Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Page 33
DV. LAUGARDAGUR 23. APRtL 1983.
FRÁ KÓREU.
IJ-ONDAL OG
PRDÍSESSM
að hún hefði haft þaö eitt í huga aö
hlýða föðursínum.
— Burtmeðþig! hrópaði hann. Þú
ert ekki framar dóttir mín! Og hann
lagði blátt bann við því að hún stigj
framar fæti inn í höllina.
Kong Dschu fór aö hágráta við
þessi tíðindi. Hún tók nokkra gull-
peninga og skartgripi og hélt aö
heiman um nóttina hrygg í huga.
Hún þekkti engan sem hefði þoraö að
bjóða henni hjálp sína. Og því leit-
aði hún til kofa betlarans. Þar hitti
hún móður Ondal. Hún tjáði henni
vandræði sín og bað hana að lofa sér
að vera. En móöir Ondals vísaði
henni burt og Ondal líka sem hélt aö
þessi tigna stúlka væri andi eða um-
skiptingur. Hann vildi ekkert hafa
saman viö hana að sælda.
— Við erum fátæk og fyrirlitin,
sagði hann. Hvemig ætti konungs-
dóttir að búa hérna ? Og ef til vill ertu
aöeins að draga dár að okkur.
Faröu og leitaðu þér hælis annars
staðar. Og þá helst í höll því þar áttu
heima!
S túlkan hristi höfuðið og sagöi:
— Til er gamalt máltæki er hljóð-
ar svo: Þó aö gamið nægi ekki nema
í smáþurrku veröur samt að vefa úr
því og þó að komið fylli ekki nema
eina skál veröur að þreskja það!
Maðurinn má ekki láta hugfallast!
Hvers vegna sættiö þið ykkur við
allt? Þú ert ófríður, Ondal, satt er
það. En þú hefur falleg, hlýleg augu.
Viltu í raun og veru reka mig í
burtu? Og hvers vegna emð þið allt-
af að tönnlast á því hvað þið séuð fá-
tæk og lítilmótleg? Enginn er aumur
nema sá sem vill veröa það! Og eng-
inn þarf að skammast sín þó aö hann
sé fátækur!
Við þessi orð prinsessunnar misk-
unnuöu mæöginin sig yfir stúlkuna
og lofuðu henni að vera í kofanum.
Og móöirin mælti:
— Þú munt líða skort og svelta en
ég mun fara með þig eins og þú værir
dóttir mín þar eð faðir þinn hefur
rekiö þig að heiman. Og vera má aö
þú færir okkur meira að segja ham-
ingju!
Kong Dschu hafði lært sem
barn allt sem kostur var á. Hún var
fróðleiksfús og athafnasöm. Leiði
hennar hafði einungis stafað af því
að konungurinn lagði kapp á að ein-
angra hana og vemda um of. En hún
þráði annað og meira en að vera dek-
urprinsessa. Nú haföi hún fundið
verkefni. Þaö var i húsi fátæku
mæðginanna. Og þar eð eldhús
þeirra var snautt af svo til öllu seldi
hún einn af skartgripum sínum.
Fyrir andvirðiö keypti hún vistir,
áhöld og nokkrar akurreinar. Sam-
eiginlega ræktuðu þau landið svo að
þau höfðu nóg að bíta og brenna og
þurftu hvorki að kvíða kulda né mat-
arskorti. Stúlkan kenndi lika Ondal
það sem hún kunni og lét hann iöka
allt það sem koma mundi honum að
góðu haldi semkarlmanni.
— Ef þú vilt hafa þig upp úr eymd-
inni, Ondal, veröur þú að duga betur
en þú hefur gert hingað til. Umfram
allt skaltu læra reiðmennsku og æfa
bogfimi. Hér eru peningar. Kauptu
nokkra hesta, ekki dráttarbikkjur
heldur góða reiöhesta. Sækstu eftir
þeim skepnum einum sem gæddar
erugóðumkostum!
Ondal fór á fund bænda og kaup-
manna. Eftir nokkra daga kom hann
aftur með marga hesta. Kong Dschu
sá um fóðrun og hirðingu þeirra. Og
að því kom að Ondal átti úrvalsgæð-
inga. Hann reið nokkrar stundir dag-
lega, lærði bogfimi og þar sem hann
var bæði greindur og laginn þegar á
reyndi, náöi hann fljótt mikilli leikni.
