Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 9. MAI1983. íþróttir íþrótt íþrótt íþrótt Enn var sigri tagnao a Annein a laugardag. Frá vinstri Mark Lawrenson, Ronnie Wheelan, setn munu leika hér á iandi í haust í Evrópuleik íslands og irlands, og Bruce Grobbelaar. gott sem sæti í 1. deild eftir sigur i Oldham, útborg Manchester. Nokkur meiösli hjá Leicester en þaö kom ekki að sök. 18 ára strákur, Robert Jones, sem lék sinn fyrsta deildaleik meö liðinu, skoraöi fyrra mark Leicester á 42. mín. og Paul Ramsey kom liöinu í 0—2 á 55. mín. Þá tók Oldham heldur betur við sér. Roger Palmer minnkaöi muninn en liöinu tókst ekki aö jafna þrátt fyrir góöa tilburði. ■ Efstu liöin, QPR og Olfarnir, léku í Lundúnum. Mike Flannagan náöi forustu fyrir QPR en Andy Gray jafnaði fyrir Ulfana. Strokumaöurinn frá Olfunum, miövörður Queens Park Rangers, Bob Hazel, skoraöi svo sigur- mark Lundúnaliðsins. Leikurinn skipti sáralitlu máli. QPR hefur sigraö í 2. deild og Olfarnir tryggt sér annað sætiö. Fallbaráttan í 2. deild er gífurieg. Enn geta 10 lið falliö. Chelsea, sem stóö mjög illa aö vígi, tryggöi mjög stööu sína meö sigri í Bolton, Clive Walker skoraði eina mark leiksins. Middles- brough er nú komiö í þriðja neösta sætiö en ætti aö bjarga sér. Á tvo leiki eftir en lítiö má út af bregða svo liðið falli ekki aftur. Féll úr 1. deild sl. vor. Burnley og Rotherham standa verst aö vígi og staöan er lítið skárri hjá Bolton og Charlton. 13. deild hafa Cardiff og Portsmouth 85 stig, Huddersfield 81. I 4. deild er Wimbledon meistari meö 94 stig. Port Vale hefur 88, Hull City 87. Síöan koma Bury meö 80, Colehester 78 og Scunthorpe 77 stig. Fallliðin í sviðsljósinu Bríghton og Swansea — Leikmenn Liverpool fengu meistarabikarinn fyrir leikinn við Aston Villa og skoruðu loks eftir þrjá leiki án marks Fyrir leik Englandsmeistara Liver- pool og Evrópumeistara Aston Villa á Anfield á laugardag var leikmönnum Liverpool afhentur meistarabikarinn og verðlaun sín fyrir 14. meistaratitil- inn í sögu félagsins. Mikill fögnuður áhorfenda og sérstaklega var stjórinn Bob Paisley hylltur. Síðasti heimaleikurinn hjá Liverpool undir stjórn þessa mesta stjóra enskrar knattspyrnu fyrr og síöar. Hann hættir eftir leiktímabilið. Síðan hófst leikur- inn og leikmenn Liverpool voru mjög daufir framan af. Á 12. min. komst bakvöröur Villa, Gibson, frír inn í víta- teig Liverpool. Bruce Grobbelaar markvörður felldi hann og dæmd víta- spyma, sem Gary Shaw skoraöi úr. Um miðjan síðari hálfleikinn dæmdi dómarinn vítaspymu á Aston Villa.’ Handyside handlék knöttinn innan vítateigs. Phil Neal tók spyrnuna en Spinks, markvörður Villa, varði. Dómarinn var ekki ánægður. Taldi aö Spinks heföi hreyft sig of fljótt. Lét endurtaka vítaspyrauna þrátt fyrir’ áköf mótmæli leikmann Villa. Meðal annars var fyrirliði liðsins, Dennis Mortimer, bókaöur. En Spinks gerði sér lítiö fyrir og varði aftur spyrau Neal. Eftir nokkra umhugsun lét dómarinn þar við sitja og leikmenn Villa fögnuðu. Þeim tókst þó ekki að sigra í leiknum. Á 82. min. tókst Craig Johnstone aö jafna fyrir Liverpool eftir fallegan undirbúning Souness og Dalglish. Fyrsta mark Liverpool í fjórum leikjum eða frá því