Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Page 5
DV. MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1983.
5
Síst minni aðsókn í
utanlandsferðir:
Meira lánaö
ogtil
lengrí tíma
Ferðalög Islendinga til útlanda í
sumar verða síst færri en í fyrra, þó
svo að heldur hafi sigið á ógæfuhliðina
í efnahagsmálum. Aðilar feröa-
markaðarins verða þó varir viö
versnandi f járhag fólks á þann hátt aö
fleiri biðja nú um aö fá feröimar
lánaðar. Bæöi er beðið um lengri láns-
tíma og hærra lánshlutfall.
Af samtölum viö ýmsa aðila ferða-
markaðarins má einnig ráða að lítils
háttar breytingar séu að verða á
ferðalögum Islendinga til útlanda.
Minni aðsókn sé nú í sólarlandaferðir
en undanfarin ár og meiri eftirsókn sé
nú eftir pakkaferðum alls konar, í
sumarhús, með bílaleigubíl o.s.frv.
Fyrir þessu séu ýmsar ástæðurr, svo
sem að fólk sé orðiö leitt á að fara
sífellt á sömu sólarstrendurnar ár eftir
ár og eins hafi auknar ferðir
Islendinga til útlanda orðið til þess að
fólk treystir sér betur til að bjargast á
eigin spýtur erlendis.
Þrátt fyrir það að sífellt f leiri aöilar,
skipuleggi nú ferðir til útlanda vilja
aðilar feröamarkaðarins ekkert
kannast við aukna samkeppni. Þeir
segjast jafnvel ekkert hafa orðið varir
við tilkomu tveggja nýrra farþega- og
bílferja, Norröna (kemur í stað
Smyrils) og Eddu. Þó virðist hafa
bókast vel í ferðir þeirra, ef marka má
upplýsingar umboðsaðila þeirra.
Þaö virðist því ljóst aö þrátt fyrir
síversnandi f járhagsafkomu fólks hér
á landi sé hún látin bitna á einhverju
öðru en sumarleyfisferðum til útlanda.
-SþS.
Ljósmyndir David Finn af málverkum
Einars Jónssonar, Ásmundar Sveins-
sonar og Sigurjóns Ólafssonar eru til
sýnis í Listasafni íslands þessa dagana
auk verka meistaranna. Hér á
myndinni er ein af myndum Finn. Hún
er af höggmynd Einars Jónssonar,
Ungri móður.
Höggmyndir
ogljósmyndir
r
í Listasafni Islands
Sýning á ljósmyndum og högg-
myndum stendur nú yfir í Listasafni
Islands. Sýndareru ljósmyndirBanda-
ríkjamannsins David Finn og högg-
myndir eftir Einar Jónsson, Ásmund
Sveinsson og Sigurjón Ólafsson.
Ljósmyndirnar eru af höggmyndum
ofantalinna listamanna og eru flest
verkanna einnig á sýningunni. David
Finn er heimsþekktur ljósmyndari
sem hefur sérhæft sig í ljósmyndun
höggmynda frá ýmsum tímabilum, en
þó einkum ljósmyndun verka mynd-
höggvarans Henry Moore.
Hann hefur gefið út fjölda bóka með
ljósmyndum af verkum Moores og
fjölda annarra bóka. Eru nokkrar
þeirra einnig til sýnis og sölu á
sýningunni.
Myndhöggvarana þrjá, Ásmund,
Einar og Sigurjón, þarf ekki að kynna,
svo þekktir eru þeir meðal
þjóðarinnar. A sýningunni er eftir
hvern þeirra fjöldi verka sem flest
hafa verið fengin að láni úr einkaeign
ogöörumsöfnum.
Sýningin verður opin til 15. maí,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30
til 16, laugardaga og sunnudaga frá kl.
13.30 til 18. -ás.
