Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 21
Kveðja frá Bókavarðafélagi Islands Haraldur Sigurðsson bókavörður f. 4. maí 1908, d. 20. desember 1995 í desembermánuði sl. lést í Reykjavík Haraldur Sigurðs- son bókavörður. Þótt Haraldur færi ekki út í langskóla- nám, lagði hann með menntaskólanámi sínu grundvöll að málakunnáttu sinni, er varð mikil og kom honum að góðu haldi í þýðingum ýmissa merkra erlendra rita, er hann fékkst við mest framan af ævi samhliða blaðamennsku við Þjóðviljann 1936-40 og síðan í starfi hjá bókaútgáfunni Helgafelli 1940-46, en þá var hann skipaður bókavörður í Landsbókasafni Islands, stofnun er hann helgaði krafta sína allt til 1978, er hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir og hafði þá tvö seinustu árin verið deildarstjóri í þjóðdeild Landsbókasafns. Gestir Landsbókasafns á árum Haralds við safnið minn- ast hans með miklu þakklæti, hjálpfysi hins bókfróða manns, er var ótrauður að leiðbeina þeim í leit þeirra að hinum bestu heimildum um hvað eina. Sjálfur vann Haraldur í tómstundum sínum að fræði- störfum auk þýðinganna, gaf t.d. út sjálfsævisögu séra Þor- steins Péturssonar á Staðarbakka 1947 og skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar 1968. Árið 1961 kom út í þýð- ingu hans Bréffrá íslandi eftir Uno von Troil, og löngu seinna eða 1982, þýðing hans á verkinu ísafold, ferða- myndir frá íslandi eftir Ina von Grumbkow. En Haraldur hafði snemma fengið áhuga á skrifum erlendra manna um ísland og tekið að semja skrá um slík skrif, er hann vann að öðrum þræði á vegum Landsbókasafns. Haraldur tók fyrir mín orð upp þráðinn við skrána, eftir að hann lét af störfum, og kom hún út að lokum 1991, hið þarfasta verk. Annað verk, er hann vann að, allt á eigin vegum var Korta- saga íslands í tveimur miklum bindum er Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins gaf út 1971 og 1978. Háskóli íslands sæmdi Harald doktorsnafnbót fyrir þetta verk hans 1980, og löngu seinna, eða 1995, kjöri Sagn- fræðingafélag íslands hann heiðursfélaga sinn. Haraldur dró saman safn margvíslegra rita í kortafræðum, og hafði hann fyrir löngu ákveðið að gefa Landsbókasafni það. Var skýrt frá gjöfmni við opnun Landsbókasafns fslands - Há- skólabókasafns í hinum nýju húsakynnum, og hefur því nú verið fenginn staður í sérsafnadeild þess. Haraldur var mjög félagslyndur maður, sat t.a.m. í stjórn Bókavarðafélags íslands 1960-69 og var formaður þess 1965-69. Hann var virkur félagi í Ferðafélagi Islands, sat í ritstjórn Arbókar þess frá 1966 og hafði samið sjálfur Arbókina 1954 um Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheið- ar. Hann var oft fararstjóri í ferðum félagsins, ekki síst um hálendi íslands, enda þekkti hann þar hvert kennileiti engu síður en bækurnar á hillum Landsbókasafns, eins og ég sagði eitt sinn um hann. Haraldur Sigurðsson var ágætur félagi og samverkamað- ur, er við öll í Bókavarðafélaginu eigum þakkir að gjalda og söknum sárt. Haraldur átti hina mætustu konu, Sigrúnu Sigurðardóttur, er var honum stoð og stytta í hinu mikla menningarstarfi hans. Við sendum lienni við fráfall Har- alds innilegar samúðarkveðjur. Finnbogi Guðmundsson fv. landsbókavörður Bókasafn Fjölbrautaskóla Suðurlands Þann 24. febrúar sl. flutti bókasafn fjölbrautaskól- ans úr bráðabirgðahúsnæði á 2. hæð skólans í rýmri að- stöðu miðsvæðis á jarðhæð. Safnið var opnað með við- höfn að viðstöddum menntamálaráðherra og fleiri góðum gestum en undirrituð lagðist veik eftir flutning- ana sem tóku 3 daga og getur því ekki lýst athöfninni nánar. Þó voru hafðar til sýnis rúmlega 350 bækur sem við fengum að gjöf í tilefni dagsins frá ýmsum aðilum. Ég tók við forstöðu bókasafnsins í september 1994 og þá var langt komið að skrá bókakostinn í tölvu og spjaldskránni var eklci lengur haldið við. Allar bækur, skyggnur, myndbönd, hljómplötur og geisladiskar eru nú skráð í Metrabók og unnið er að skráningu annars efnis. Sú vinna og strikamerking gagnanna hefur verið u'mafrek og lítill tími gefist til annars en dagiegra venjubundinna starfa fyrir utan skipulagningu nýja safnsins. Enn er eftir að ganga frá ýmsu, m.a. vantar hillumerkingar, skjalaskápa og tengingu á tölvu starfs- fólks safnsins við íslenska menntanetið og veraldarvef- inn. Nú geta nemendur og starfsfólk skólans leitað að gögnum í tveimur töivum á safninu og í öðrum nettengdum tölvum í skólanum. Utlán eru færð í Metrabók. Tvær tölvur á safninu eru eingöngu notað- ar til að skoða geisladiska og gagnasöfn af disklingum. Ein tölva er tengd módemi og í henni er hægt að skoða innlendar vefsíður á menntanetinu. Þetta er ennþá á reynslustigi, er ókeypis og á eftir að skipuleggja betur. Bára Stefánsdóttir forstöðumaður Bókasafhið 20. árg. 1996 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.