Pyong Won efndi á ári hverju tU
veiöiferöar að haustlagi. Þá var mik-
il hátíö og hver sem vUdi fékk aö
taka þátt í ferðinni. Og að sjálfsögðu
létu konungar, ráðgjafar hans, hers-
höfðingjar og aöalsmenn sig ekki
vanta. Kong Dschu kenndi Ondal
veiðireglurnar rækilega og með því
að hann var ágætur reiðmaður og
bogaskytta varö enginn jafnoki
hans. Fengur hans í veiðiferðinni
varö því miklu meiri en annarra.
Konungur lét kalla „ókunna ridd-
arann” fyrir sig, óskaöi honum til
hamingju og spurði hann til nafns.
Ondal hneigði sig og sagði:
— Eg er ekki riddari, yðarhátign.
Nafn mitt er Ondal, kaUaður hinn
heimski.
Þá varö Pyong Won hugsað til
týndrar dóttur sinnar. Hann hafði
iðrast þess fyrir löngu að hafa rekið
hana að heiman. Minningin um Kong
Dschu vakti hryggð i brjósti hans en
hann lét ekki á því bera. Hann laun-
aði Ondal og hafði hann í meiri há-
vegum en nokkurn annan.
^Nokkru siðar sagði Kínakeisari
Kóreu stríð á hendur. Pyong Won
konungur kvaddi hermenn sina tU
vopna oghélt á mótióvininum. Ondal
tók þátt í orrustunni. Og það var ekki
síst vitsmunum hans og hreysti að
þakka að Pyong Won bar sigur úr
býtum.
Hershöföingjarnir, sem fyrir
löngu voru hættir að kalla Ondal U-
Ondal, sýndu honum mesta heiður.
Pyong Won grunaði aö dóttir hans
ætti sinn þátt i þeirri miklu breytingu
sem orðið hafði á Ondal. Hann spurði
hann eitt sinn hreinskilnislega að því
hvort hann vissi hvar dóttir sín,
Kong Dschu, væri niður komin. Þá
sagði Ondal frá öUu sem við hafði
boriö f rá því hún hvarf að heiman.
Konungur lét sækja prinsessuna
og fylgja tU hallarinnar. Við þaö
tækifæri sæmdi hann Ondal greifa-
tign og heiðraði hann með ýmsu
móti. Og lengi fóru miklar sögur í
landinu af viðhöfninni í brúökaupi
þeirra Kong Dschu og Ondal. Hann
varð yfirhershöfðingi sem Pyong
Won átti enn margan sigur að þakka.
Kona getur gert betlara að konungi
og konung að betla ra!
sandgerði
Blaðbera vantar í Norðurbæ.
Upplýsingar hjá umboðsmanni, sími 7684.
HEILSUGÆSLUSTÖÐ
í KEFLAVÍK
Tilboö óskast í innanhússfrágang og lóðarlögun
fyrir heilsugæslustöð í Keflavík.
Húsið er 726 m2 og er nú „fokhelt”. Verkinu skal
að fullu lokið 15. mars 1984.
tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn
2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á
sama stað þriðjudaginn 10. maí 1983, kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Adalfundur
Alþýðubankans hf. árið 1983 verður
haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík,
laugardaginn 30. apríl 1983 og hefst kl.
14.00.
Dagskrá:
a) Venjuleg aöalfundarstörf í samrœmi vid ákvaedi 1S. gr.
samþykkta bankans.
b) Samþykktir og reglugerd bankans.
c) Tillaga um heimild til bankaráds um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa.
d) Tillaga bankaráds um nýtl hlutafjárútbod.
Aðgöngumiðar að fundinum og at-
kvæðaseðlar verða afhentir í aðal-
bankanum, Laugavegi 31, dagana 27., 28.
og 29. apríl nk.
F.h. bankaráðs Alþýðubankans hf.
Benedikt Davíðsson form.
Þórunn Valdimarsdóttir ritari.
FISKVERKENDUR
Eigum ísvélar á lager.
Hagstætt verð og greiðslukjör.