Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Síða 28
DV. MÁNUDAGUR 9. MAI1983. 28 r “"VIDEO” OPIÐ ÖLL KVOLD TIL KL. 23 & KVIKMYNDAMAItkACHJIUNN IfcóltvflrðmOg t* IhHh. S.1MM. Kkf(Juv*gi 11 Vactm. I V—tmoyium m opéð kl. 14-20nuw halgMkl. 14—11. VIOEOKUJI MMmMI. 1. .VIDEO. 1,30 m, 1, 70 m og 2,12 rn Laugamesvegi59 Rvik. Simi37189. Útboö Tilboð óskast í innanhússfrágang á húsi fyrir þroskahefta í Tungudal við Isafjörð. Heildarstærö hússins er um 1550 m3. Útboðsgagna má vitja hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, bæjarskrifstofunum á ísafirði og á Teiknistofunni Oðinstorgi, Oðinsgötu 7, Reykjavík, gegn 2.500,00 kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuð hjá Magnúsi Reyni Guömundssyni föstu- daginn 20. maí 1983 kl. 11.00. Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis um málefni þroskaheftra og Bygginganefnd Styrktarfélags vangefinna Vestfjörðum. Framkvæmdanefnd vegna stofnana í þágu aldraðra býður til kynningarf undar til aö ræða hugmyndir um söluíbúðir fyrir aldraöa. Fil fundarins er boðið: • Fulltrúum stéttarfélaga og lífeyrissjóða. • Verktökum og byggingarsamvinnufélögum. • Fulltrúum stjórna í samtökum aldraðra. Rætt verður um lóðir, fjármögnun, útboðsform, stærðir húsa og þjónusturýmis. Fundurinn verður nk. þriðjudag, 10. maí kl. 17.00, í Húsi versl- unarinnar, 9. hæð, fundarsal. Framkvæmdanefnd vegna stofnana í þágu aldraðra, Páll Gíslason formaður. NÝ ÞJÓNUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA Gerist áskrifendur að Fyllið út pöntunarseðUinn og sendið tH Heima-Bingo, Hamarshúsinu Tryggvagötu, 101 Reykjavik. Einníg getið þér hringt í síma 91-28010 til að gerast áskrif- andi. \ íþróttasamband fatiaðra Hamarshúsinu v/Tryggvagötu, simi91-28010. Undirritaður óskar hér með eftir að fá sendar Heima-Bingo blokkir í hverri umferð sem spiluö er. Verð pr. blokk kr. 50,- Ath. minnst 2 blokkir verða sendar. Nafn................................... Heimilisf.............................. Póststöð............................... Póstnúmer.........................Sími George M. Webb, yfirmaður sjónvarpsstöðvarinnar, tii vinstri og Sigurður Jónsson aðstoðaryfirmaður til hægri. Myndina tók Heiðar Baidursson er jarðstöðvarmóttakan var formlega opnuð. Keflavíkurflugvöllur: Ný sjónvarpsrás tekin í notkun Ný sjónvarpsrás var opnuö fyrir Keflavíkurflugvöll síöastliðinn mánudag. Hún er tengd Inter-Sat 4, ,sjónvarpshnetti sem þjóna mun öllum herstöövum Bandaríkja- manna í E vrópu í f ramtíöinni. Móttöku annast Landssími Islands um jaröstöö sem nýverið var reist viö hliö Skyggnis í Mosfells- sveit. Efniö er síöan sent meö örbylgjum til sjónvarpsstöövarinnar á Keflavíkurflugvelli þar sem endan- leg stilling er gerö. Hin nýja rás flytur varnarliðsmönnum atburði líöandi stundar beint á skjáinn og einnig skemmtiefni. Vamarliöið fær senda 24 tíma dagskrá á sólarhring, þar af eru 17 tímar sem hægt er aö senda beint. Sjónvarp vamarliðsins var lagt í kapal áriö 1974. Af 21 starfsmanni þess era þrír Islendingar, Teitur Albertsson vaktstjóri, Gunnar Skarphéðinsson vaktstjóri og Sig- uröur Jónsson aöstoðarstöðvarstjóri. Þeir hafa allir starfaö viö stööina frá 1959. -emm Keflavík/-PÁ Áræskunnar í undirbúningi Menntamálaráöuneytið hefur skipaö framkvæmdanefnd til aö undirbúa og vinna að framgangi alþjóðaárs æsk- unnar hér á landi áriö 1985. