Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Page 13
DV. MÁNUDAGUR 9. MAl 1983.
13
VERBBOLGAN OG VINSTUKAN
Fyrir nokkrum árum haföi ég
skrifstofu í stóru húsi við Háaleitis-
braut.
Mér þykir gaman aö vinna, svo að ég
var stundum aö vinna á kvöldin þeg-
ar allir aðrir voru famir heim til sín.
En mér þykir líka gaman aö staupa
mig þótt í hófi sé, svo að fyrir kom að
ég gekk að allri vinnu lokinni út í
vínstúku, sem var í gistihúsinu Esju
viö Suðurlandsbraut, og fékk mér
eitt staup eða tvö af veigunum sem
þar vom seldar. (Mér er sagt aö
Halldór Halldórsson prófessor hafi
smiðaðnafnið „vínstúka” um bar, af
stríðni við stúkumenn. Nafnið er
gott, hvort sem þetta er rétt eöa
ekki.) En mikil var undrun mín einn
góðan veðurdag, þegar ég las það í
blöðunum að þjónarnir í þessari vín-
stúku hefðu verið handteknir og að
minnsta kosti einn þeirra hefði játað
að hafa blandað vatni út í vínið sem
þeir seldu. Eftir þetta hef ég illa
treyst þjónum í vínstúkum.
Mér hefur þó stundum verið hugs-
að til þessara blessuðu þjóna þegar
ég hef horft framan í ráðamenn
þjóðarinnar í sjónvarpi. Þeir segja
okkur alvömgefnir í bragði að verð-
bólgan sé orðin 40%, 60%, 80%, 100%.
Engum dettur í hug að handtaka þá.
En sannleikurinn er sá að margt er
s vipað með framferði þjónanna í vín-
stúkunni og ráðamannanna. Þjón-
amir drýgöu víniö með vatni, án
þess að menn yrðu varir við það.
Ráðamenn þjóðarinnar drýgja skatt-
neningana, sem þeir hafa af okkur
með hótunum um „óþægilegar inn-
heimtuaðgerðir”, með nýprentuðum
peningum. Þessir nýprentuðu pen-
ingar bætast viö peningana sem fyrir
em í höndum fólks (eins og vatnið
bættist við vínið), án þess að neitt
bætist við vömmar sem peningarnir
em notaðir til aö kaupa. Afleiðingin
verður sú að vömmar hækka í veröi,
— aö fleiri peninga þarf til að kaupa
sömu vömmar, — en það nefnum
við „verðbólgu” á íslensku.
Peningar „þynntir út"
Þjónamir heltu vatni út í víniö og
þynntu það þannig út, ráöamennimir
hella nýjum peningum saman viö
gamla og „þynna” þá þannig út. En
hvers vegna voru þjónarnir hand-
teknir? Vegna þess að þeim var gefiö
að sök aö hafa svikið okkur við-
skiptavinina, látið okkur greiða fyrir
vöru sem við fengum ekki. En em
ráðamenn þjóðarinnar ekki að gera
eitthvaðsvipað? Þeir prenta peninga
og nota þá til að kosta umfram
eyðslu sína, en þannig hafa þeir í
rauninni fé af peningaeigendum því
að peningarnir, sem fólkiö hefur i
höndunum, falla í verði við þetta.
Verðbólga er því frá hagfræðilegu
sjónarmiöi séð skattur sem lagður er
á eigendur peninga. Þessi skattur er
Iagöur á þá, af því að valdsmennirnir
eyða meiru en þeir geta aflaö með
öðrum sköttum. Og þessi skattur er
miklu verri en aðrir skattar því að
hann er lagður á fólk, án þess aö þaö
hafi samþykkt það: peningar þess
eru „þynntir” út.
Eg er ekki að mælast til þess, að
ráðamenn þjóðarinnar séu hand-
teknir. Eg er að benda á hitt að þeir
bera ábyrgð á verðbólgunni — ríkis-
stjórn, Alþingi og Seðlabanki — en
hvorki verkalýðsfélög né allur al-
menningur. Stundum er sagt að
verðbólgan sé af því að fólk eyði
meira en það afli. Þetta er ekki rétt.
