Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Page 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983.
11
Steingrimur Sigurðsson i Ásmundarsai. Verkið sem hann er að vinna við er: „ Vestfirska orkustöðin i
Kópavogi" og stendur það á trönum isýningarsainum ófullgert.
DV-mynd EÓ.
Ekki hægt að
skera upp við
temperamentinu
— rætt við Steingrím Sigurðsson myndlistarmann
„Sæll, það er kaffi uppi.”
Listamaðurinn stendur fyrir fram-
an Ásmundarsal við brúna bifreiö og
brosir vingjarnlega. Uppi segir hann
frá því að þetta sé hans 51. sýning,
hann hafi sýnt í Svíþjóð þrisvar og í
London I sumar á vegum Islendinga-
félagsins. Hann hafi eitt sinn verið
búinn að innrétta hlöðuna í Roðgúl
eins og „Texas shooting gallery” og
— „Ég ætla að eignast Roðgúl aftur í
þessulífi.”
Steingrímur er hressilegur og seg-
ist vera fullur af orku og: „Ég er af-
ar bjartsýnn á lífið af því að ég er
verkglaður. Ég vakna klukkan sex á
morgnana og ég stal Bullworker tæki
frá syni mínum og nota þaö. Eg geng
í stað þess að fara í bíl og ég held á
þungum hlutum. Ég reyni að gera
tvodagaúr einum.”
Við sitjum á föstudegi í miðjum
Ásmundarsal. Allt umhverfis okkur
með hvítum veggjunum standa
myndir. Steingrímur ætlar aö hengja
upp í kvöld og nótt. A laugardaginn
var opnaði hann sýninguna „Meiri-
hlutinn er myndir sem ég hef málað
frá því í fyrrasumar. Mikið af
þessum myndum er f rá Stokkseyri.”
Minning um stríðsmjöð
þýðverskan
Það mun óhætt að segja að þaö
kenni ýmissa grasa á sýningunni.
Nægir að nefna mynd nr. 6 Biére
fortein memoriam (minning um
stríðsmjöð þýðverskan) og mynd 67
Vestfirska orkustöðin í Kópavogi
(Einkaeign: Magnús Jón Árnason
bilakóngur úr Bíldudal i Amarfirði.)
Hún stendur á trönum í sýningar-
salnum, ófullgerð. Spurður um stefn-
ur og strauma segir Steingrímur
þetta mótast af reynslu sinni í gegn-
umárin.
,,Ég veit ekki hvort ég tilheyri
neinni stefnu. Sigmar Hauksson tal-
aði um roðgúlisma. ’ ’
Verk nr. 70 b, sem ekki hefur náö
inn á sýningarskrá, erskúlptúr.
„Einn af fáum skúlptúrum sem
ég hef gert. Tileinkaður franska
kokknum á Rán. Sumir sjá kannski
eitthvað dónalegt í þessu. Ég sá þaðí
dag og gladdist viö. Ég er hættur aö
nota bús. Búinn að vera hættur í tvö
ár og átta mánuði. Ég reyndi að gera
það þannig aö ég lagaði kompásinn
um leið. En það er víst ekki hægt að
skera upp við temperamentinu,”
segir hann og hlær hrossahlátri.
„Ég þoli ekki listamenn sem
hafa aldrei dýft hendi í kalt vatn. Ef
sýningin gengur illa þá fer ég beint á
skuttogara. Það eru hreinar línur
með það. Og ég held ég fái pláss,”
segir hann meö fullvissu.
Tveir synir Steingríms eru á staðn-
um. Steingrímur er tekinn að ókyrr-
ast og það kemur fram á kurteisleg-
an hátt að hann er að verða of seinn í
fatahreinsun. Allt í einu erum við
allir komnir út og Steingrímur kallar
vingjamlega frá brúna japanska
bilnum:
„Maðurinn með orkustöðina
(málverk nr. 67) á þennan bíl. Þetta
eru f imm gírar f ram. ”
-SGV
veit ekki hvort óg tiiheyri neinni stefnu. Sigmar Hauksson taiaði um roðgúlisma.'
DV-mynd E.Ó.
BREIÐHOLTI //Ll SÍMI76225 (/^-1 Fersi k blóm di Bc/M miklatorgi IJvXrLÍ SÍMI22822 iglega.
I Jk kjarrhOlma 10
SlAL'-'ORKAss
VINNUVÉLAEIGENDUR
Tökum aö okkur slit- og viögeröarsuöur á tækj-
um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni
Ennfremur önnumst viö hvers kyns járniönaöar-
vinnu og verktakastarfsemi.
Föst tilboö eöa tímavinna. S|M, 78600 Á p/VGININI
SÍMI 40880 Á KVÚLDIN
GÖNGUSKÍÐASETT