í Southampton á dögunum og fyrsta stig Liverpool í síðustu fimm leikjunum. Þetta mikla lið endar þvi leiktímabilið á lægri nótunum, kannski skiljanlegt. Meistaratitillinn fyrir löngu í höfn. Þaö skýröist margt í næstsíöustu umferöinni á laugardag þó enn sé ýmsu ósvarað þar til á laugardag. Brighton og Swansea em fallin niöur í 2. deild og sæti þeirra í 1. deild taka QPR og (Jlfarnir. Hvert þriöja fall- liðiö veröur er ekki gott að segja, Luton stendur verst aö vígi. Á eftir tvo ' útileiki, báöa í Manchester. Leicester hefur besta möguleika á aö veröa þriöja liöið upp í 1. deild. A eftir einn heimaleik viö neðsta liðið, Burnley, og nægirþarsigur. Þrjú gamalfræg liö, Huddersfield, Portsmouth og Cardiff, hafa unniö sæti í 2. deild á ný en Doncaster og Chester- field em fallin í 4. deild. Þar komast ' upp Wimbledon, Port Vale og Hull en þrjú liö keppa um fjórða sætið. Fallbaráttan í sviðsljósinu Á laugardag var fallbaráttan í 1. deild mest í sviösljósinu og þá einkum leikur Brighton og Man. City í Howe. Brighton, úrslitaliöið í FA-bikarkeppn- inni, varð aö sigra til aö hafa möguleika á aö foröast fallið. En þaö fór á aöra leið. Man. City var betra liöið í leiknum og sigraöi veröskuldað meö marki Kevin Reeves á 73. mín. MacDonald bakvörður gaf fyrir mark Brighton og Reeves, sem lék meö á ný eftir meiösli, skallaði í mark. Mikil taugaspenna í leiknum og þrír leik- ! menn City bókaðir, þeir Tueart, Hart- 'ford og Ransom. Framlina Brighton ialveg bitlaus. Liöin voru þannig skipuö. Brighton. Moseley, Stevens, Foster, Gatting, Pearce, Howlett (Ryan), Smillie, Case, Grealish, Robinson og Gordon Smith. Man. City. Williams, Ransom, MacDonald, Reed, Caton, Bond, Baker, Hartford, Tueart, Power og Reebes. Brighton féll því niður eftir fjögur leiktímabil í þeirri fyrstu. I fyrsta sinn, sem félagið er í 1. deild. Swansea féll einnig eftir tvö ár í 1. deild og engin barátta var í leikmönnum liðsins á Old Trafford. Leikmenn Man. Utd. óðu í tækifærum en fóru illa meö þau. Á 19. mín. skoraði Bryan Robson eftir undir- búning Norman Whiteside, sem varð 18 ára á laugardag. Þá hefði liöiö átt aö vera búiö aö skora þrjú mörk. Á 75. mín. skoraði Ffank Stapleton, þurfti ekki nema ýta knettinum yíir mark- línuna eftir Whiteside og Robson. Gary Bailey, markvöröur United, þurfti aðeins tvívegis í leiknum að reyna aö verja. Tókst þaö frá Robbie James en ekki frá Bob Latchford á lokamínútu leiksins. 20. deildamark Latchford á leiktímabilinu og þaö er gott í jafn- slöku liði og Swansea hefur verið á leiktímabilinu. Luton í stórhættu Luton fékk Everton í heimsókn og tókst strax á þriöju mín. aö skora. Ricky Hill var þar aö verki en síðan var um einstefnu aö ræöa hjá Liver- pool-liöinu á mark Luton. Þaö skoraöi fimm mörk og er spáö miklum frama á næsta leiktímabUi. Dave Johnson jafnaði og síðan skoruðu þeir Kevin Sheedy og Graeme Sharp tvö mörk hvor. Þeir Johnson og Sheedy léku áöur meö Liverpool. Luton hefur nú 46 stig, einu stigi á eftir Birmingham og Man. City. Birmingham sigraði Tottenham 2—0 á leikvelli sínum og liöið sem lengstum hefur verið i neðsta sætinu á nú góöa möguleika á aö bjarga sér frá falli. Á þó erfiðan útileik eftir gegn