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna árið 1979 var ákveöiö aö tilnefna áriö 1985 sem alþjóðaár æskunnar, undir kjöroröunum þátttaka, þróun, friöur. Þá kom allsherjarþingið einnig á fót ráðgjafamefnd til undirbúnings þessu ári. Ráögjafamefndin hefur bent á eftirfarandi málefni til aö vinna aö í þágu æskunnar: friðarmálefni, húsnæðismál, atvinnumál og frí- stundamál. Þá leggur ráðgjafarnefnd- in áherslu á aö sem víðtækust samstaöa náist meðal þeirra sem vinna aö frarngangi málefna alþjóðaársins í hverju landi og að æskulýðsfélög og samtök fái aö ráða því sem mest sjálf á hvaöa þætti þau leggja áherslu, að því er segir í frétta- tilkynningu frá menntamála- ráöuneytinu. Formaður íslensku nefndarinnar er Níels Arni Lund æskulýösfulltrúi. Nefndin hefur hafiö störf. Henni ber aö kynna þeim sem aö æskulýðsmálum vinna verkefni alþjóðaárs æskunnar 1985, markmiö þess og hvaö fyrirhugaö er að gera af íslands hálfu. -ÓEF. Alfreð Flóki opnar sýningu Alfreð Flóki opnaði sýningu í List- munahúsinu, Lækjargötu 2, laugar- daginn7.maíkl. 14. Myndimar á sýningunni eru um 40 talsins og eru flestar unnar í Kaup- mannahöfn síöastUöinn vetur. Þær eru unnar með tússi, rauðkrít og svartkrít. Flóki hélt síöast einkasýningu hér heima í Gallerí Djúpinu í febrúar 1980. I Kaupmannahöfn hélt hann tvær einkasýningar 1980 og 1981 í Galerie Passepartout. Einnig hélt hann einkasýningu í Galerie Meyer í • Esbjerg í Danmörku 1982, auk þess sem hann hefur tekiö þátt í fjölda samsýninga á þessu tímabili. Sýningin er opin daglega frá kl. 10—18, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—18 en lokað er á mánudögum. Síöasti sýningardagur er 23. maí. Atfreð Fióki. DV-mynd: E.Ó. Saintök aldraðra: VIUA LÁN TIL BYGGINGA Aðalfundur Samtaka aldraöra var haldinn í Reykjavík fyrir nokkru. For- maður, Hans Jörgensen, flutti skýrslu um störf samtakanna og stöðu mála. Stærsta verkefni samtakanna á síðasta ári var í fyrsta lagi: Bygging 14 íbúöa í Akralandi í Fossvogi. I ööru lagi: Aöild samtakanna aö uppbygg- ingu dagvistunar- og tómstundaheim- ilis í Múlabæ, Ármúla 34, ásamt SIBS og Reykjavíkurdeild RKI. Og í þriðja lagi: Smámiöahapp- drætti sem samtökin komu af staö á árinu til aö safna í sjóö hjúkrunarmála fyrir félagið. Samtökin skoruðu á borgaryfirvöld og húsnæðismálastjórn aö veita framkvæmdalán til félags- bygginga aldraðra, auk venjulegra húsnæðislána. Þetta lán verði veitt á fyrstu mánuöum byggingartímans og þaö verði allt aö 50—60% af áætluöum byggingarkostnaöi tveggja herbergja íbúöar. Núverandi stjórn skipa: Hans Jörgensen formaöur, Lóa Þorkels- dóttir, Sigurður Gunnarsson, Soffía Jónsdóttir og Þórarinn Þórarinsson. (SF og TDB., starfskynning).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.