Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 73

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 73
grunnskerfi), 2) Information Retrieval System (Ieitarbund- ið gagnagrunnskerfi), 3) Object-Oriented Database (hlut- bundið gagnagrunnskerfi) og 4) Hypertext. Allar þessar geymslur eru hannaðar hver með sínum hætti og vanda- samt að lýsa þeim á íslensku svo vel sé, þar sem ég kynnti mér þetta efni eingöngu með lestri enskra texta. (Þó langar mig til innan þessa sviga að stinga upp á nokkrum nýyrð- um til að lýsa þessum geymslum eða kerfum. Þessi nýyrði urðu til þegar ég rifjaði upp þennan kafla í ritgerðinni og reyndi að hugsa hann á íslensku. Ég legg til að DBMS verði nefnt gagneindakerfi og grunnurinn gagneindagrunnur. Skýring: gagneind = record (sbr. frumeind, ljóseind og sameind) er minnsta merkingarbæra upplýsingaeining grunnsins. Vensluðum gagneindum, sem eru óháðar hver annarri en flokkast og samraðast eftir tilteknum ströngum reglum, er raðað í normalform (normalisadon). Með hlið- stæðum hætti yrði talað um IRS sem leiteindakerfi, OODB sem hluteindagrunn (hluteind: gagneind + vinnsluferli) og hypertext sem stökkeindagrunn eða stikleindagrunn (stökkeind/stikleind = node) og geta menn þá stiklað á stóru í textanum og stokkið frá einu atriði til annars. Hypertext mætti e.t.v. einnig kalla stökkul.) Astæðan fyrir því að þessi kerfi voru öll tekin til umfjöll- unar var meðal annars sú að allt bendir til að í náinni fram- tíð muni þau tengjast hvert öðru innan sömu geymslu og mynda fjölvinnslukerfi (verða að fjöleindagrunnum). Enda þótt nú þættu yfirgnæfandi líkur á því að íslenski grunnurinn félli inn í kerfi 2, þ.e. textaleitarkerfi var því samt ekki slegið föstu. Hönnun gagnagrunnsins Hönnunin var fyrst og fremst tafsöm nákvæmnisvinna. Svo vel vildi til að ég gat nýtt mér ágæta burðargrind sem þegar hafði verið sett saman. Grindin var gerð úr spurning- um sem kröfðust svara varðandi flesta þætti grunnsins. Settar voru upp töflur sem sýna í smáatriðum gerð grunn- sins ásamt nákvæmum leiðbeiningum um færslur. Sökum þess að líklegt má telja að grunnar sem miða að textaleit renni inn í og sameinist vensluðum grunnum (DBMS) innan skamms með tilkomu öflugs vélbúnaðar og einnig til að reyna að verða við ófyrirsjáanlegum þörfum þeirra sem þurfa að nota grunninn, var ákveðið að setja fram venslaða myndræna gerð hans. Að svo búnu steig ég lokaskrefið og felldi hann í normalform og setti upp ein- indavenslarit. Að lokinni umfjöllun um prófun, viðhald, gagnsemi og ýmislegt annað smálegt var ekkert því til fyr- irstöðu að velja hugbúnað. Val á hugbúnaði Fram til þessa hafði ekkert komið fram sem benti til þess að sérhanna þyrfti hugbúnað fyrir grunninn. Fengist hafði leyfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til að nota hug- búnað og vélbúnað sjúkrahússins fyrir grunninn, ef það hentaði. Nú var gerður listi í 12 liðum sem mælti fyrir um það hvernig standa skyldi að valinu. Einnig útbjó ég lang- an lista þar sem tilteknir voru allir þeir eiginleikar sem talið var að hugbúnaðurinn yrði að hafa til að bera. A sjúkrahús- inu var Pro-Cite í útgáfu 2.2.1, Access í útgáfu 2.0 og MikroMARC í útgáfu 1.7. Skemmst er frá því að segja að Pro-Cite féll strax úr leik en hann átti í erfiðleikum með ís- lenska stafrófið við röðun. Access, sem hafði fengið ein- róma lof í tímaritum og blöðum og var talinn geysi öflug- ur, féll á því að ekki var hægt að raða og lykla ,,Memo“ sviðið. Þar með skorti hann grundvallaratriði, þ.e. frjálsa leit í texta. Þetta kom mér satt að segja nokkuð á óvart en auðvitað er gagnagrunnurinn fullsæmdur af MikroMARC sem hefur marga góða kosti. Grunnurinn var tilbúinn, hugbúnaðurinn valinn. Verkinu mátti heita lokið. Niðurlag Margt hafði borið fyrir augu og eyru og ýmsu hafði ég velt fyrir mér sem ekki tengdist beinlínis hönnun og gerð sjálfs gagnagrunnsins. Enda þótt verkinu mætti heita lokið stóðst ég ekki freistinguna að bæta fáeinum athugasemdum við ritgerðina og útfæra nánar hugmyndir sem lauslega höfðu verið reifaðar með tilliti til gagnagrunnsins. Ég hafði meðal annars veitt því eftirtekt að tvíveðrung- ur virtist uppi meðal hjúkrunarfræðinga varðandi gildi hugtakanna huglægur (subjective) og hlutlægur (objective) og einnig hvar vísindin kæmu til skjalanna f rannsóknar- starfsemi. Ég blandaði mér í þessa umræðu og dró fram þátt dómgreindar í samspili hugtakanna (subjective og objective) og nefndi hvar og hvernig vísindaleg viðhorf kynnu að geta lagt rannsóknum lið. Þá fór ég nokkrum orðum um gildi ran’nsókna fyrir hjúkrunarfræðinga og samfélagið og loks tungumálið - tæk- ið sem ég varð að nota til að setja fram nákvæmar skilgrein- ingar viðfangsefna og einnig til að spinna saman og vefa í eina heild þessa ritgerð. Þetta tæki - tungumálið - er vand- meðfarið og stundum viðsjált enda er það í senn bergmál mannlegra tilfinninga og orð þess meginuppistaða hugsun- ar. Höfundur er bókasafnsfrœðingur með framhaldnám frá há- skólanum í Aberystwyth og starfar á lœknisfrœðibókasafni Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. HEIMILDIR: Ragnheiður Kjærnested (1995). An analysis and design of an Icelandic nursing research database. Aberysrwyth : University of Wales. 250 s. SUMMARY The article is based on a MSc dissertation from the University of Wales submitted in July 1995. An author abstract for the thesis as a whoie follows: An Analysis and Design of an Icelandic Nursing Research Database This dissertation is a systematic two-stage descriptive analysis of the process of designing, creating and building an Icelandic nursing research database; including software evaluation and selection; and aspects of implementation and maintenance. The first stage contains short accounts of the history of Icelandic nurs- ing; nursing research in Iceland; the structure of the Icelandic health care system; discusses clinical audit in the U.K.; provides definitions of basic terms; a comprehensive operational nursing research definition, and criteria for inclusion. This stage reveals uncertainty among nursing researchers as to the meaning of scientific; the absence of a methodolog- ical element in the ICN nursing research definition; and notes the lack of truly „home grown“ generic instruments for measuring the quality of care in the U.K. The second stage describes four different database systems; sums up user requirements; sets up tables of record definitions and a data diction- ary for an IRS; provides structural decisions; presents conceptual schema design and normalisation for a DBMS. Software evaluation reveals that Microsofi: Access fails to meet basic text retrieval requirements and that Pro-Cite has sorting difficulties with the Icelandic alphabet. As a result both packages are disqualified and MikroMARC selected. Bókasafnið 20. árg. 1996 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.