Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Qupperneq 11
DV. FIMMTUDAGUR14. JUU1983.
11
HVERNIG A AÐ SPARA
DÝRAN DROPANN?
Bensín hækkaði á dögunum um
13,5% úr 19,30 kr. í 21,90. Bensínverð
hér á landi er þvi hæsta verð sem um
getur í Vestur-Evrópu.
Það er því ekki að ástæðulausu að
DV og Vikan efna til sparaksturs-
keppni í því augnamiði að hvetja til
orkusparnaðar.
En hvemig á að spara bensín? Hér á
eftir fylgja nokkur hollráð:
Mikilvæg atriði varðandi
bifreiðarnar sjálfar
— Hjólbaröar: Hafið réttan loft-
þrýsting. Of h'till loftþrýstingur kostar
peninga á tvenna vegu. Endingartími
hjólbarðanna minnkar og bensíneyðsla
getur aukist allt að 5%.
Betra er að hafa tveimur pundum
meira í hjólbörðunum en einu pundi of
htið. Bensíneyðsla eykst ef loft-
þrýstingurinn er of lítill í hjólbörð-
unum.
— Hemlar: Látið yfirfara og stilla
hemlana reglulega. Bensíneyðsla
eykst ef hemlarnir hggja út í.
— Kveikjukerfið: Raki og óhrein-
indi geta reynst kveikjukerfinu skeinu-
hætt. Þrif og rakavöm á háspennu-
kefh, háspennuþræði og kveikjuloki
getur komið í veg fyrir gangtruflanir.
Bensíneyðsla eykst ef kveikjukerfiö er
ekkiígóöulagiog illa stillt.
— Lofthreinsari: Ohreinn eða stífl-
aöur lofthreinsari hindrar streymi
lofts til blöndungsins. Bensíneyðsla
eykst ef lofthreinsari er óhreinn.
— Blöndungur: Stilhng blöndungs-
ins hefur mest áhrif á nýtingu bensíns.
Vegna þess hve stihingar þurfa að
vera nákvæmar þarf aö láta fagmann
vinna verkið. Ef blöndungurinn er van-
stUltur eykst bensíneyðsla.
— Bensínkerfið: Bensínkerfið er
viðkvæmt fyrir vatni og hvers kyns
óhreinindum og skal því ætíð gæta
hreinlætis við bensín og bensíngeymi.
— Kælikerfi: Nauðsynlegt er að
hreyfUUnn komist á réttan vinnuhita
(80—90 ° C) eins fljótt og mögulegt er
og haldist á réttu hitastigi með hjálp
vatnslássins. Bensíneyðsla eykst ef
hreyfiUinn er of kaldur.
Aksturslag skiptir
miklu máli
Aksturslag skiptir ákaflega miklu
máh hvað bensíneyðslu varöar. Við
minnum hér á nokkur atriði.
— Gangsetning hreyfUs: Við gang-
setningu á ekki að draga innsog lengra
út en nauðsynlegt er og síðan ýta því
inn eins fljótt og gangur hreyfUsins
gefur tilefni til. Bensíneyðsla eykst við
not á innsogi.
— Ekið af stað: Forðist spymur.
Akiö af stað með jöfnum hraða og léttu
ástigi á bensíngjöf. Þannig sparið þér
einnig tengslin. Bensíneyðsla eykst við
spymur. Takið því ætíð af stað eins og
þér takiö af staö í hálku.
— Notið gírana rétt: Látið hreyfil-
inn ekki snúast of hratt áður en þér
skiptið um gir. Góð þumalfingursregla
er að skipta í 2. gír á 20 km hraða, í 3.
gír á 40 km hraða, og 4. gír á 60 km
hraða. Margar bifreiðar þola vel 4. gír
á 45 km. hraöa á sléttum vegi í því tU-
feUi er óhætt að skipta beint úr 2. í 4.
gír. I 5 gíra bifreiðum er oft hægt að
skipta beint úr 3. gír í 5. gír á sléttum
vegi. Ef bifreiöin er sjálfsskipt stigið
þá létt á bensíngjöfina og bifreiðin
skiptir fljótt í hærri gír. Bensíneyðsla
minnkar eftir því sem hreyfUUnn snýst
hægar á hvem ekinn kUómetra.
— Verið forsjál: Hafið auga með
umferðinni og hagið akstri eftir því.
Sleppið bensíngjöfinni í tíma og setjið í
hlutlausan gír og látið bifreiðina renna
þegar það á við. Þannig er hægt að
koma í veg fyrir að stööva þurfi snögg-
lega.
— Réttur hraði: Bifreiðin eyðir því
meira bensíni því hraðar sem ekið er.
— nokkur góð ráð um sparakstur
Haldið jöfnum hraða og stígið ekki of
fast á bensíngjöfina. Hafið hæfilegt bU
mUU bifreiða þannig að ekki þurfi að
Þegar stöðvað er í brekku er ráðlegra
vegna öryggis og bensineyðslu að setja
bUinn i handbremsu frekar en aö nota
gírana. Stöðvið hreyfilinn ef stað-
næmast skal lengur en í eina mínútu.
Vonandi geta lesendur nýtt sér þessi
góðu ráð og sparað sér stórfé í bensín-
kostnaði.
-ás/byggt á fréttabréfi FtB.
snögghemla.
— Framúrakstur: Akið ekki of
nálægt, næsta bfl fyrir framan ef þér
æthö aö taka fram úr. Ef þér eruð
mjög náiægt þá þurfið þér aö auka
hraðann fljótar en ef þér akið með
jöfnum hraða og stærri sveig.
— Ekið í beygju: Minnkið hraðann
áöur en komið er að beygju. Betra er
að minnka bensíngjöfina en að stíga á
hemla. Þegar þér eruð hálfnaðir í
beygjum á aö auka bensíngjöf aftur.
Með þessu móti sparast bensín.
— Ekið upp brekku: Látið hreyfilinn
ekki erfiða upp brekku, setjið í lægri
gír þegar ferðin minnkar. Ef hreyfiU-
inn erfiðar þarf hann aukið bensín.
— Ekið niður brekku: Hafið bensín-
gjöfina þannig að hreyfihinn hvorki
drífi bifreiðina eða sé drifinn af henni.
I sumum brekkum má setja í hlut-
lausan. Aldrei má stöðva hreyfiUnn í
akstri. I sjálfskiptum bifreiðum má
aldrei setja í hlutlausan.
— Hægagangur: Forðist ónauðsyn-
legan hægagang hreyfils. Þegar stað-
næmst er viö rautt ljós er ekki ráðlegt
að hreyfa bensíngjöfina á meðan beöið
er eftir grænu. I hvert skipti sem stigið
er á bensingjöfina er send buna af
bensíni inn í blöndunginn aö óþörfu.
Ferðum 6 bensínstöðvar fjölgar heldur betur ef aksturslag er ekki skynsamlegt. i greininni hér á siðunni
eru gefin nokkur góð rið um aksturslag og útbúnað bifreiðar. Ef þeim réðum er fylgt ætti buddan eitt-
hvað að þyngjast þjá bileigondum.
SUMARiÐ '83
VIÐ HOFUM rón H SEM FAró ÞÉR VEL