South- ampton, sem dalað hefur mjög aö I ‘ John WOe, fyrlrllði WBA, hættlr nú hjá West Bromwicb eftir leiktímabiliö. undanförnu. Mike Halsall skoraöi fyrir Birmingham í fyrri hálfleik og þá voru leikmenn Tottenham daprir. Þeir tóku hins vegar vel viö sér í síöari hálfleik en fóru illa meö tækifærin. Mick Har- ford gulltryggði svo sigurBirmingham rétt undir lokin. Coventry vann óvæntan stórsigur í Stoke og hafði þar heppnina heldur meö sér. Brendan O’Callaghan hjá Stoke var borinn af velli strax á þriöju mín. og Mark Chamberlain meiddist skömmu síöar. Lék þó meö fram í byrjun síðari hálfleiks. Varð þá aö hætta og Stoke var með 10 leikmenn það sem eftir var leiksins. Mark Hateley skoraði fyrsta mark Coventry á 20. min. Síðan sótti Stoke mjög en ekkert lánaöist hjá liðinu. John Hendrie skoraöi annað mark Coventry á 48. mín. og bakvöröurinn snjalli, Danny Thomas, það þriðja á 82. mín. Coventry hefur nú alla möguleika á aö halda sér uppi. Á eftir heimaleik við West Ham. Jimmy Hill, sjónvarps- maðurinn kunni og aöaluppbyggjari Coventry, hefur látiö af störfum hjá félaginu. Hættursem stjómarformað- ur. Hann lék hér á landi 1951 með Brentford og kom einnig hingaö sem stjóri Coventry. Þá bjargaöi Sunderland sér einnig frá falli meö sigri á Arsenal á Highbury. Colin West skoraöi eina mark leiksins á 71. mín. Steve McCall og John Wark, tvö, skomöu mörk Ips- wich í ömggum sigri á Watford en Roston fyrir Watford. Dave Bennett skoraöi bæði mörk Norwich í Notting- ham og Norwich-liöiö skoraði á undan. Þeir Walsh og Ian Bowyer skomðu fyrir Forest. WBA sigraði Southampton með marki bakvaröar- ins Derek Statham. John Wile, fyrirliði WBA, lék sinn 499. deildaleik meö liöinu og hættir hjá því í vor. Van der Elst og Paul Goddard skoruðu mörk West Ham. Góður sigur Leicester 1 2. deild tryggði Leicester sér svo •Liverpool 41 24 10 7 86-35 82 Watford 41 21 5 15 72—56 68 Man. Utd. 39 18 13 8 51—33 67 Nott. For. 41 19 9 13 59—50 66 As. ViIIa 41 20 5 16 60—49 65 Everton 41 18 9 14 65—47 63 Tottenham 40 18 9 13 59—49 63 WestHam 40 19 4 17 63—57 61 Ipswich 41 15 12 14 63—49 57 Southampton 41 15 12 14 54—57 57 Stoke 41 16 9 16 52-60 57 W.B.A. 41 15 11 15 50—48 56 Arsenal 40 15 10 15 54—53 55 Norwich 41 13 12 16 50—57 51 Sunderland 41 12 13 16 47—60 49 Notts. Co. 41 14 7 20 52—69 49 Coventry 41 13 9 19 46—55 48 Birmingham 41 11 14 16 39—55 47 Man. City 41 13 8 20 47—69 47 Luton 40 11 13 16 64—81 46 Swansea 41 10 11 20 51-66.41 Brighton 41 9 13 19 37—5S6 40 2. DEILD Q.P.R. Wolves Leicester- Fulham Newcastle Sheff. Wed. Leeds Shrewsbury Oldham Barasley Blackburn Cambridge Carlisle Chelsea Derby Grimsby C. Palace Charlton Bolton Middlesbro. Rotherham Burnley 40 26 6 8 75—33 84 41 20 14 7 66—42 74 41 20 9 12 72—44 69 41 29 9 12 64—46 69 41 18 12 11 73—51 66 41 15 15 11 58—46 60 41 13 20 8 49—44 59 41 15 14 12 48—47 59 41 13 19 9 60—46 58 41 14 14 13 56—54 56 41 14 12 15 57—58 54 41 13 12 16 41—56 51 41 12 11 18 67—69 47 41 11 13 17 51—61 46 41 9 19 13 48—58 46 41 12 10 19 44—69 46 39 11 12 16 41—48 45 41 12 9 20 59-85 45 41 11 11 19 41—57 44 40 10 14 16 44—67 44 41 10 14 17 43—66 44 39 11 7 21 54—64 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.