Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 28
Lína langsokkur slær í gegn á Bókasafni Reykjanesbæjar Þann 10. janúar sl. voru við með Línu-dagsskrá í sögustund í tilefni þess að Lína langsokkur varð 50 ára á sl. ári. Myndirnar úr gulu teiknimyndabókinni, sem kom út árið 1981 á íslensku, voru settar á glærur og litaðar. Línu-órói, tuskudúkkur og handbrúður voru kynntar fyrir börnunum og þeim leyft að leika sér litla stund með þær fyrir lesturinn og myndasýninguna. Börnin höfðu mjög gaman af sögunni og myndunum. Á eftir spiluðum við með Línu-spilum, bingó, lottó og dóminó. Einnig vorum við með myndakubba með ýmsum Línu-myndum. Spilin gerðu mikla lukku og fengust sum barnanna ekki til að hætta. Þau hafa síðan í hverri sögustund spurt um Línu-spilin. Línu-spilin henta börnum á aldrinum 3-5 ára sérstaklega vel. Magnea fi. Ingvarsdóttir. umsjónarmaður sögustunda Krossgátukeppni í Bókasafhi Kópavogs f Bókasafni Kópavogs er reynt að hafa sem fjölbreytt- ast efni fyrir alla. Einnig eru öðru hvoru haldnar uppá- komur af ýmsu tagi til fróðleiks og skemmtunar. I nóv- ember sl. var haldin krossgátukeppni fyrir börn og ung- linga. Hún var fimmtudaginn 9. nóvember. ld. 17.00 til 18.00. Tilgangur keppninnar var að glæða áhuga barn- anna á íslensku máli og efla þannig málvitund upprenn- andi kynslóðar. Boðið var upp á keppni í tveim flokkum, 8-11 ára og 12-15 ára. Fengnar voru krossgátur sérstaklega gerðar fyrir keppnina og miðaðar við þessa aldurshópa. Nokkrum dögum fyrr var farið í grunnskóla bæjarins með auglýsingar og einnig bréf til kennara, þar sem þeim var kynnt tilhögun keppninnar og tilgangur og beðið um hvatningu af þeirra hálfu til barnanna. Beðið var um að börnin létu skrá sig til keppninnar og mátti gera það símleiðis. Þetta má segja að sé nauðsynlegt til að fá betri yfirsýn yfir umfang keppninnar. Það þurfti að fjölfalda krossgátublöðin og hafa tiltæka blýanta og strokleður, þó svo að í auglýsingunni væri tekið fram að slíkt skyldi haft meðferðis. Ekki þurfti lengi að bíða við- bragða, því börnin fóru strax að hringja og láta skrá sig. Keppnin hófst svo á tilsettum tíma. Strax um kl. 16.00 var kominn góður hópur barna á safnið og spenn- ingurinn leyndi sér ekki og klukkan fimm var orðið mjög mannmargt. Einhverjir bættust við sem ekki höfðu látið skrá sig, en við því var starfsfólkið búið. Börnunum voru nú afhent blöðin og skriffæri þeim sem þurftu. Þau komu sér síðan fyrir hvar sem pláss var að frnna á safninu, við borð eða á gólfi. Þau voru mörg ótrúlega fljót að ráða gátuna, ekki síst þau yngri, en þeir- ra gáta var nokkru léttari sem eðlilegt er. Þau afhentu svo blöðin jafnóðum og þau luku við, svo hægt var að byrja yfirlesturinn. Það stóð heima að þegar sá síðasti hafði skilað kl. 18.00 var búið að fara yfir allar gáturn- ar. Þá var komið að úrslitunum. Alls skiluðu 57 börn úr- lausnum. Þar af voru 16 í hópi eldri barna en 41 í þeim yngri. Árangur yngri barnanna var mun betri en hinna eldri. Þeir tveir í eldri flokki sem höfðu alveg réttar lausnir fengu verðlaun, en dregið var úr lausnum yngri barnanna. Verðlaun voru 6 áskriftir að Hrafnasparki, þrauta- og krossgátublaði sem Hrafnhildur Valgarðsdóttir gefur út og gaf hún þær og einnig 2 eintök af bók sinni Kóngar í ríki sínu. Voru vinningshafar hinir ánægðustu með feng sinn. Það fór ekki milli mála að krossgátukeppnin mæltist vel fyrir hjá börnunum, því mörg þeirra spurðu um leið og þau fóru: „Hvenær verður næsta keppni?“ Inga Kristjánsdóttir deildarstjóri barna- og unglingadeildar Bókasafn Héraðsbúa Bókasafn Héraðsbúa var stofnað 1957 en þá var ákveðið að sameina nokkur lestrarfélög á Héraði. Lengst framan af er saga safnsins hrakningasaga, saga stofnunar sem hvergi á sér fastan samastað og fæstir vildu við kannast. Safnið var geymt í kössum þetta árið en fékk inni í þessu húsi það næsta en þá voru ekki til hillur til að koma því upp. Þannig gekk til ársins 1966 en þá fær safnið inni í kjallara undir leiksviði Héraðsheimilisins Valaskjálfar. Þar er safnið til húsa næsta áratuginn og þar hóf ég er þessar línur rita, störf haustið 1974, fyrst sem áhugamanneskja en síðar í hlutastarfi. Á þessu 21 ári sem ég hef starfað við safnið hefur það flutt fjórum sinnum, síðast í byrjun árs 1995 en þá flut- ti safnið í framtíðarhúsnæði í rishæð Safnahússins við Laufskóga. Hér í þessu risi er bjart og fallegt og gott rými og nú gefst loksins tækifæri til einhvers annars en að lána út bækur, hér eru haldnar sögustundir einu sinni í viku, haldnar hafa verið smásýningar og um miðjan desember sl. var opið hús í samvinnu við Minjasafn Austurlands sem er hér á hæðinni fyrir neðan, en þá var sett upp baðstofa hér undir risinu og þar var fólk við tó- vinnu og konur á íslenskum búning bökuðu lummur og báru gestum kaffi og lummur að góðum og gömlum sið, þar komu gamlir gestir ofan úr fjöllum í heimsókn, og í anddyrinu var flutt tónlist af ýmsu tagi. Ég vænti þess að hér eigi safnið eftir að vaxa og dafna og verða sú menningar og upplýsingamiðstöð sem til er ætlast s.k.v. lögum og viðskiptavinir gera kröfur til. Safnið er opið alla virka daga, fimm tíma á dag. Starfsmenn eru tveir. Stöðugildi 75%. Kristrún jónsdóttir bókavórður 28 Bókasajnið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.