Verðbólgan er af því að ríkið eyðir
meira en það aflar — og brúar bilið
með prentum peninga. Ráöamönn-
um þjóðarinnar ferst því illa aö
kenna öðmm um. Þeir hvetja til
spamaðar. En þeir ættu að byrja á
sjálfum sér, fara gætilegar með al-
mannafé en þeir hafa gert fram að
Kjallarinn
Hannes H. Gissurarson
þessu. En sitt er hvað Jón og séra
Jón. Jón er handtekinn fyrir að
þynna út vínið, séra Jón fær aö halda
yfir okkur umvöndunarræður með
merkissvip þótt hann þynni út pen-
ingana okkar.
Ráðið til þess að veröbólgan
hjaðni er einfalt: Það er að prenta
ekki fleiri peninga en innistæöur eru
fyrir. En framkvæmdin er flóknari.
Milton Friedman leggur það til að
fastar reglur séu settar um vöxt
peningamagns. Þaö felur í sér að
ráðamenn geta ekki lengur þynnt
peningana út. Ýmsir aörir frjáls-
lyndir hagfræðingar telja að taka
eigi aftur upp gullfót, þ.e. binda pen-
ingamagn við það gullmagn sem ríki
áífórumsínum.
Friedrich Hayek á þriðju hug-
myndina. Hún er aö leyfa ólíkum
peningum að keppa, svissneskum
frönkum, þýskum mörkum, banda-
rískum dölum, íslenskum krónum og
jafnvel peningum framleiddum af
einkafyrirtækjum, en við þetta veld-
ust þeir peningar til notkunar sem
þættu traustastir. Þessar þrjár hug-
myndir eru allar athyglisverðar.
Kjami málsins er sá að ráðamenn
þjóðarinnar fái ekki lengur aö falla
fyrir svipaðri freystingu og þjónarn-
irí vínstúkunni.
Palo Alto, Kalifomíu í apríllok
1983.
Hannes H. Gissurarson,
sagnfr.
Glitþræðir verðum við ekki
Sunnudaginn 24. apríl varð ljóst,
að kvennalistakonur höfðu haft
erindi sem erfiði í kosningabar-
áttunni og fengið þrjá fulltrúa kjörna
á þing. Það er raunar sannfæring
mín, að við hefðum ekki þurft nema
viku í viðbót til kynningar á málstað
okkar til að fá fjórða fulltrúann,
slíkur var meöbyrinn síðustu dag-
ana. En við sættum okkur prýðilega
viö þessi úrslit og höldum ótrauöar á-
fram að vinna málum okkar brautar-
gengi.
„Fréttir" Morgunblaðsins
Svo sem venja er hafa fréttir af
stjómmálaviöræðum undanfarna
daga einkennst af getgátum, og í
mörgum tilvikum hefur verið um
hreinan uppspuna að ræða, einkum í
Morgunblaöinu, sem hæst gumar þó
við hvert tækifæri af ábyrgð sinni og
áreiðanleika. Ef allar „fréttir” þess
blaðs af stjómarmyndunar-
viðræöum eru jafnáreiöanlegar og
þær, sem viðkoma Kvennalistanum,
er augljóslega ekki hið minnsta
mark á þeim takandi. Þetta biö ég
alla stuðningsmenn Kvennalistans
aðhafaíhuga.
Ætla mætti, aö óábyrg skrif
Morgunblaðsins hafi þann tilgang að
reyna aö skapa óeiningu innan
Samtaka um kvennalista. Sú tilraun
er dæmd til að mistakast. Við þing-
konurnar þrjár höfum jafnóðum
skýrt meðframbjóðendum okkar frá
framvindu mála og vitum, að þær
trúa okkur betur en Morgunblaöinu.
Engin hrossakaup
En vegna þeirra stuðnings- og
samstarfsmanna okkar, sem ekki
hafa átt þess kost að fylgjast náið
með viöburðum síðustu daga vil ég
undirstrika, að hið rétta er í stuttu
máli þetta: Þingmenn Kvennalist-
ans hafa rætt við fulltrúa flokkanna
eftir því sem tilefni hafa gefist og
ekki sóst eftir viöræðum við einn
flokk fremur en annan. Þingmenn
Kvennalistans hafa ekki lent á önd-
verðum meiði við meðfram-
bjóöendur sína um þátttöku í ríkis-
stjóm. Þar hefur alltaf verið fullt
samkomulag um, að Kvennalistinn
legði stefnuskrá sína til gmndvallar í
einu og öllu og væri ekki td viðræðu
um hrossakaup.
