel 2, deel 3 VOWB Conspectus pilootproject. 1994. VOWB Conspectus pilootproject :eindrapport / Jan Braeckman. - Leuven : Jan Braeckman, 11 april. Aðrar heimildir: Töluleg yfirlit um LIBIS-netið, á The LIBIS-Secretariat. Regent, Alberic. The beginnings of LIBIS-Net. Unpublished paper. Munnlegar heimildir: Alberic Regent, kerfisbókavörð í Leuven í apríl og maí 1994. Jan Braeckman, forstöðumann bókasafns félagsvísindadeildar við Kaþ- ólska háskólann í Leuven í apríl og maí 1994. Marcel De Smedt forstöðumann bókasafns heimspekideildar við Kaþólska háskólann í Leuven í apríl 1994. J. Peeters forstöðumann útlánadeildar Bókasafns Kaþólska háskólans í Leuven í apríl 1994. SUMMARY Conspectus and access to electronic information This paper describes the results of the parts of the LIBIS-Net survey dealing with the benefits and drawbacks of a conspectus for collection development and the effect of electronic information on collection development now and in the future. The objectives were to find out: a) the usefulness of a conspectus for collection development, b) the effect of access to electronic information on collection development, and c) how respondents think collection development is likely to develop in the fut- ure bearing in mind the rapid technological changes taking place. Bókasafnið 20. árg. 1996 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.