Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 36
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. 36 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ingib/örg eru einu konurnar sem gegnt hafa embætti forseta Framtíðar- innar. Disin Stefanie Powers. Ætlar hún að láta hart mæta hörðu? Powers r m symr réttan Helga Guðrún, forseti Framtiðarinnar, með forseta íslands, Vigdisi Finn- bogadóttur, og Ingibj'örgu Pálmadóttur, fyrrum forseta Framtíðarinnar, Óneitanlega glæsilegur hópur forseta finnst okkur. Þær Helga Guðrún og Tveir þekktir úr Menntaskólanum i Reykjavík. Guðni Guðmundsson rektor og Einar Magnússon, rektor skólans á árunum 1965 til 1970. Þess má geta að Einar kenndi við skólann i tæp fímmtiu ár. Við óskum MR til hamingju með hundrað ára afmæli Fremtíðarinnar. DV-myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson. Hár má sjá þá Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup og Guðna Guðmundsson, rektor Menntaskólans i Reykjavík, é tali viðHelgu Guðrúnu. „Hefur verið gaman að standa í þessu” — Forseti Framtíðarinnar, Helga Guðrún Johnson, í stuttu rabbi við Sviðsljósið „Þaö hefur verið gaman aö standa í þessu í vetur þrátt fyrir aö mikill tími hafi farið í starfiö vegna hundrað ára afmælisins,” sagöi forseti málfundafé- lagsins Framtiðarinnar, Helga Guörún Johnson, er Sviðsljósiö rabbaöi viö hana í veislu meö fyrrverandi for- setum Framtíöarinnar í Borgartúni 6 nýlega. Helga Guörún er önnur konan sem gegnir embætti forseta Fram- tiöarinnar. Hin er Ingibjörg Pálma- dóttir, dóttir Pálma Hannessonar, sem var rektor Menntaskólans í Reykjavík á árunum frá 1929 til 1956. Þær Helga Guörún og Ingibjörg eiga þó f leira sameiginlegt hvað varöar for- setaembættið en aö vera einu konurnar sem hafa gegnt því þessi hundrað ár. „Jú, þaö er skemmtileg tilviljun aö bræöur okkar Ingibjargar, Pálmi Ragnar Pálmason og Gunnlaugur Johnson, vorueinnigforsetarFramtíö- arinnar. Og það vill þannig til aö viö erum einu systkinin sem höfum gegnt þessuembætti,” sagðiHelgaGuðrún. Helga Guörún er nítján ára Reykja- víkurmær, dóttir hjónanna Olafs og Guörúnar Johnson. Hún er í sjötta bekk skólans og lýkur því stúdents- prófi í vor. Hún var gjaldkeri í stjórn Framtíðarinnar í fyrra en ákvað að slá til og bjóöa sig fram til forseta fyrir veturinn í vetur. En hvaö um framtíöina hjá Helgu Guörúnu, ef nota má þaö orö í þessu tilviki? „Eg hef ákveöið að hefja nám í blaðamennsku í Bandaríkjunum næsta haust,” sagöi Helga Guðrún brosandi aö lokum. Viö í Sviðsljósinu efumst ekki um aö stéttinni bætist þar góöur liösauki. -JGH. kraft Leikkonan fallega, Stefanie Powers, heillaöi alla þegar hún kom til Bandaríkjanna nýlega eftir aö hafa veriö í fríi í Englandi meö Robert Wagner og Jill St. John. Því hefur lengi veriö haldiö fram aö Robert Wagner og Jill séu aö ganga í þaö heilaga en einhver frestun virðist ætla aö veröa á því. Segja menn aö það sé Robert sem fresti þar sem honurn finnst vera of stutt síðan fyrrverandi kona hans, NatalieWood, lést. En nú eru menn farnir aö efast um aö þau muni giftast því aö æ oftar sést Robert í fylgd meö Stefanie Powers. Og fólk spyr: „Hvers vegna fóru þau þrjú í frí til Englands?” Fátt er um svör, en þaö vakti athygli allra aö á sama tíma og Stefanie blómstraði við komuna til Bandaríkjanna var Jill vonsvikin og hálfsúr á svipinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.