Símreikningar:
Færist í vöxt að fólk
biðji um greiðslufrest
Almenningur hér á landi viröist
nú eiga æ erfiöara með að standa í
skilum meö alls konar greiðslur og
afborganir. Að sögn Ágústs Geirs-
sonar, skrifstofustjóra hjá sím-
stöðinni í Reykjavík, hefur það til
dæmis færst mjög í vöxt síðastliðiö
eitt ár að fólk fari fram á að fá
greiðslum á símreikningum frestað,
eða jafnvel samið um að fá að borga
þá með afborgunum. Einnig hefur
lokunum á 'símum fjölgað nokkuð.
Áriö 1979 var samtals 42888
númerum lokaö á því svæöi, sem
hefur svæðisnúmerið 91, en árið 1982
varfjöldinn47173.
Ef tekið er mið af því að fjöldi not-
enda á þessu svæði er milli 55 og 56
þúsund kunna þessar töluraðhljóma
afar háar. Þess ber þó að getahð í
fjöldamörgum tilfellum er um sömu
númerin að ræða, sem lokað er aftur
og aftur. Langflestar lokanirnar
standa í stuttan tima.
Samkvæmt núgildandi gjaldskrá
er grunnafnotagjald símtækis 478
krónur ársfjórðungslega. I Reykja-
vik og nágrenni eru innifalin i
þessari upphæð 300 skref en 600 skref
úti á'landi.
-SþS.
TIL GRIKKLANDS
MEP NÁMSMANNAFLUGI
OG ÞÚKEMST ÞANGAÐ TÍMANŒGA TTLAÐ
FÁ NÝBAKAÐ GRÍSKT BRAUÐ
AÞENA. Nú er mögulegt að
komast til Aþenu með náms-
mannaflugi frá London, Amster-
dam eða Kaupmannahöfn og
ferðast síðan frjálst um Grikk-
land.
Aþenu er erfitt að lýsa. Sumir
segja að hún sé óhrein og
hávaðasöm, en aðrir halda því
fram að hún sé engu öðru lík og
hafi töfra sem séu ómótstæði-
legir. Ekki síst sé dvalið þar í 1 -2
daga í byrjun eða lok Grikklands-
ferðarinnar. Til að komast að
hinu sanna er aðeins til eitt ráð,
- þú verður að sjá hana sjálf(ur).
Að sjálfsögðu er tilvalið að nota
Alþjóðlega Afsláttarskírteinið
eða Stúdentaskírteinið og líta
ögn á menninguna á staðnum,
- því hana er jú Grikkland frægt
fyrir.
Verð: 11.980.-
BAÐSTRANDIRNAR OG NÁnVRÚFEGURÐINA ER AFTUR Á
MÓTIAÐ FINNA Á GRÉKU EYJUNUM
Þar eru hreinar og góðar bað-
strendur, einstök veðursæld,
fjöldi veitinga- og skemmtistaða
og síðast en ekki síst sérstæð
menning, þar sem gestrisni og
innileiki eru í fyrirrúmi.
Hægt er að velja um 1 -3ja vikna
ferðir og brottfarir eru frá Kaup-
mannahöfn tvisvar í viku.
LEROS - eyja Díönu veiðigyðju,
hefur engan flugvöllinn, en
þangað er þó ekki nema 3ja
tíma sigling frá Kos. Á Leros
gengur Lífið sinn vanagang í
friðsemd og rólegheitum.
Á KOS er að finna sérstæða
menningu og mikið af fornum
minjum, m.a. má enn sjá merki
um skóla Hippokratesar - föður
læknislistarinnar.
2 vikur á Kos:
2 vikur á Samos:
2 vikur á Leros:
13.800.-
13.770.-
13.790.-
Morgunverður innifalinn.
Á SAMOS getur þú upplifað
einfaldleikann á sama hátt og
Pýþagóras og fegurðina eins og
Fönekíumenn, enda töldu þeir
Heru - gyðju fegurðar fædda á
Samos.
FERÐA
SKRIFSTOFA
STÚDENTA
Hringbrcait, síml 16850