Það hlýtur að vera hverjum manni
ljóst, sem litur raunsætt á málrn, að
þriggja manna þingflokkur meö ung
samtök á bak við sig hefur ekkert í
ríkisstjórn aö gera, nema því aöeins
að hann geti sýnt fram á verulegan
árangur og það tiltölulega fljótt. Af
því leiðir, að við kvennalistakonur
hljótum að vera fastar fyrir í
viðræðum.
Fulltrúar gömlu flokkanna
virðast raunar ekki hafa gert sér
ljósa grein fyrir markmiðum
Kvennalistans, enda ef til vill ekki
viö því að búast. Eins og formaður
eins flokksins sagði við okkur, þá
huga menn frekar að stefnu eigin
flokks en annarra fyrir kosningar.
Þeir virðast jafnvel hafa haldið, að
við teldum það helst til framdráttar
kvennabaráttu aö geta komið einni
eða tveimur konum í ráðherrastóla
og væmm tilbúnar að kaupa það sæti
alldýru verði. Eg hygg, að þeim sé
núorðiðljóstaðviðtökumekkiþátt í
braski og höfum engan áhuga á að
setja mildandi svip á „sterka
stjóm”, eða eins og ein okkar hefur
orðaö það, ,að vera glitþræðir í klæði,
Kjallarinn
| Krístín Halldórsdóttir
þar sem aðrir ráða uppistöðu,
meginívafi og lit”.
Bætur í krónutölu
Þær raddir em nú háværar meðal
istjómenda atvinnuvega og peninga-
mála, að vísitöluna beri að taka úr
sambandi eða að minnsta kosti
skerða launaverðbætur stórkostlega.
Þessar raddir virðast eiga góðan
hljómgmnn meðal stjómmála-
manna.
Kvennalistinn er þeirrar skoðunar,
að láglaunafólk, sem er að stórum
hluta konur, þoli alls ekki slika
kjaraskerðingu. Við erum sem fyrr
fylgjandi því að reikna dýrtíðar-
bætur á meðallaun og láta þá sömu
krónutölu koma til hækkunar allra
launa undir meðaltali. Sennilega er
nauösynlegt að skerða bætur á laun
yfir meðallagi eða jafnvel sleppa
þeim alveg í núverandi ástandi.
Oft er bent á, að lág laun séu bætt
upp með yfirborgunum og yfirvinnu.
Rétt er þaö vafalaust í mörgum
tilvikum, en ekki þar sem konur eiga
í hlut. Þær fá sjaldnast hærri laun en ■
samningar segja til um, og fæstar
hafa tök á því aö vinna meira en lög-
boðinnvinnutíma.
Við emm því ekki til viðræðu um
skertar bætur til handa fólki, sem
hefur laun undir meöallagi.
Enginn uppgjafartónn
Við leggjum sem fyrr mesta á-
herslu á mál, sem fyrst og fremst
varða bættan hag kvenna og barna,
svo sem endurmat á störfum
kvenna, samfelldan skóladag, líf-
eyrissjóð fyrir alla landsmenn,
endurskoðun tryggingamála, þar
sem einkum heimavinnandi hús-
mæður em misrétti beittar, 6
mánaöa fæðingarorlof og sömu
greiðslu til allra, dagvistarrými
fyrir allá, sem þurfa, og fullorðins-
fræðslu.
Þessi mál og mörg fleiri úr
stefnuskrá okkar höfum við reifað í
samræðum okkar við fulltrúa
flokkanna og fengið vinsamlegar
undirtektir, sem ekki gefa þó tilefni
til neinnar bjartsýni um forgang.
Það er þó enginn uppgjafartónn í
okkur. Við trúum því staðfastlega,
að okkur takist að vinna baráttumál-
um okkar brautargengi á þingi,
hvort sem stólarnir verða bakháir og
útskornir eða svolítið einfaldari að
gerð.
Kristín Halldórsdóttir.
alþingismaður.
A „...að þriggja manna þingflokkur með
w ung samtök á bak við sig hefur ekkert í
ríkisstjóm að gera, nema því aðeins að hann
geti sýnt fram á verulegan árangur og það
tiltölulega fljótt...”